Feykir


Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 03.05.2012, Blaðsíða 11
17/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Hvað hefur þú gert og hvað á að gera í Sæluviku? [ spurt 2. maí á Króknum ] SIGURÐUR JÓNSSON -Því miður var ég að koma norður í nótt og ekki gert mikið. En ég á eftir að gera mikið, fara á opnun vefjarins í Bóknámshúsinu og fara á tónleika í Miðgarð. SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR -Ég fór á Atvinnulífssýninguna og tónleika hjá Contalgen Funural og ég ætla að fara á leikritið hjá Leikfélaginu og Multi Musica. JÓN KRISTINN SKÚLASON -Ég hef ekkert farið og ætla ekki að gera neitt, það er ósköp einfalt. ÓLA PÉTURSDÓTTIR -Hef ekki gert neitt vegna veikinda en ég ætla að sjá leikritið og kannski á ball með Sálinni.Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina á skilið að heyra einn góðann! Spakmæli vikunnar Mikil skáld eru dýrmætasti fjársjóður þjóðar. - Beethoven Mjaðveig Loftfríður stöðumælavörður í Hafnarfirði, áður mjaltakona í Flóanum, mætir alltaf á Sæluviku Skagfirðinga. Þar nýtur hún þeirrar hámenningar sem drýpur af hverju strái en hápunkturinn er þó auðvitað þegar hún mætir á tónleikana hjá kynþokkapiltunum í karlakórnum Heimi. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Það er ótrúlegt en rannsóknir benda til þess að moskítóflugur laðast að fólki sem nýlega hefur borðað banana. Og ekki er það síður ótrúlegt að mörgæs getur hoppað 6 fet upp í loft eða sem svarar um tveimur metrum. Sudoku ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Fanney og Óskar kokka Lambalæri á grillið Matgæðingar vikunnar eru þau Fanney Magnúsdóttir og Óskar Leifur Guðmundsson bændur á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Þau skora á Þór Sævarsson og Guðmundu S. Guðmundsdóttur frá Brúarhlíð í Blöndudal að koma með næstu uppskrift. FORRÉTTUR Pastaréttur 500 gr pasta salt smjörklípa 2 öskjur smurostur að eigin vali 1 stk Mexíkó ostur ½ l matreiðslurjómi mjólk eftir þörfum 2 bréf skinka 8 sneiðar pepperoni 2 paprikur Töfrakrydd frá Pottagöldrum ostur, rifinn AÐFERÐ: Byrjað er á því að bræða ostana. Bæta svo matreiðslurjómanum út í, í smáskömmtum og þynna með mjólk þar til hæfilegri þykkt er náð. Skerið skinku, pepperoni, papriku smátt og bætið út í. Kryddið með töfrakryddi. Hellið soðnu pasta í sigti og skolið vel með köldu vatni (lykil atriði). Allt sett í tvö eldföst mót; fyrst sósa, svo pasta og svo aftur sósa, að lokum rifinn ostur. Hita í ofni við 180°C í um það bil 15 mín. AÐALRÉTTUR Lambalæri á grillið Eitt vænt lambalæri hvítlauksolía 6 hvítlauksrif 1 búnt steinselja salt og pipar AÐFERÐ: Fituhreinsið lærið og penslið með hvítlauksolíu. Stingið hvítlauksrifunum í lærið, dreifið steinselju og pipar yfir og látið standa í nokkra klukkutíma. Áður en lærinu er skellt á grillið er það saltað og pakkað í álpappír. Lærið er grillað í 1½–2 tíma við meðalhita, eða eins og hver og einn vill. Á sama hátt má alveg eins steikja lærið í ofni. EFTIRRÉTTUR Skúffukaka 4 bollar hveiti 3 bollar sykur 4 msk kakó 200 gr brætt smjör 5 egg 1 bolli mjólk 1 bolli lagað kaffi 2 tsk natrón 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanillusykur 100-150 gr suðusúkkulaði AÐFERÐ: Engin kaka hefur verið eins oft bökuð á heimilinu og er alltaf jafn vinsæl. Öllu hráefni er blandað saman og hrært. Deiginu er hellt í skúffu og bakað við 180°C í 40 mín. Brytjað suðusúkkulaði yfir heita kökuna og látið standa í 10 mín. á meðan það jafnar sig yfir kökuna. Verði ykkur að góðu! Guðmar Magni og Hilmar Logi Óskarssynir finnst súkkulaðikaka mömmu sinnar afs- kaplega góð. Á myndinni má sjá drengina sigursæla á Kjördæmismótinu í skák þar sem Hilmar logi var efstur og hlaut 6 vinninga og Guðmar Magni var í öðru sæti.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.