Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 3
18/2012 Feykir 3 Kynntu þér hvað fólkið í landinu hefur að segja um frumvörpin: Landsbankinn áætlar að fyrirtæki með samtals yfir 4000 starfsmenn fari í þrot* *Samkvæmt áliti Landsbankans til atvinnuveganefndar Alþingis á frumvörpum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ein af fjölmörgum góðum ástæðum fyrir nauðsyn þess að eiga samráð við aðila í sjávarútvegi og vanda til verka við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kynntu þér málið. Queen og Bítlatónlist Karlakór Dalvíkur með rokktónleika í Miðgarði Laugardagskvöldið 19. maí nk. verður söngskemmtun í menningarhúsinu Miðgarði þar sem Karlakór Dalvíkur og Matti Matt syngja helstu lög hljómsveitanna The Beatles og Queen. Stjórnandi karlakórsins Guðmundur Óli Gunnarssson hefur útsett lögin og kynnir hann jafnframt dagskrána þar sem hann fléttar inn í kynn- inguna ýmsum fróðleiksmol- um sem tengjast þessum vin- sælustu hljómsveitum allra tíma. Hljómsveitin sem spilar með í Miðgarði er skipuð valinkunnum hljóðfæraleikur- um. Daníel Þorsteinsson leikur á píanó, Þórður Árnason gítar, Gunnlaugur Helgason bassa og Halli Gulli á trommur. Tónleikarnir eru þeir Karlakór Dalvíkur. Mynd: Ellert Þ. Júlíusson fjórtándu þar sem þessi dag- skrá er flutt og hafa yfir 3.000 áheyrendur komið á tónleika sem haldnir hafa verið í Salnum í Kópavogi, Menn- ingarhúsinu Hofi Akureyri og Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Í byrjun júní fer Karlakór Dalvíkur og allur þessi hópur til Færeyja þar sem tónleikar verða í Norður- landahúsinu í Þórshöfn. /aðsent Minningarnar halda áfram að streyma. Nú eru það árin 1965 og 1966 sem verða rifjuð upp. Sögusviðið er Skagafjörður – dægurlögin, tíðarandinn og sögur af fólkinu. GAMLA DAGA III MANSTU Skemmtun í tali og tónum Sýningar verða sem hér segir: Bifröst á Sauðárkróki 15. maí 2012 kl. 20:30 Bifröst á Sauðárkróki 17. maí 2012 kl. 20:30 Bifröst á Sauðárkróki 18. maí 2012 kl. 20:30 Höfðaborg Hofsósi 20. maí 2012 kl. 20:30 Sögumaður: Björn Björnsson Söngvarar: Dagbjört Jóhannesdóttir Róbert Óttarsson Aðgangseyrir kr. 2.000.- Miðapantanir í síma 453 5304, 891 6120 og 868 1875. Ath. kort ekki tekin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.