Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 18/2012 -Eftir fjögur ár í sömu vinn- unni í Danmörku langaði mig að gera eitthvað annað. Ég hugsaði um að fara í háskóla en gat ómögulega ákveðið hvað eða hvar ég vildi læra, svo ég ákvað að fara bara í ævintýri til að safna í reynslubankann. Það fyrsta sem mér datt í hug var að fara til annars lands og vinna í 1-2 ár, ég ákvað að athuga með að fara sem sjálfboðaliði til Suður-Ameríku og hafði samband við AUS (Alþjóðlega Ungmenna Sambandið). En að fara sem sjálfboðaliði utan Evrópu kostar frekar mikið og það var þá sem ég fann EVS. Að fara sem sjálfboðaliði í gegnum EVS er frítt, eða því sem næst, það þarf einungis að borga 10% af ferðakostnaðinum. Það er endalaust af verkefnum sem hægt er að sækja um, í næstum öllum löndum Evrópu. Um leið og ég fann þetta út fór ég strax að sækja um hin og þessi verkefni í hinum ýmsu löndum, segir Birgir en mest langaði hann þó að fara til Spánar í hitann en hann greip tækifærið þegar AUS auglýsti verkefni í Tékklandi og fór af stað. -Núna er ég að vinna sem Sjálfboðaliði í bæ sem heitir Prostějov í Tékklandi, í „upplýsingamiðstöð“ sem er staðsett í skóla að nafni CMG. Starf mitt felst aðallega í því að skapa afþreyingu fyrir almenning í bænum sem og fyrir börn og unglinga í skólanum. Ég er með enskutíma einu sinni í viku fyrir alla aldurshópa og tek þátt í íþróttum með krökkum þegar ég hef tíma. Ég hef haldið „juggling“ kennslu og margt fleira, segir Birgir en „juggling“ er sú list að halda hlutum á lofti eins og boltum eða keilum Birgir Freyr Gunnarsson ungur Sauðkrækingur hélt á vit ævintýranna úti í hinum stóra heimi, safnar í reynslubankann og ferðast um framandi lönd. Þegar hann náði 18 ára aldrinum fluttist hann til Danmerkur, stundaði þar vinnu í fjögur ár þar til ævintýraþráin dró hann áfram og núna vinnur hann sem sjálfboðaliði í Tékklandi. Birgir Freyr er sonur Guðrúnar Olgu Baldvinsdóttur á Sauðárkróki og Gunnars Freys Kristjánssonar sem býr í Danmörku og segir hann hér frá dvöl sinni í Tékklandi. Birgir Freyr Gunnarsson lét skemmtilegan draum rætast Ævintýri í Tékklandi líkt og fjöllistafólki er tamt að gera. Einnig skipulagði hann íslenskt kvöld, þar sem hann útbjó graflax, túnfisksalat og djöflatertu á íslenskan máta og allir fengu að smakka á meðan myndasýning frá Íslandi rúllaði á breiðtjaldinu. -Þá var farið í sjómann en ég virtist ekki kunna neina íslenska leiki og svo sýndi ég kvikmyndina Sódóma Reykjavík á breiðtjaldi með tékkneskum texta í lok kvöldsins. -Tékkland er æðislegt land og ég gæti ekki verið meira hamingjusamur með að vera hérna. Fólkið er mjög áhugasamt um að fá að heyra allt um Ísland og íslenska menningu og virðist vera mjög opið gagnvart útlendingum. Eini gallinn við Tékkland er að enska er ekki mjög vinsæl hérna. Flestir að minnsta kosti virðast kunna örlítið en eru hræddir eða feimnir við að tala hana. Langauðveldast er þó að tala við fólk undir 25 ára, því það kann nokkuð í ensku. En á móti þessum eina galla koma svo margir kostir, segir Birgir og telur upp ódýrt og gott áfengi, góðan mat, risa matarskammta á veitingastöðum, skemmtilegt fólk sem ekki er svo ósvipað Íslendingum, borgin Prag, og margt fleira. -En það allra besta er hvað fólkið hérna verður ánægt að hitta Íslending. Það virðist sem fáir hafi hitt Íslending og alla langar í ferðalag til Íslands. -Dæmi um það hvað fólk hér er opið fyrir útlendingum er þegar ég hitti eitt sinn fjórar manneskjur sem ekki voru frá þessum bæ en voru hérna vegna fjölskylduhittings. Ég hitti þau fyrir framan húsið mitt og þau báðu mig um að vísa sér á næsta pöbb en ég skildi ekki hvað þau sögðu og svaraði á ensku. Við byrjuðum að spjalla á ensku og það endaði með því að ég fór með þeim á pöbbinn og svo síðar í fjöldskyldupartíið sem af einhverjum ástæðum var með kommúnistaþema en fólkið var klætt eins og kommúnistar, segir Birgir sem var hæstánægður með veisluna. Stórt verkefni í vændum Nú er stærsta verkefni Birgis á næsta leiti en verið er að skipuleggja „Youth Exchange“ verkefni sem snýst um það að fá hóp af ungu fólki saman til að vinna að sameiginlegu markmiði. -Oftar en ekki er um ungt fólk að ræða með VIÐTAL Páll Friðriksson Það var hart barist í sjómanni á íslenska kvöldinu. Margt er að skoða enda landslagið fallegt og mannlífið gott.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.