Feykir


Feykir - 16.05.2012, Page 10

Feykir - 16.05.2012, Page 10
10 Feykir 19/2012 Ferðasaga Kristrúnar Kristjánsdóttur frá Melstað í Miðfirði Með penna í farteskinu VI Kristrún Kristjánsdóttir er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni Lóu Dís Másdóttur. Undanfarnar vikur hefur hún deilt upplifun sinni af ævintýrum þeirra á leiðinni austur á bóginn. Ferðalagið hófst þann 15. febrúar með stuttu stoppi í Kaupmannahöfn, þaðan var haldið til Dubai, svo voru þær um stund í Balí og nú huga stöllurnar sér til hreyfings. - - - - 15. mars kl. 3 um nótt kom elsku Paul okkar til að ná í okkur og skutla okkur á flugvöllinn. Við knúsuðum hann í ræmur og lögðum svo af stað til Kuala Lumpur í Malasíu. Við lentum um morguninn dauðþreyttar svo við fórum beint á hótelið og lögðum okkur í þrjá tíma. Við höfðum bara einn dag þar í borg svo við ákváðum að ganga bara um og fara í China town á markað sem heitir Jalan petaling. Þar gengum við um, skoðuðum alls kyns hluti og keyptum okkur eitthvað smotterí af real-fake (ísl. alvöru-gervi). Við settumst svo niður og fengum okkur eitthvað því besta Satay sem við höfum smakkað, dýrindis dumplinga og kókóshnetu að drekka. Við gengum um bæinn og römbuðum á einhverskonar innanhús markað sem var rosalega gaman. Þar fylgdumst við með manni sem gerði sandlistaverk í flöskur en þau voru ótrúlega vel gerð. Við gengum líka framhjá alls kyns básum og vorum ekkert smá undrandi yfir öllu draslinu sem hægt er að kaupa þar. Við enduðum svo á því að kaupa einhverskonar naan – brauð og sterka sósu sem sett var í poka til að taka með heim á hótel en það var ótrúlega gott. Eftir að hafa reynt að prútta við einhvern leigubílstjóra komumst við á hótelið um 11 leytið og lögðum okkur í þrjá tíma áður en við fórum aftur út á flugvöll, og til Víetnam. 16. mars lentum við í Ha noi, höfuðborg Víetnam. Við vorum dauðþreyttar þegar við komum loks út og við skimuðum í kringum okkur en ekkert bólaði á manninum sem átti að ná í okkur. Eftir að hafa labbað útum allan flugvöll og vorum við það að hringja í manninn gengum við beint í faðminn á honum sem gladdi okkur mikið. Við settumst upp í bílinn og keyrðum af stað við fengum strax algjört sjokk því umferðin í þessu landi er ótrúleg. Þarna voru milljónir mótorhjóla sem þeir kalla reyndar alltaf bara hondur þó þau séu ekki hondur- mjög fyndið. Við spjölluðum við manninn á leiðinni og forvitnuðumst um landið. Við vorum samt svo dauðþreyttar og skrítnar einhvern veginn að skilningurinn var ekki mikill. Það var líka ótrúlega fyndið að á leiðinni keyrðum við framhjá fullt af billjarð stöðum og ég spurði hann hvort það væri þjóðaríþrótt Víetnama, meira í gríni en alvöru, en hann skildi mig ekki svo ég reyndi að leika það ~ „Á leiðinni sáum við ótrúlega hluti, en á mótorhjólunum geyma þau allan fjandann. Stundum sá maður fullt af lifandi kjúklingum í búrum aftan á hjólunum, dautt svín og jafnvel vatns buffaló öðru hverju, stundum voru alveg um fimm manneskjur á einu hjóli og fæstir með hjálma.