Feykir


Feykir - 10.05.2012, Side 7

Feykir - 10.05.2012, Side 7
18/2012 Feykir 7 færri tækifæri en aðrir þó ekki sé um það að ræða nú. Unnið er að sameiginlegu markmiði með það í huga að veita þeim einhverskonar reynslu sem getur nýst þeim í framtíðinni. Einnig eiga verkefnin að kynna unga fólkinu fyrir annarri menningu og skapa meira umburðarlyndi gagnvart menningarháttum annarra þjóða. Það tók okkur rúmlega fimm mánuði að klára umsóknarferlið m.a. að ákveða hvað við hygðumst gera, skipuleggja það og skrifa umsóknina. Og í byrjun apríl fengum við þær góðu fréttir að Evrópusambandið hefði samþykkt verkefnið og mun styrkja það fjárhagslega. Svo núna erum við á næsta skrefi, að sjá til þess að allur undirbúningur fari fram og að allir aðilar sem koma að verkefninu viti nákvæmlega hvað skal gera næst. Birgir segir að verkefnið hafi verið nefnt „Multicultural Filmmaking“ (fjölmenningar- leg kvikmyndagerð) þar sem þema þess verði „Multi- culturism/Tolerance, [innsk. fjölmennig/umburðarlyndi] þar sem að aðal markmið verkefnisins verði að taka upp stuttmyndir og eða auglýsingar sem eiga að vinna gegn fordómum gagnvart menningu annarra. -Verkefnið verður unnið 22. – 29. júlí en við munum gista í skólavist í litlu þorpi í suðaustur Tékklandi. Þangað eigum við von á að fá hópa frá fimm löndum: Ítalíu, Rúmeníu, Frakklandi, Póllandi og Tyrklandi með unglingum á aldrinum 16 - 22 ára, ásamt hópstjórum. -Við verðum einnig með hóp frá Tékklandi svo samtals verða þrjátíu og sjö þátttakendur, níu leiðbeinendur og svo tveir skipuleggjendur, ég og annar sjálfboðaliði. Að verkefninu loknu munum við halda nokkrar sýningar í skólum en allir hóparnir þurfa að halda sýningar í sínum heimalöndum, þar sem stuttmyndirnar verða sýndar ásamt myndum frá vinnslu þeirra. Einnig verða stuttmyndirnar settar inn á YouTube og aðrar vefsíður, til þess að tryggja að við náum að dreifa útkomu verkefnisins eins vel og mögulegt er, segir Birgir sem lofar að láta vita til Íslands svo við getum einnig séð afraksturinn. Frá Íslandinu góða fær Birgir góðar kveðjur með von um að ævintýrið gangi sem best. Það er draumur að vera með… Multi musica Listir og menning Síðastliðið föstudagskvöld hélt Multi musica hópurinn tvenna tónleika í Bifröst undir yfirskriftinni Það er draumur að vera með dáta. Uppselt var á báða tónleikana og óhætt að fullyrða að gestir hafi skemmt sér konunglega undir tali og tónum tímenninganna sem dældu gleði af sviði Bifrastar. Í fyrra dreif Multi musica fólk með sér í heimsreisu með tónleikum og útgáfu á geisladisk með lögum víðs vegar að úr heiminum. Að þessu sinni var stílað inn á stríðsárastemninguna en lögin engu að síður úr mörgum áttum og lét forsöngvari Multi musica, Ásdís Guðmundsdóttir, sig ekki muna um að syngja á hinum ýmsu tungumálum af fádæma öryggi. Í bakgrunni voru hógværir tónlistar- menn með allt sitt á hreinu. Rögnvaldur Valbergs sá um hljómborð og nikkuleik, Jói Friðriks barði trommur og Margeir bróðir hans plokkaði bassa. Fúsi Ben sá um gítarleik og brassið var á vörum Sveins Sigurbjörns trompetmeistara og Alberts Sölva Óskarssonar saxasnillings en Albert var sérstakur gestur Multi musica á tónleikunum. Multi musica í fótspor Marlene Dietrich Meðal laga sem tekin voru má nefna Bei mir bist du Schein, White Cliffs of Dover, Lili Marlene, Rum and Coca Cola og Boogie Woogie Bugle Boy. Vera Lynn, Andrews Sisters og Marlene Dietrich voru því í öndvegi í Bifröst en eins og fram kom í máli Írisar Baldvinsdóttur