Feykir


Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 10.05.2012, Blaðsíða 9
18/2012 Feykir 9 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Ólöf og Árnþór kokka Bökur úr bakgarðin- um og veitt í soðið Árnþór Magnússon og Ólöf Sigurbjartsdóttir frá Sólbakka í Húnaþingi vestra eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni. Þau skora á bændurna í Miðhópi í Víðidal, þau Óla og Stínu (Ólaf Benediktsson og Kristínu Guðmundsdóttur) að koma með næstu uppskriftir. „Húsmóðirin hér er með græna fingur og eigum við ekki að segja að húsbóndinn njóti góðs af, fær mikið af heilsusamlegu grænmeti í hinum og þessum réttum sem henta jafnt í forrétti og létta aðalrétti.“ FORRÉTTUR Spínatbaka 200 g smjördeig, tilbúið 1 lauk 100 g beikon 3-4 hvítlauksrif 400-500 g spínat ½ tsk múskat 2 egg 1 dl matreiðslurjómi 200 g ostur, rifinn salt og pipar eftir smekk AÐFERÐ Við ákváðum að velja spínatböku sem forrétt, hún er gjarnan matreidd þegar kemur fram á sumar og spínatuppskeran í hámarki. Deigið er flatt út og sett í smurt bökuform. Laukurinn og hvítlaukurinn er saxaður, beikonið skorið í litla bita og þetta er léttsteikt saman á pönnu. Spínatið er saxað niður og bætt út á pönnuna, steikt aðeins meira og múskati bætt saman við. Pannan er tekin af hellunni og ef mikill vökvi er á henni er honum hellt af. Ostinum er hrært saman við, hann á helst aðeins að bráðna. Þá er fyllingin sett á deigið. Þá er að hræra saman egg og rjóma og krydda eftir smekk með salti og pipar, hella yfir fyllinguna og baka við u.þ.b. 180°C í 35 til 40 mín. Gott er að hafa með þessu Hvít- lauks- og agúrkudressingu (lítil dós grísk jógúrt, nokkrar brytjaðar sneiðar af agúrku og 2 pressuð hvítlauksrif) eða aðra þá dressingu sem viðkomandi er hrifinn af. AÐALRÉTTUR Bakaðir þorskhnakkar Fyrir 6 manns 120 gr smjör safi úr einni sítrónu 5-10 gr salt (eftir smekk) svartur pipar, malaður 1 msk steinsselja 3-4 hvítlauksrif, söxuð 10 gr sítrónupipar (eftir smekk) 1 teningur kjúklingakraftur AÐFERÐ Við erum bæði mikið fyrir fiskmeti og aðalrétturinn okkar ber keim af því. Best þykir okkur að komast á sjóinn á kajökunum og veiða í soðið, þannig bragðast maturinn allra best. Í aðalrétt teflum við fram bökuðum þorskhnökkum, krydduðum með hvítlauk og sítrónu. Hér gæti einhvern verið farið að gruna að okkur þyki hvítlaukur góður og jú, það verður bara að viðurkennast. Ofninn er hitaður í 175°C. Matreiðslan er þannig að smjörið er brætt í potti á miðlungshita, þegar það er bráðið er sítrónusafanum, salti, pipar, steinselju og hvítlauk bætt út í. Suðan er látin koma upp og hrært í pottinum af og til í u.þ.b. 10 mínútur eða þangað til þetta fer að þykkna aðeins. Þá er kjúklingateningnum bætt út í. Þorskhnakkarnir eru settir á bökunarplötu með bökunarpappír undir og helmingnum af bráðna smjörleginum er penslað yfir og kryddað með sítrónupipar. Einnig AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR Jöfnun rafmagns- og húshitunarkostnaðar Með tilliti til byggðasjónar- miða og jafnræðis til búsetuvals, er ekki verjandi að verð á jafn mikilvægum nauðsynjum og rafmagni og heitu vatni til húshitunar skuli vera jafn breytilegt milli landsvæða og raun ber vitni. Það er nauðsynlegt að endur- skoða núverandi löggjöf og hefur Framsóknarflokkurinn lagt fram á Alþingi tillögur um hvernig jafna megi búsetu- skilyrði hvað þennan þátt snertir. Jöfnunarkerfið virkar ekki í dag Núgildandi kerfi við jöfnun rafhitunar virkar þannig að iðnaðarráðherra