“ Uppvask á götu úti í Ha Noi. en þá hélt hann að ég væri að tala um byssur og þetta endaði í algjöru rugli og hláturskasti hjá okkur Lóu en greyið maðurinn vissi ekkert hvað var í gangi - ætli við höfum ekki bara verið með einhvern rosalegan svefngalsa. Á leiðinni sáum við ótrúlega hluti, en á mótorhjólunum geyma þau allan fjandann. Stundum sá maður fullt af lifandi kjúklingum í búrum aftan á hjólunum, dautt svín og jafnvel vatns buffaló öðru hverju, stundum voru alveg um fimm manneskjur á einu hjóli og fæstir með hjálma. Við keyrðum líka framhjá risastórum trukk sem var alveg við hliðin á okkur þegar dekkið á honum sprakk og hann fór að rása á veginum. Ég held við höfum verið heppnar að komast á hótelið heilar á húfi því í Víetnam er mest um umferðarslys í heiminum. Við steinsofnuðum þegar við komum á hótelið enda alveg búnar á því. 17. og 18. mars ein- kenndust af inniveru á hótelinu en við urðum svolítið veikar eftir matinn frá China town í Malasíu en það varð bara að hafa það við vorum á rosalega góðu hóteli, með æðislegt sjónvarp svo við nutum þess bara í tvo daga. 19. mars rifum við okkur upp og fórum að skoða borgina. Við fórum að stóru fallegu vatni og gengum meðfram því. Það var rosalega erfitt að komast yfir göturnar í byrjun, við stóðum fyrst heillengi og sáum enga leið í yfir. En eftir að hafa fylgst með innfæddum komumst við að því að þú gengur bara hægt áfram beint yfir götuna og einhvern veginn virkar það þó gatan líti út fyrir að vera stöppuð. Við fórum síðan út að borða á frægum 100 ára gömlum veitingastað í Ha noi þar sem boðið var aðeins upp á einn rétt, rosalega góðan steiktan fisk með núðlum og alls kyns grænmeti og hnetum og þetta bragðaðist eins og dýrðin ein. Skemmtilega upp sett líka, við fengum pönnu á borðið svo kom kona sem eldaði þetta allt fyrir augunum á okkur og svo borðuðum við af bestu lyst. Fólkið þarna var rosalega vingjarnlegt og reyndi hvað það gat að spjalla við okkur. Við gengum í gegnum markað á leiðinni heim, keyptum okkur 1 kg af jarðaberjum og skoðuðum borgina aðeins að kvöldi til. Það var skrýtið að ganga eftir götunum þar sem fólk sat úti á gangstéttunum og vaskaði leirtauið upp í bölum. Svo sá maður inn í húsin en hurðarnar voru eins og bílskúrshurðir, oftast var þar ein gömul kona sem sat á stól og nokkrir krakkar sem sátu á gólfinu og horfðu á sjónvarp. Þar voru líka oftast nokkrar hondur lagðar fyrir utan. Um kvöldið var kominn tími til að fara í næturlest til Sapa og þar beið okkar sjö daga gönguferð um fjöllin. Við vissum eiginlega ekki hvernig lest við áttum að búast við en við ákváðum að hlaupa út á restaurant sem við fórum nokkrum sinnum á og kaupa okkur pizzu to go svo við yrðum pottþétt ekki svangar í lestinni. Það var svolítið fyndið að pizzurnar voru settar á kringlóttan harðan drykkjarmatseðilinn og blár plastpoki settur utan um, þetta leit frekar illa út en pizzan var ágæt. Þegar við komum svo í lestina brá okkur heldur mikið. Þetta voru fjórar kojur í einum litlum klefa sem var greinilega ekki oft þrifinn, rúmfötin margnotuð og blettótt og klósettið frammi var ein lítil hola. Við fengum samt yndisleg samferðafólk frá Frakklandi. Við vorum spenntar að fara til Sapa og við vissum að við þyrftum að sofa eins vel og við mögulega gátum fyrir trekkið sem beið okkar. Kristrún Kristjánsdóttir skrifar Stöllurnar í Kuala Lumpur.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.