Feykir


Feykir - 16.05.2012, Síða 9

Feykir - 16.05.2012, Síða 9
19/2012 Feykir 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Held að rétt sé með farið að sá ágæti Bjarni úrsmiður frá Gröf í Víðidal sé höfundur að þessari. Gleðinnar ég geng um dyr guð veit hvar ég lendi. En ég hef verið fullur fyr og farist það vel úr hendi. Önnur kemur hér eftir Bjarna. Á öllu virðast álit tvenn að því mætti grínast. Það eru býsna margir menn minni en þeir sýnast. Einhverju sinni er rætt var um víxla og skuldunauta orti Bjarni. Það eru margir dauðir sem einu sinni hlógu. Alltaf þessi sami fjandi þarf að henda mann. Þeir verða Guði að borga sem víxil lífsins slógu. Það virðist ekki nokkur leið að geta svikið hann. Á síðastliðnu ári var liðin öld frá fæðingu Ingimars Bogasonar á Sauðárkróki. Af því tilefni gáfu synir hans út myndarlega bók með ljóðum hans og vísum. Hef ég nú eignast þessa ágætu bók og langar til að birta nokkrar vísur úr henni. Af sér margur finnst mér frí og furðu kjaftaglaður. Kvennamálum er ég í oftast gæfumaður. Vel hugsar Ingi til sveitarinnar í næstu vísu. Unga fólkið er af mergi er ég hiklaust bestan veit. Frjálsa lífið finnst mér hvergi fegurra en upp í sveit. Næst yrkir Ingi um trú sína á unga fólkið. Í æskufólksins barmi býr byrgður, falinn eldur. Aflið sem hann áfram knýr engum kvíða veldur. Mikið væri gaman ef hægt væri að hitta í dag, skvísuna sem Ingi er að lýsa í þessari ágætu vísu. Utan á sér allri ber „En hvað það er gaman“. Vör um sig að aftan er en alveg spök að framan. Þakka ég fyrir að fá til eignar þessa ágætu bók Inga. Það er María Bjarnadóttir sem er höfundur að þessari ágætu hringhendu. Stakan óðum tapar tryggð týnast ljóða vinir. Auðga þjóð um Íslandsbyggð aðrir gróður – hlynir. Vísnaþáttur 570 Önnur hringhenda kemur hér eftir Maríu. Eldar brunnu oft í sál orðin runnu víða. Ferskeytlunnar munamál margir kunnu að þýða. Ef ég fer rétt með höfund að næstu vísu, hefur Óli í Forsæludal verið eitthvað argur út í samferðarmann á lífsins leið er hann orti svo. Enginn mun þig öflug trú upp í hæðir bera. Hattbörðin ef heldur þú himins takmörk vera. Þrátt fyrir að við hér á Norðurlandi höfum nokkuð góðar vonir um fallegt vor, er gott á þeim tímamótum að heyra næst frá Ósk Skarphéðinsdóttur á Blönduósi. Kvöldin lengjast. Vantar vor. Vakir þrengjast. Bilar þrekið. Samt mín gengin gæfuspor getur enginn frá mér tekið. Næst flýgur í huga þessi magnaða vísa Gísla Ólafssonar Aldrei náinn vekur vor vonar þráin sefur. En – það á fáein farin spor flest, sem dáið hefur. Önnur hringhent kemur í hugann eftir Gísla. Tímans grandast tál og skraut trúar blandast rökin. Hinsta vandans þyngst er þraut þrjú eru andartökin. Verð að játa öfund mína í garð þeirra snill- inga sem geta ort svo laglega hringhendu. Höfundur Hjörtur Gíslason á Akureyri. Ekki er vandi að yrkja ljóð eða blanda geði, þegar landi og fögur fljóð fylla andann gleði. Áfram heldur Hjörtur. Þegar hnígur sól að sæ og svanir vorsins kvaka. Lokkar húmið burt frá bæ börn sem þrá að vaka. Í barnsminni er mér, í lok Stafnsréttar eitt haust er þeir félagar Hjörtur Gísla, Rósberg og Bjarni úrsmiður komu að Brattahlíð og Hjörtur faðmaði og kreisti ömmu mína svo fast að ég hélt að hún biði þess ekki bætur og hrópaði: Að vera eða vera ekki. Gott að enda með fallegri hringhendu eftir þann snilling. Vorsins myndir vísu bind vakna yndishljómar. Geisla sindra, glóir lind gull á tindi ljómar. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Einhverra hluta vegna fór það algerlega framhjá mér þegar útför Gunnhildar A. Magnúsdóttur fór fram hér á Sauðárkróki laugar- daginn 5. maí, s.l. Ég hefði svo sannarlega viljað fylgja þessari heiðurskonu síðustu metrana hér á jörð. Það vill svo til að ég tók viðtal við hana sem birtist í ritinu „Með söng í hjarta” og gefið var út í tilefni 60 ára afmælis Kirkjukórs Sauðárkróks. Þar segir hún sjálf á svo skemmtilegan og lifandi hátt, frá veru sinni í Kirkjukórnum, sem var henni svo mikils virði. Nú veit ég að þetta rit er ekki víða til og vil ég því birta hér úr því smá kafla Gunnhildur A. Magnúsdóttir, fæddist á Sauðárkróki 27. apríl 1926. