Feykir


Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 9
17/2012 Feykir 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja þáttinn okkar að þessu sinni með fallegri vísu eftir minn góða vin Grím Gíslason frá Saurbæ í Vatnsdal. Oft er leiðin okkur hál og af gæðum skorið. Syngjum þó um sumar mál sólskinið og vorið. Önnur ágæt vorvísa kemur hér eftir Grím. Ef að vaka okkar þrár og þörf til bjartra nátta. Varla sígur svefn á brár og seint farið að hátta. Nú á vel við að leita í smiðju Ágústs Guðbrandssonar með næstu vísu. Getur hún með réttu kallast vorvísa. Nú er dátt í austanátt ylsins máttur vakinn en vestan þráttgjörn veðra gátt í vítis náttstað hrakin. Önnur mögnuð hringhenda sem tengist vorinu kemur hér eftir Ágúst. Opnar fangið eygló væn engi og drangar hlýna. Jörðin angar gróður græn geislar á vanga skína. Ágúst mun hafa staðið í einhverjum deilum við samferðamann á lífsins leið er hann orti svo svakalega. Svipt er fólið andans yl illum skóla hlýðið. Kjaftaólar teygjast til tungan gólar níðið. Þá er til þess að taka að í síðasta þætti birtist vísa sem talin var eftir Jón á Gilsbakka. Hafa nú tveir góðir vísnavinir úr Skagafirði haft samband og ber þeim saman um að hún sé eftir Hjörleif Kristinsson. Mun tilefnið hafa verið það að gangnamaður úr Skagafirði villtist og mun hafa farið suður Sprengisand. Kann ég því miður ekki þá sögu til að geta farið glöggt með. Þakka fyrir þessar góðu upplýsingar. Einhverju sinni fyrir margt löngu birtist í auglýsingablaði eftirfarandi auglýsing. Ekki var getið um höfund en undir stóð Skipaútgerð ríkisins. Mun þetta reyndar hafa verið árið 1955. Þó að breyti um bros og svip bæði lönd og þjóðir. Munið ykkar eigin skip Íslendingar góðir. Mikið finnst mér freistandi að rifja upp meira af kveðskap snillinganna. Einhverju sinni munu fjórir af þeim hafa farið til Vestmannaeyja og ort þar kvöldstund í samkomuhúsinu. Voru það auk Sveins, Vísnaþáttur 569 Guðmundur, Helgi og Karl. Fyrsta fyrripart Sveins botnar Karl svo. Fold er þakin freðnum snjó finn ég tak í baki. Einn á skaki út á sjó og í makahraki. Næsta botn á Helgi Sæm. Heyri ég vorsins hörpuslátt hrím þó falli á jörðu. Veturinn mun víkja brátt þó vilji beita hörðu. Eitthvað minnir mig að Sveinn hafi verið að ávarpa mánann í næstu vísu sem Guðmundur Sig. botnar svo eðlilega. Ekki reynist öðrum ver oft þó væri hálfur. Því er best að blanda sér brennivínið sjálfur Eftir að hafa skráð niður þessa ágætu vísu fer hausinn á mér að hafa efasemdir. Efast ekki á nokkurn hátt um að rétt sé farið með botn Guðmundar. Rifjast þó upp að fyrir einhverjum árum birti ég vísu í þættinum sem ég taldi þá góðar heimildir fyrir að væri eftir Hauk Gíslason frá Eyvindarstöðum. Var hún svohljóðandi. Þegar maður orðinn er eitthvað meira en hálfur. Þá er best að blanda sér brennivínið sjálfur. Þarna kemur í ljós að nærri því er um sama seinnipart að ræða. Getur verið að menn yrki svo líkt. Bið lesendur að hafa samband ef þeir kannast við þessi dæmi. Enn staddur í Eyjunum góðu botnar Guðmundur svo vel fyrir Svein. Lít ég mey með lokka bjarta logi kviknar mér í brjósti. Sendi ég þér mitt sjúka hjarta síðar meir í bögglapósti. Ljúkum þessum skemmtilegheitum með botni Helga sem vel á við að ortar séu í Eyjum. Hetjuliðið hlakkar til að hrista af sér bölið. Veitir þreyttum þrótt og yl þjóðátíðarölið. Gaman að hafa möguleika á að leita til okkar ágæta Gríms Gísla með lokavísuna. Mun hún gerð í júníbyrjun 1983. Fýsir mig í fjallasal frjáls er þar minn andi. Þegar vakir vor í dal verður fátt að grandi. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Eljusemi, úthald, kjarkur og þor Tölvupósturinn Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi Á Atvinnulífssýningunni sem haldin var á Króknum um síðustu helgi var forsetaframbjóðandinn Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti með sýningarbás og kynnti framboð sitt og ræddi við gesti og gangandi. Hannes sem nýkominn er ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Noregi tók vel í að svara tölvupósti Feykis sem forvitnaðist lítillega um liðna helgi og baráttuna framundan. Hvernig fannst þér sýningin? Sýningin var bæði Skagafirði og öllum þeim sem að stóðu til sóma. Það er alveg ótrúlegt hversu mikil gróska er í atvinnulífi svæðisins. Fjöl- breytileiki var mikill og skemmtilegur. Skagfirðingar geta svo sannarlega vel við unað! Hvernig voru viðbrögð sýningargesta við framboði þínu? Ég er mjög ánægður við undirtektir sýningagesta. Fólk gaf sér tíma til að spjalla og það er mér mikils virði. Hver líðandi stundar og liðinna tíma. Og víðsýnn ætti nýr forseti þjóðarinnar að vera – eða hvað! Hvernig ætlarðu að haga kosningabaráttunni? Ég er á ferð um landið, bæði til að öðlast nýjan skilning á svo mörgu og til að safna undirskriftum. Ég stend í öllu þessu einn og þetta er mjög mikil vinna. Því vil ég nota tækifærið og biðja um stuðning frá öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á framboði mínu, þ.e. stuðning til að safna undirskriftum um gjörvallt land. Ég segi að ég standi einn að þessu, það er ekki allskostar rétt því ég er með „eigin samfylkingu“ með mér, þ.e. Charlotte og börnin okkar fjögur! Nú hafa tveir frambjóð- endur tekið afgerandi forystu miðað við skoðana- kannanir, Þóra og Ólafur Ragnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þú náir þeim í kjörfylgi? Ég veit að hverju ég geng og hingað til hefur allt farið á þann veg sem ég bjóst við. Á ferð minni um landið er ég alltaf að hitta fólk sem vissi ekki einu sinni að ég væri í framboði. Það segir mér að óháðir fréttaaðilar (RÚV) byrja um- fjöllun sína af forsetafram- bjóðendum fjórum vikum of seint. Hvernig „hlutdrægir“ fjölmiðlar haga sínum skrifum er þeirra mál. Mælist ég með 8–10 % fylgi upp úr miðjum júní þá trúi ég því að ég eigi þokkalega möguleika á kjöri. Ég trúi því að eljusemi, úthald, kjarkur og þor eigi upp á pallborð hjá kjósendum, og ekki minnst að fólk veit hverjir eru á bak við mig og framboðið. Þar er bara að finna Hannes, Charlotte, þeirra fjögur börn og kjósendur – engar gamlar átakalínur þar, nei! Að sjálf- sögðu verð ég að vinna fyrir hverju einasta atkvæði sem mér verður veitt – og ég vil ekki hafa það öðruvísi! Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? Ég vil þakka öllu því góða fólki sem hvetur mig áfram, öllum þeim sem hjálpa mér við það að víkka sjóndeildarhringinn og öllum þeim sem segja mér sögu sína. Það er eitthvað sem mun fylgja mér um ókomin ár! /PF einstaklingur lifir sínu eigin lífi og á sér eigin sögu. Saga hvers og eins rennur svo saman við sögur annarra einstaklinga og þannig verður þjóðarsálin til. Persónulega öðlast ég meiri víðsýni þegar ég hlusta á sögur fólks og álit þess á málefnum Fjölmargir gestir heimsóttu bás forsetaframbjóðandans Hannesar Bjarnasonar um helgina.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.