ákveður upp- hæð niðurgreiðslna eftir sam- þykkt fjárlaga ár hvert. Slík ákvörðun er ekki einföld þar sem endurskoðunarákvæði niðurgreiðslu á hverja kílóvattstund er ekki bundin fyrirfram gefnum ramma og þarf því að byggjast á mati. Kerfið er þungt í vöfum og með því að ráðherra ákveði tiltekna fjárhæð fyrir ákveðið tímabil, nær kerfið ekki að mæta örum breytingum á verði nema með sífelldri endurskoðun. Dreifing raforku er niður- greidd á nánar tilgreindum svæðum með það að markmiði að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda. Ráðherra ákveður í reglugerð ákveðna krónutölu á hverja kíló- vattstund sem niðurgreiðsla dreifingarkostnaðar á að vera og þarf í þeim efnum að reyna að sjá fyrir verðþróun komandi mánaða. Reynist mat ráðherra ekki rétt þarf að breyta reglugerðinni í samræmi við þróunina. Af þessu má sjá að kerfinu er í raun handstýrt af ráðherra og ber það þess merki að verið er að elta óhjákvæmilegar verðlagsbreytingar. Það hefur það m.a. í för með sér að kostnaður notenda á þeim svæðum þar sem dreifing raforku er niðurgreidd hefur aukist vegna þess að niðurgreiðslan hefur ekki náð að halda í við verðþróun. Jöfnunarsjóður vegna húshitunar- og raforkukostnaðar Við höfum fyrirmynd af því hvernig hægt sé að tryggja jöfnuð án beinnar aðkomu ráðherra eða ríkisstjórnar. Í dag er starfræktur flutnings- jöfnunarsjóður olíuvara sem er fjármagnaður með sérstöku flutningsjöfnunargjaldi á allar olíuvörur sem fluttar eru til landsins. Neytendastofa ákv- eður á þriggja mánaða fresti hversu hátt gjaldið er og skal gjaldið nægja til að greiða flutningskostnað á olíuvörum milli staða innan lands. Þær tillögur sem Framsóknar- flokkurinn hefur lagt fram á Alþingi fela í sér að komið verði á fót sambærilegum jöfn- unarsjóði fyrir húshitunar- kostnað og kostnað við dreifingu á raforku. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn yrði fjármagnaður með jöfnunar- gjaldi á hverja framleidda einingu af orku, raforku eða jarðvarmaorku, sem næmi þeim kostnaði sem nauðsyn- legur er á hverjum tíma til að niðurgreiða að fullu húshit- unarkostnað og kostnað við dreifingu raforku. Þannig væri mögulegt að ná fullkominni jöfnun á kostnaði á landsvísu. Nái tillagan fram að ganga yrði skref stigið í rétta átt varðandi aukið byggðajafnrétti á Íslandi. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins er gott að mylja svolítinn svartan pipar yfir í leiðinni. Plötunni er síðan lokað með álpappír. Þetta er bakað í ofni í 15-20 mín. og fylgjast þarf vel með í lok tímans svo þorskurinn ofeldist ekki. Afganginum af smjörinu er haldið heitu og notað til að bera fram með fiskinum. Með hnökkunum er afbragðs- gott að búa til kartöflustöppu úr kartöflum, smjöri, rjóma og dijonsinnepi. Gott hvítvín með fiskinum skemmir heldur ekki fyrir. EFTIRRÉTTUR Rabbabarabaka 400 gr rabbabari 2 egg 1 dl hveiti 2 ½ dl sykur 1 ½ dl púðursykur 50 gr smjör (þarf að vera mjúkt) 1 ¾ dl hveiti AÐFERÐ Eftirrétturinn er úr garðinum eins og forrétturinn en fátt jafnast á við þessa rabbabaraböku með vanilluís eða þeyttum rjóma, hún er algert æði. Rabbabari er brytjaður fremur smátt og settur í smurt eldfast mót/form. Egg, hveiti og sykur er hrært létt saman og sett yfir rabbabarann. Þá er púðursykri og smjöri (þarf að vera mjúkt) hrært saman og út í það bætt hveiti þannig að hræran verði svona „mulningur“ sem er stráð yfir deigið. Þetta er síðan bakað við 200°C í u.þ.b. 45 mín. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.