Feykir


Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 7
17/2012 Feykir 7 Kórstarfi slitið eftir 30 ára hlé Karlakór Sauðárkróks Karlakór Sauðárkróks kom saman í Safnaðar- heimili Sauðárkrókskirkju þann 23. apríl til þess að slíta formlega starfi kórsins, sem hefur legið niðri í um 30 ár. Karlakór Sauðárkróks var stofnaður þann 20. nóvember 1935 og um sögu hans segir Ingimar: „Kórinn hefur ekki starfað samfleytt á undanförn- um 77 árum, heldur tók hann sér langar pásur á milli og starfaði í raun ekki nema í 22 ár samanlagt,“ útskýrir hann. Eyþór Stefánsson var fyrsti stjórnandi kórsins og voru þá meðlimir hans 22 talsins. Hann lagðist svo af árið 1942. „Árið 1943 var stofnaður nýr kór úr rústum hins gamla sem kallaðist Ásbirningar og voru söngmenn þá 28 talsins. Hann starfaði þó aðeins í skamman tíma, eða fram á mitt ár 1944,“ segir Ingimar. Á því tímabili söng Karlakór Ásbirninga á Sæluviku við góðar undirtektir og kom m.a. fram í kirkjunni og í Bifröst, eins og Ingimar bendir á í ágripi Ögmundar Svavars- sonar af sögu kórsins. Í skrifum Ögmundar kemur m.a. fram að karlakórinn Ásbirningar hafi á sínum tíma tekið þátt í Heklu- móti á Akureyri ásamt átta öðrum karlakórum; Geysi, Þrym, Karlakór Reykdæla, Karlakór Mývetninga, Heimi og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Söngmótið hófst í Akureyrar- Karlakór Sauðárkróks árið 1981. Efsta röð frá vinstri: Gísli Pétursson, Ingimar Pálsson, Vigfús Hauks- son, Kári Sveinsson, Jón Gunnlaugsson, Bragi Hrólfsson og Gísli Kristjánsson. Mið röð frá vinstri: Björn Jóhannsson, Sverrir Svavarsson, Magnús Sigfússon, Björgvin Magnússon, Pétur Pétursson, Þórhallur Þorvaldsson, Valgeir Þorvaldsson og Guðmundur Guðmundsson. Neðsta röð frá vinstri: Ingimar Jóhannsson, Sigurður Hansen, Jóhann Már Jóhannsson, Hilmar Sverrisson söngstjóri, Stefán Gíslason undirleikari, Jósep Sigfússon og Árni Gunnarsson. kirkju en einnig var sungið í Nýja-bíói. „Þetta söngmót var allt kvikmyndað frá upphafi til enda en það hefur enginn fengið að sjá þá mynd, þar sem hún fór í hafið er Goðafoss var sökkt við Reykjanes í síðari heimstyrjöldinni,“ ritar Ög- mundur en filman hafði verið sent til Bandaríkjanna til fram- köllunar. Ögmundur greinir einnig frá því þegar kórinn söng á lýðveldisskemmtun sem hald- in var úti á Eyri. Þá hafði kórinn fengið nýtt lag frá Eyþóri Stefánssyni til að flytja við ljóð Friðriks Hansen. Lagið bar heitið Þjóðveldisdagur Íslands 17. júní 1944 og hafði verið samið fyrir lagasam- keppni sem haldin var í sam- bandi við lýðveldisstofnunina. Sem fyrr segir lagðist kórinn af síðla sumars 1944 þegar þáverandi söngstjóri, Ragnar Jónsson, flutti af svæðinu. Skemmtilegur tími Kórinn var svo endurvakinn árið 1963 undir sínu upp- runalega nafni, þegar verka- mannafélagið Fram átti 60 ára afmæli. „Óskað var eftir því að hóað yrði saman mannskap til að syngja við afmælisfagnað verkamannafélagsins og af því tilefni var Karlakór Sauðár- króks endurvakinn,“ segir Ingimar og bætir við að hann hafi þá starfað til ársins 1968. „Sumir vildu kenna tilkomu sjónvarpsins um það að kórinn hafi lognast útaf, þó ég vilji nú ekkert fullyrða neitt nánar um það,“ segir Ingimar og hlær. Eftir 1968 varð 10 ára hlé, eða til