Feykir


Feykir - 16.05.2012, Qupperneq 4

Feykir - 16.05.2012, Qupperneq 4
4 Feykir 19/2012 FRÁ LESENDUM EMMA SIF BJÖRNSDÓTTIR, GUÐRÚN HALLDÓRA ÞORVALDSDÓTTIR OG LÍNA DÖGG HALLDÓRSDÓTTIR SKRIFA Til þeirra er málið varðar Við undirritaðar skorum hér með á stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hlutast til um að sundlaugin á Hofsósi hafi lengri daglegan opnunartíma. Við sjáum veruleg tækifæri í því að lengja opnunartímann, bæði fyrir íbúana á staðnum en ekki síður fyrir hinn mjög svo vaxandi fjölda ferða- manna sem leggur hingað leið sína, eða nemur hér staðar á leið sinni annað, enda hefur orðspor laugarinnar, m.a. vegna glæsileika borist víða. Þessa urðum við sérstaklega varar um síðustu páska þegar fjöldi fólks dvaldi hér um hátíðina, en einnig mjög marg- ir sem sóttu t.a.m. á skíða- svæðin á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík kom hingað, ætlaði sér í sund, en kom að lokuðum dyrum. Á Skírdag var opnun frá kl. 17:15 til 20:15, og mun fjöldi gesta á þessum tíma liggja fyrir í tölvukerfi Frístundasviðs, en að mati starfsfólks laugarinnar voru gestir um 200 á þessum stutta tíma. Á annan Páskadag var opnunartími sá sami, en þeir dvalargestir sem hér voru og vildu bregða sér í laug áður en lagt var af stað heimleiðis áttu þess ekki kost, enda langt að fara fyrir flesta. Starfsfólk sundlaugarinnar hefur þurft t.d. um helgar að biðja gesti að fara úr laug á miðjum degi þegar veður er gott, skjólgott á bakkanum, fólk í fríi, en einnig að vísa fólki frá vegna þessa stutta opnun- artíma. Af þessu er greinilegt að þörfin er mikil og því er þessi áskorun komin fram, - um lengri opnunartíma. Þá má ætla að veruleg fjölgun gesta létti á rekstri þessarar heilsu- lindar. Síðastliðið sumar var opnunartími styttur frá því að vera kl. 7:00 árdegis í það að vera frá kl. 9:00 árdegis til verulegs óhagræðis fyrir þann hóp fólks sem vill hefja daginn með góðri sundferð. Nú höfum við séð upplýsingar frá Frí- stundasviði um að opnunin eigi að vera frá kl.10:30 árdegis og finnst okkur það algerlega ótækt. Búið er að taka út fastan, nokkuð fjölmennan hóp sem áður kom snemma og nýtti tíman vel áður en örtröðin hófst. Okkar ósk er að sundlaugin verði opin frá kl. 9:00 árdegis til kl 21:00 alla daga vikunnar, til að mæta þörf íbúanna hér og úr nærumhverfinu, en ekki síður þeirra fjölmörgu sem eru hér á ferð á tímabilinu frá byrjun maí til loka september. Við bendum á mikla aukn- ingu t.d. þeirra Akureyringa sem leggja leið sína um Héðins- fjörð, inn Skagafjörð og um Öxnadalsheiði heim, en fjöl- margir slíkir komu hér við á síðasta sumri og skruppu í sund á miðjum hring. Við búum að því, að hafa hér nýlegan og glæsilegan sundstað, sem unnið hefur til verðlauna fyrir hönnun, og er talinn einn fegursti og best hannaði sund og heilsustaður landsins. Einmitt þess vegna finnst okkur fráleitt að nýta ekki þessa perlu í annars stór- brotnu umhverfi Skagafjarðar. Virðingarfyllst og með fyrirfram þökkum, Emma Sif Björnsdóttir Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir Lína Dögg Halldórsdóttir AÐSENT SIGURJÓN ÞÓRÐARSON SKRIFAR Finnst fólki þetta í lagi? Á síðasta ári var tapið á rekstri sveitarfélags Skagafjarðar 270 milljónir króna. Upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins gefa til kynna að enn sé að halla á ógæfuhliðina og að hallinn í ár verði um 400 milljónir króna. Það eina rétta fyrir ábyrga stjórnendur væri að beita sér fyrir umræðu meðal íbúa um stöðuna og skapa með því hóflegar og raunhæfar vænt- ingar um hvers megi vænta í þjónustu. Sömuleiðis er nauð- synlegt að virkja stjórnendur í Sveitarfélaginu með í mark- vissa vinnu sem miðaði því að láta enda ná saman í rekstr- inum. Í stað þess að gera framangreint þá sitja þeir sem ráða för í sveitarfélaginu Skagafirði á löngum fundum þar sem umræðuefnið er eitt - stórframkvæmdir við Árskóla. Framkvæmdirnar munu vissu- lega bæta verulega kennslu- aðstöðu en mega vel bíða. Það blasir við hverjum þeim sem flettir í gegnum reikninga sveitarfélagsins að núverandi rekstur stendur ekki undir þeim skuldum sem verið er að glíma við. Finnst fólki það virkilega í lagi að bæta verulega í skuld- irnar þegar það er kristaltært að það er ekki ráðið við núverandi skuldir? Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Skagafirði Lumar þú á skemmtilegri frétt eða frásögn? Eða flottri mynd? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Krakkahornið Tíndu steina og seldu Ég og Rebekka vinkona mín ákváðum að tína steina í fjörunni og selja þá til styrktar Magnúsi. Við fórum í fjöruna og tíndum fullt af steinum sem við hreinsuðum og þvoðum. Svo fórum við og fengum að selja þá við Hlíðarkaup og Skagfirðingabúð og seldum fullt af þeim. Vinkonur okkar, Krista og Kristín, komu og hjálpuðu til við að selja þá og okkur gekk mjög vel. Sumir vildu ekki steinana heldur gáfu bara pening og fengum við alls 6262 krónur. Takk fyrir að hjálpa okkur að styrkja Magnús. Eyvör Pálsdóttir Íþrótta- og tómstundanefnd Skagafjarðar Sundlaugin á Hofsósi opin frá 9 – 21 alla daga í sumar Íþrótta- og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur orðið við áskorun um breyttan opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi og samþykkti tillögu Frístundastjóra um að hafa laugina opna frá kl. 9 – 21 alla daga vikunnar í sumar, þ.e. frá 1. maí - 31. ágúst. Í bókun 185. fundar nefndarinnar frá 11. maí sl. segir: „Frístundastjóri leggur til að sundlaugin verði opin í sumar, frá 1. maí - 31.ágúst, alla daga frá klukkan 9 - 21 og látið reyna á að rýmri opnun, meiri markaðssetning og kynning á lauginni muni skila henni enn meiri tekjum sem réttlæti lengri afgreiðslutíma. Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillöguna. Ákveðið er að fara yfir árangur þessa markaðsátaks og áhrif á fjárhags- áætlun að loknu sumri.“ Breyting á opnunartíma er háð samþykki frá Byggðarráði. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.