þá er fullyrt að Merlene Dietrich hafi komið fram á tónleikum í Bifröst fyrir breska hermenn og gist á Hótel Tindastóli. Íris söng bakraddir ásamt Jóhönnu M. Óskarsdóttur og Ólöfu Ólafsdóttur og kynnti lögin og greindi skilmerkilega frá stríðsáraástandinu á Króknum og víðar. Hvað um það – tónleikagestir voru yfir sig ánægðir og var stemningin í Bifröst örugglega ekki síðri nú en fyrir um 70 árum síðan þegar Marlene steig á fjalirnar í Bifröst. /ÓAB Multi musica í miklu stuði í Bifröst. Frá vinstri: Sveinn, Jóhanna, Albert, Íris, Fúsi, Ólöf, Ásdís, Jóhann, Margeir og Rögnvaldur. Vinakveðjur bárust víða Fléttan og Vinaverkefnið eru einstök verkefni Fjölmargir gestir atvinnulífssýningarinnar Lífsins gæði og gleði áttu möguleika á að kynna sér Vinaverkefnið og Fléttuna. Þar sögðu Selma Barðdal, stjórnandi Vinaverkefnisins, og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, forstöðukona Húss frítímans, gestum frá hlutverki verkefnanna en einnig stóð til boða að senda vinakveðjur hvert á land sem er, og jafnvel út fyrir landsteinanna ef því er að skipta. „Við vildum kynna verkefnin á skemmtilegan og jákvæðan máta,“ segir Sigríður í samtali við Feyki. Hugmyndina segir hún hafa vaknað þegar þær voru að undirbúa básinn fyrir sýninguna. „Ég var nýbúin að fá þakkarkort frá Barnamenn- ingarhátíð og á hugmyndin rætur sínar þaðan – að bjóða fólki að senda vinum og vandamönnum vinakveðju. Um leið myndum við kynna verkefnið og sýna lands- mönnum hve einstakur og flottur Skagafjörður er,“ útskýrir Sigríður en kortið var skreytt með fallegri mynd, ásamt lógóum verkefnanna. Bæði verkefnin hafa nú þegar vakið athygli og verið verðlaunuð fyrir gott framtak. Þess má geta að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra var stödd á Sauðárkróki í síðustu viku til að kynna sér Vinaverkefnið, en það hefur það að leiðarljósi að ekkert barn í Skagafirði upplifi vinalausa æsku. Hlutverk Fléttunnar er að efla nær- þjónustu fyrir langveik börn og börn með ADHD/ADD í Skagafirði, með áherslu á fræðslu og stuðning fyrir foreldra og starfsfólk sem sinnir þeim börnum. Þar starfar fimm manna sértækur hópur sem er reiðubúinn að hjálpa til og grípa inni í ef þörf krefur, sem Sigríður segir vera afar sérstakt í ljósi þess að hér sé ekki um félagsþjónustu að ræða. „Á atvinnulífssýningunni fengum við mikið af ungu barnafólki til okkar sem hreifst af verkefnunum en þar hafði aðkomufólk einnig orð á því hve vel væri haldið um börnin okkar og fannst mikið til þess koma,“ útskýrir Sigríður. Á sýningunni skrifuðu um 350 manns vinakveðjur og að sögn Sigríðar var fullorðið fólk þar í miklum meirihluta og kom það þeim nokkuð á óvart. „Þó nokkuð mörg börn sendu líka vinakveðjur en við þurftum svolítið að útskýra fyrir þeim út á hvað þetta gengur og þýðingu þess að senda póstkort. Börn eru náttúrulega ekki vön því nú orðið,“ segir hún. „Þarna sköpuðust einnig skemmtilegar umræður og fólk rifjaði upp hve skemmtilegt það hafði verið að fá póstkort og hve langt síðan þau fengu kort síðast,“ bætir Sigríður við. Nokkrar mömmur í Skaga- firði segir hún líklega hafa fengið kort frá unglingsstrák- um sínum inn um lúguna, og jafnvel margar ömmur og afar líka. „Okkur finnst afar skemmtileg tilhugsun hve mikið af þessum kortum eiga kannski eftir að enda uppi á ísskáp eða á veggjum fólks víða um land,“ segir Sigríður í lokin. /BÞ Sigríður og Selma á leið með vinakveðjurnar á pósthúsið.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.