Feykir


Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 17/2012 Algjör Sæla Sæluvika 2012 - Lista- og menningarhátíð í Skagafirði Sæluvikan, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga var formlega sett á atvinnu- lífssýningunni Lífsins gæði og gleði sl. sunnudag er Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar ávarpaði gesti sýningarinnar. Eins og jafnan áður er heilmikið á dagskrá fyrir alla aldurshópa og má nefna tónlistar-, myndlistar-, kvikmyndalistar- og leiklistar- sýningar, matar- og kaffiveislur, ljóða-, smásögu-, ljósmynda- og körfuboltakeppnir og dansleikir. Má þar nefna að Sálin hans Jóns míns mætir á Mælifell og heldur uppi stuði. Rúsínan í pylsuendanum verður svo á laugardagskvöldið þegar Rökkurkórinn og Karlakórinn Heimir ásamt Karlakór Rangæinga og Samkór Reykjavíkur hefja upp raust sína í Miðgarði á kóramóti. Eftir tónleikana munu Hvann- dalsbræður svo slá botninn í Sæluvikuna með dansleik eins og honum er einum lagið. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í til- efni af Sæluvikunni en fleiri myndir er hægt að sjá á Feyki.is. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var ræðumaður á Kirkjukvöldi. Myndi: PIB Sossa og Tolli við opnun sýningarinnar Stefnumót á Krók sem er í Safnahúsi Skagfirðinga. Í Miðgarði var barna- og fjölskylduskemmtun með Draumaröddum norðursins. Mynd; Hjalti Árna Gestastofa sútarans stóð fyrir tískusýningum á Skagafjörður – Lífsins gæði og gleði. Karlakórinn Heimir tróð upp við setningu Sæluvikunnar. Góðir gestir við opnun myndlistarsýningar Sossu og Tolla. Multi Musica lét á sér kræla á sýningunni í íþróttahúsinu. Nokkrir valinkunnir leikarar Leikfélags Sauðárkróks í Tveimur tvöföldum. Helga Rós söng á Kirkjukvöldi við undirleik Helgu Bryndísar. Mynd: PIB Heilmikið um að vera í bás Heilbrigðisstofnunarinnar. Pardusmenn vígalegir á atvinnulífssýningunni. Fjölmenni var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki við setningu Sæluvikunnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.