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Ólafsdóttir og Magnús Konráðsson. Eiginmaður hennar er Svavar Helgason og eiga þau tvær dætur. Gunnhildur ólst upp frá sex mánaða aldri hjá Gunnhildi Andrésdóttur og Abel Jónssyni, var þeirra fósturdóttir og segir það hafa verið yndislegt. „Fermingarárið mitt hafði ég kynnst Eyþóri Stefánssyni og Sigríði konu hans, vegna þess að ég var í unglingaskólanum þar sem Eyþór kenndi og ég kom oft heim til þeirra. Ég var alltaf trallandi og syngjandi. Einu sinni sagði Eyþór við mig. „Þú átt að koma í kirkjukórinn Abba, þú hefur svo góða rödd.” Mér fannst þetta fyrst hin mesta fjarstæða, að ég svona ung ætti erindi þangað, nýfermd stelpan. Hafði þó heyrt um nokkrar sem byrjuðu ungar í kórnum. En hvað um það, í kórinn fór ég. Eyþór sagði að ég ætti að syngja millirödd og hana hef ég alltaf sungið og aldrei annað. Æfingar gengu svona upp og niður, en alltaf ríkti gleði og gaman. Stundum líkaði Eyþóri ekki hvernig við sungum, en það voru ekki nein læti í kring um það, hann gaf okkur sérstakt augnaráð og við sáum á andlitinu á honum hvort við sungum of sterkt eða veikt. Hann stjórnaði með svo mikilli ljúfmennsku að við tókum aldrei illa upp þótt hann fyndi að við okkur. Svo voru það Bollukvöldin. Þau eru ógleymanleg, meðan maður hefur nokkra rænu. Alltaf boðin í bollukaffi á bolludaginn, með gjafabollur frá Guðjóni í Bakaríinu, kaffið frá Sissu og húsaskjól hjá Eyþóri, eins og hann orðaði það. Svo var kallast á milli hæða, hlaupið upp og niður stigann með bollann og bolluna. Ó, þetta var svo gaman. Það snart mig djúpt og ég gleymi því aldrei, þegar Eyþór treysti mér og Ingibjörgu Jónsdóttur, til að syngja dúett í Avemaríunni hans. Það er svo fallegt lag og okkur fannst mikið til um að geta lært textann á latínu. Herra minn trúr. Það tók nokkurn tíma að æfa þetta, en þegar við komumst þannig frá því að Eyþór sagði: „Þetta er gott.” Þá vissum við að það var orðið sæmilegt. Ég veit ekki af hverju Eyþór treysti mér svo oft til að syngja milliröddina, þegar sungin var dúett. Ég held að hafi verið að minnsta kosti fimm eða sex, sem ég söng dúett með. Ég var ekki feimin, en mér fannst samt ég ekki vera nógu góð til að gera þetta. Þegar Eyþóri datt í hug að fara að syngja „Á páskadagsmorgun”, bað hann mig að syngja milliröddina. þetta er yndislega fallegt lag og sálmurinn við það er himneskur. Þarna mættum við beint úr rúminu, upp úr hálf átta að morgni og svo var byrjað að syngja. Þetta var nokkurskonar stólvers, hann lét syngja það þannig. Og kórinn söng á bakvið, við sungum bara dúettinn. Það þótti gott. Ég söng þetta bæði með Ingibjörgu Jóns- dóttur, Báru Jónsdóttur, Snæ- björgu Snæbjarnardóttur og Dóru Magnúsdóttur. Það var alltaf Abba gamla með milliröddina, en hinar voru í sópraninum. Sigurður P. Jónsson var alltaf í bassanum. Við vorum orðin föst á fótunum í þessu. Það var aldrei talað um neitt annað. Auðvitað var það yndislegt að manni skyldi treyst fyrir þessu. Ég get ekki neitað því að stundum var ég með kökk í hálsinum, nývöknuð og hélt að ég yrði rám og ómöguleg, en þetta gekk..... Ég hef ekki farið í kirkju á páskadagsmorgni síðan ég hætti í kórnum, ég veit ekki af hverju, en ég sakna þess og reyndar kórsins líka, en maður má nú ekki verða ellidauður í þessu. Að taka þátt í starfi kirkju- kórsins undir stjórn Eyþórs Stefánssonar var ákaflega ánægju- legt og minningin um veru mína í kirkjukórnum er yndisleg, á allan hátt. Ég held að enginn geti farið ósnoritin frá þeirri reynslu. Ég er glöð yfir að hafa fengið að vera með.” Þetta sagði þessi heiðurskona í viðtali á heimili sínu, 30. sept. 2002 Svavar eiginmaður Öbbu lést 15. febrúar 2005 og nú hefur hún einnig haft vistaskipti. Nú þegar leiðir skilja um sinn, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þeim ágætu hjónum Öbbu og Svavari og þakka þeim samfylgdina. Dætrunum tveimur þeim Hildi og Ólöfu og afkom- endum þeirra votta ég samúð mína. Magnús H. Sigurjónsson M I N N I N G Gunnhildur A. Magnúsdóttir fædd 27. apríl 1926 – dáin 26. apríl 2012

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.