Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 5
18/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Sl. laugardag stóðu hinir síungu Molduxar fyrir öldungamóti í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki þar sem átta lið, tvö heima- og sex aðkomulið, börðust um að ná bikarnum góða. Leikið var í tveimur riðlum og háðu efstu lið þeirra, Molduxar og Skotfélagið frá Akureyri hörkurimmu í úrslitaleiknum. Skotfélagsmenn reyndust sterkari aðilinn í leiknum og náðu að landa sætum sigri á gestgjöfunum sem af stakri gestrisni gáfu eftir á síðustu mínútunum. Mótið þótti takast afar vel og mörg góð tilþrif sáust, engin alvarleg meiðsli á mönnum sem þó gengu margir stirðir til búningsklefa að móti loknu. /PF Molduxamótið í körfubolta Molduxar köstuðu frá sér sigrinum Eftir að sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar komst í gegnum forkeppni bikarkeppni KSÍ í fyrsta leik sumarsins með 1-0 sigri gegn á Hömrunum á Hvammstangavelli mættu þeir ofjörlum sínum í Boganum á Akureyri, Magna frá Grenivík. Fyrsta markið kom á 41. mín. er Hreggviður Heiðberg Gunnarsson setti boltann í markið fyrir Magnamenn og aftur á þeirri 67. Þá bættu þeir Ingvar Már Gíslason og Stefán Haukur Gunnarsson mörkum við nánast á sömu mínútunni undir blálokin á 89. og 90. mínútu og lokatölur 4 – 0. Þeir sem komust á skýrslu fyrir Kormák/Hvöt voru Jón Bene- dikts Sigurðsson sem fékk áminningu á 56. mínútu og Hörður Gylfason sem einnig fékk áminningu á þeirri 73. og stuttu síðar brottvísun. Þar með er bikardraumur Kor- máks/Hvatar úr sögunni. /PF Bikarkeppni KSÍ Kormákur/Hvöt mættu ofjörlum sínum Meistarar á skíðum Mikil og metnaðarfull starfsemi hjá Skíðadeild Tindastóls Glæsilegur árangur barna úr Skíðadeild Tindastóls náðist á Andrésar Andar leikunum sem haldnir voru 18. - 21. apríl síðastliðinn í Hlíðarfjalli við Akureyri. Fjöldi þátttakenda á leikunum var um 630 að þessu sinni á aldrinum 6–15 ára. Farið var með 35 keppendur á leikana sem stóðu sig allir með sóma. Fjögur verðlaunasæti voru skipuð keppendum úr Skíðadeild Tindastóls, þeim Maríu Finnbogadóttur sem varð Andrésar Andar meistari í stórsvigi 11 ára stúlkna og varði titilinn frá því í fyrra en hún hlaut einnig silfurverðlaun í svigi og Birnu Maríu Sig- urðardóttur sem varð þriðja í svigi 11 ára og fjórða í stórsvigi. Aron Már Jónsson varð áttundi í svigi 12 ára sem er einnig mjög góður árangur. Um fimmtíu börn og unglingar hafa æft skíði hjá Skíðadeild Tindastóls í vetur og þau koma bæði úr Skagafirði og Húnavatnssýslu, nánar til- tekið frá Sauðárkróki, Varma- hlíð, Skagaströnd og Blönduósi. Þjálfarar voru þeir Björgvin Björgvinsson, Gunnar Björn Rögnvaldsson, Snjólaug Jóns- dóttir, Sveinn Sverrisson og Vernharð Guðnason. Björgvin og Gunnar Björn gefa ekki kost á sér í þjálfun næsta vetur svo búið er að auglýsa eftir þjálfara. Æfingar í vetur voru mið- vikudaga til laugardaga og tvö mót í alpagreinum voru haldin á skíðasvæði Tindastóls; Baka- ríismótið og Steinullarmótið. Mikill hugur er í iðkendum alpagreina sem eru dyggilega studdir af foreldrum en foreldrafélag skíðabarna sér um Aron Már náði mjög góðum árangri í svigi 12 ára drengja. og rekur sjoppuna í fjallinu. Ágóðinn af rekstri hennar í vetur fór í að niðurgreiða gistikostnað fyrir keppendur á Andrésar Andar leikunum. Það er óhætt að segja að þetta er skemmtilegur og hressandi félagsskapur og hvetjum við fleiri til að koma og æfa með okkur næsta vetur. /AJG Skotfélagið sigraði Molduxamótið með Króksarann Stefán Hreinsson innanborðs (með bikarinn). Birna María krækti í bronsið í svigi 11 ára stúlkna. María Finnbogadóttir varð Andrésar Andar-meistari í stórsvigi 11 ára stúlkna. Myndirnar tók Þórir Ó. Tryggvason. Þriðjudeildarliðið Drangey á Sauðárkróki lék við KF í Fjallabyggð um helgina í bikarnum og fékk slæma útreið frá nágrönnum sínum hinumegin við Tröllaskagann. Á heimasíðu Tindastóls segir að leikurinn hafi byrjað illa, en slæm varnarmistök kostuðu Drangey mark á upphafsmínútum leiksins. Á 70. mínútu ná KF menn að skora sitt annað mark og þá misstu Drangeyingar móðinn eftir að hafa lagt allt í að jafna leikinn og ódýr mörk litu dagsins ljós og KF komnir með 5-0 forystu. Hilmar Kára náði að klóra í bakkann og minnka muninn eftir mikinn atgang í teig KF og lokatölur 5-1. Næsti leikur hjá Drangey er 20. maí á Sauðárkróksvelli gegn KFG. /PF Drangey úr leik í Bikarkeppni KSÍ Fengu slæma útreið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.