ársins 1978 en þá var blásið lífi í kórinn á ný og starfaði hann til ársins 1982, þar til hann lognaðist endan- lega útaf. Samkvæmt Árna Gunnarssyni, fyrrum kórmeð- limi, var kórinn á tíðum kallaður Jóreykur, í gamni hjá gárungum héraðsins, og var þar vísað til þess að kórinn hafi notið aðstoðar þriggja stjórn- enda á sinni skömmu ævi. „Gunnlaugur Ólsen hóf starfið með okkur og síðan tók við Ingimar Pálsson söngkennari og Hilmar Sverrisson skokkaði með okkur endasprettinn,“ segir Árni. Á fyrstu árum kórsins var hann á hrakhólum með hús- næði til æfinga, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en þar sjást kórfélagar við æfingar í sláturhússal KS úti á Eyri. „Líklegt er að það hafi spilað þarna inn í að einn kór- félaganna var sláturhússtjór- inn Sigurjón Gestsson og að kórinn hafi notið góðs af,“ bætti Árni við. „Þetta var skemmtilegur tími og mér er óhætt að segja að kórinn hafi skilað góðum söng í góðum sal eins og undirtektir áheyrenda báru jafnan vott um. Þarna voru í það minnsta nokkrir afbragðsgóðir raddmenn sem óþarft er að telja upp. En að lokum urðu vandamálin með söngstjóranna til þess að leysa þennan hóp upp og slökkva á söngnum.“ Að sögn Ingimars gengu sumir meðlimir kórsins í Karlakórinn Heimi og aðrir í hina ýmsu kirkjukóra. Gleðilegir endurfundir „Félagi okkar Sverrir Svavars- son féll frá sl. haust en hann hafði unnið mikið fyrir kórinn á sínum tíma og geymdi þau skjöl sem tilheyrði kórnum. Ekkja hans óskaði eftir því að við myndum fara yfir þau og þá hóaði ég í Jóhann Má Jóhannsson, síðasta formann í stjórn kórsins, og Pétur Péturs- son, ritara. Í sameiningu ákváðum við að kallað yrði til hinsta fundar Karlakórs Sauð- árkróks og gengið yrði frá öllum lausum endum,“ segir Ingimar. Á fundinum þurfti að ganga frá ýmsum málefnum kórsins sem hafði ekki verið gengið frá á sínum tíma, þar á meðal átti kórinn í fórum sínum píanó og kom einnig í ljós dágóð summa inn á bankabók. „Það kom í ljós að kórinn átti aur inni á reikning sem var búin að safna vöxtum sl. 30 ár eða svo. Þetta hafa verið tæpar 100 þúsund krónur á sínum tíma en nú voru þær orðnar um 414 þúsund,“ segir Ingimar en ákveðið var á fundinum að gefa peningana til Utanfara- sjóðs sjúkra en hann styrkir fólk sem þarf að leita lækninga erlendis. „Píanóið hefur verið í varðveislu Félags eldriborgara í Skagafirði í Húsi frítímans og því var ákveðið var að gefa félaginu píanóið.“ „Mikil gleði og ánægja ríkti á fundinum og þótti mönnum gaman að koma saman og rifja upp gamlar stundir,“ segir Ingimar í lokin. Ef einhverjir skyldu eiga í fórum sínum myndir eða upptökur frá starfsemi kórsins væri vel þegið að viðkomandi settu sig í samband við Ingimar Jóhannsson. /BÞ Kórstjórinn Gunnlaugur Ólsen situr við píanóið. Frá hægri: Sigurður Hansen, Sigurjón Gestsson, Ingimar Pálsson, Sverrir Svavarsson, Jóhann Már stórtenór í Keflavík, Jóhann Friðgeirsson, Björn Jóhannsson og Jón Árnason. (Mynd: Árni Gunnarsson) Meðlimir Karlakórs Sauðárkróks á fundinum. Frá vinstri: Bragi Hrólfsson, Sigurður Hansen, Ingimar Pálsson, Jóhann Már Jóhannsson, Gísli Kristjánsson, Björn Jóhannsson, Pétur Pétursson, Ingimar Jóhannsson og Gísli Pétursson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.