Feykir


Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 5
19/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Karlalið Tindastóls lék sinn fyrsta leik í 1. deildinni þetta árið sl. laugardag er liðið heimsótti Hauka á Schenkervellinum að Ásvöllum. Þrátt fyrir góða baráttu Tindastóls, marktækifæri og skot í tréverkið náðu þeir ekki að koma boltanum í netið en Haukarnir hins vegar tvisvar. Donni þjálfari var ánægður með leik liðsins þrátt fyrir tap og segir hann vinnuframlag leikmanna til fyrirmyndar. -Menn gáfu allt í verkefnið en við fengum á okkur ódýrt mark beint úr horni rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Ég hugsa að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef við hefðum náð að halda núllinu fram að hálfleiknum því við vorum sterkari í fyrri hálfleik. Komum fínir til leiks í seinni hálfleik og fengum óbeina aukaspyrnu innan þeirra teigs og Fannar Freyr skaut í þverslána. Eftir það ná Haukarnir smá yfirhönd án þess þó að skapa sér nokkuð færi á okkur, segir Donni en honum fannst liðið jafn líklegt til að jafna eins og Haukarnir að bæta við enda leikurinn í járnum. Það er síðan vendipunktur að mati Donna þegar Arnari Magn- úsi markmanni Stólanna er vikið af velli (fyrir að sýna áhangendum Haukanna nöglina á löngutöng eftir að hafa þurft að þola háðsglósur frá þeim) en eftir það var leikurinn mjög erfiður. Haukar skora svo mark í blá- lokin eftir að þeir taka stutt horn og spila sig inn í teig Stólanna. Sumarið leggst vel í Donna og hann sáttur við hópinn. -Allir þeir sem koma að þessu hafa lagt mikla vinnu á sig og eru tilbúnir í að takast á við þessa gríðarsterku deild. Ég er sannfærður um að við getum staðið okkur mjög vel og hef fulla trú á leikmönnunum. Hópurinn er skipaður ungum og metnaðarfullum leik- mönnum í bland við nokkra aðeins eldri. Það er mikil samstaða í hópnum og ég tel að það geti fleytt okkur langt. Við höfum fengið til okkar sjö nýja leikmenn og þeir hafa allir komið vel inn í okkar skemmtilega hóp. Þrettán leikmenn af okkar tuttugu manna hópi eru heimamenn og við erum mjög ánægðir með það. Þetta er hópur leikmanna sem á að geta staðið sig vel í öllum leikjum í sumar. Fyrsti heimaleikur Tinda- stóls er nk. laugardag gegn Víkingi frá Ólafsvík og vonar Donni að sem flestir sjái sér fært að mæta og styðja liðið áfram. -Það voru flottir aðilar sem studdu okkur á móti Haukum og þar unnum við stúkuna. Arnar Magnús markvörð- ur Stólanna baðst afsökunar á hegðun sinni og spila- mennsku í leiknum á Fés- bókarsíðu sinni eftir leikinn á laugardag. „Langt frá því sem ég er og get, en liðið spilaði vel og ef ég hefði verið á sama leveli þá hefðum við fengið a.m.k. stig út úr þessu en fall er fararheill. Ég hef ekki sagt mitt síðasta inná vellinum í sumar. Áfram Tindastóll“, skrifar þessi efnilegi framtíðarmark- maður Tindastóls. /PF Knattspyrna :: Tindastóll Donni ánægður með hópinn Önnur plata Joe Dubius Rainy Day in the Park Fyrir skömmu kom út platan Rainy Day in the Park með Joe Dubius (Andri Már Sigurðsson). Rainy Day in the Park er önnur platan með Joe Dubius en fyrsta plata hans Matartíminn kom út 2010. Báðar plöturnar voru teknar upp í Stúdíó Benmen. Andri er einnig söngvari og gítarbanjóleikari í hljómsveitinni Contalgen Funeral. Gísli Þór Ólafsson settist niður með Andra og kannaði málið. Hvenær hófst áhugi á tónlist? -Áhugi minn á tónlist byrjaði fyrir alvöru þegar ég heyrði Ísbjarnar- blús með Bubba Morthens. Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær, ég lá á stofugólfinu og var nýbúinn að fatta hvernig ætti að meðhöndla plötuspilara án þess að tortíma nálinni og þegar ég heyrði lagið „Ísbjarnarblús“ þá breyttist eitthvað í hausnum á mér, ég vildi vera eins og Bubbi, hann varð mitt átrúnaðargoð næstu árin sem gæti útskýrt af hverju ég er óvirkur alki í dag. Og fórstu að semja tónlist upp frá því? -Ég er ekki alveg viss hvernig tónlistarsköpun mín byrjaði. Oftast var það þannig að maður var að spinna einhver lög upp á staðnum í partýum og svoleiðis. Svo einn daginn keypti ég mér bók og byrjaði að skrifa þetta allt niður og nokkrum bókum seinna er ekki aftur snúið. Hvernig koma lögin, hvaðan spretta þau? -Lögin koma einhvern veginn bara af sjálfu sér, t.d. ef eitthvað hefur komið fyrir mig eða vakið áhuga minn þá bara koma þau. Stundum lendi ég þó í því að textinn verður of langur eins og þegar maður skrifar kannski 12 blaðsíður og svo velur maður það sem manni líst best á eða það sem á við hverju sinni. Ertu að segja eitthvað með lögunum þínum/textum? -Já, ég reyni alltaf að segja eitthvað með textunum og finnst að þeir verði að vera frekar auðskiljanlegir. Ég er ekki mikið fyrir að tala undir rós, annars er það mikið komið undir hlustandanum hvernig hann túlkar lagið og hvort hann tengir textann við eitthvað sem hefur drifið á daga hans. Núna er komin út platan Rainy Day in the Park, þín önnur plata, en þú gafst út Matartímann árið 2010 - er eitthvað sem einkennir þessa nýju plötu? -Matartíminn var á íslensku, prentuð í hundrað eintökum og aðeins seld hjá Bjarna Har. Það er ekki hægt að fá Matar- tímann í dag held ég, nema Bjarni lumi á einhverjum eintökum. Rainy Day in the Park er mun vandaðari gripur, svona hálfgert uppgjör við fortíðina, tók lengri tíma í vinnslu og meira lagt í allt ferlið. Það sem einkennir Rainy Day in the Park er einlægni og að koma til dyranna eins og maður er klæddur, en svo verður fólk bara að dæma sjálft þegar það er komið með plötuna í hendurnar. Hvernig var samstarfið við Fúsa? -Ég verð bara að byrja á því að segja hvað fólk í Skagafirði er heppið að eiga mann eins og Fúsa Ben og að án hans hefði þessi plata ekki orðið eins góð eða hvort hún hefði orðið til yfir höfuð. Fúsi er ómissandi þáttur í Skagfirsku tónlistarlífi eins og flestir ættu að vita. Það er varla hægt að hugsa sér betri mann til að vinna með, hann gerir allt af heilum hug og ég á klárlega eftir að taka upp fleiri plötur hjá honum, þar sem hann er búinn að koma sér vel fyrir í gamla Tengils húsinu. Ef þú ert að velta fyrir þér að taka eitthvað upp er Studio Benmen klárlega málið. Er einhver saga á bakvið nafnið Joe Dubius? -Ég man ekki alveg hvernig þetta nafn kom til, þetta varð til á þeim árum sem ég bjó í Reykjavík og einhvern veginn hefur þetta alltaf fylgt mér, hvort sem ég er kallaður Andri Dúbíus eða Joe Dubius, það skiptir mig voða litlu máli. Hvað er framundan? -Það er margt á döfinni, ég er á leiðinni til Frakklands að hitta kærustuna mína og spila nokkra tónleika, svo verður maður að reyna að selja plötuna og fylgja henni eftir. Svo er líka að koma plata hjá Contalgen Funeral og verður henni fylgt eftir með tónleikahaldi og tilheyrandi. Við erum komin inn á nokkrar tónlistarhátíðir í sumar, t.d Gæruna, Bræðsluna og einhverjar fleiri þannig að það verður nóg að gera í sumar. Svo getur verið að Joe Dubius birtist hér og þar um landið böskandi með diska til sölu, hver veit. /GÞÓ Donni þjálfari fagnar sæti í 1. deild síðasta sumar eftir sigur á Húsvíkingum á Króknum. Joe Dubius. Mynd: A.L Le Pellec

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.