Feykir


Feykir - 16.05.2012, Qupperneq 11

Feykir - 16.05.2012, Qupperneq 11
19/2012 Feykir 11 Feykir spyr... Hvað er skemmtilegast í frímínútunum? [ spurt Sólgarðaskóla í Fljótum ] MIKAEL JENS HALLDÓRSSON -Að leika við alla vini mína og vera í rólunni. AXEL GARÐARSSON -Vera í fótbolta finnst mér skemmtilegast. REYNIR GUNNLAUGSSON -Vera úti í fótbolta. ORRI SIGURBJÖRN ÞORLÁKSSON -Vera úti í rólu og leika mér í sandkassanum. Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina er bestur! Spakmæli vikunnar Sá er ekki ríkur, sem mikið á, heldur hinn sem lætur sér nægja. – Jón Vídalín Þóranna Jómaría efast um að henni verði bjargað frá pipri. Neyðarkallar björgunarsveitanna hafa þó verið henni nokkur huggun. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Ótrúlegt (en kannski satt) Merkilegt nokk að meðal manneskja er um fjórðungur af tommu hærri á nóttunni eða rúmir 6 millimetrar en hún er yfir daginn. Þá er ekki síður merkilegt að vita til þess að úði hnerra fer á yfir 600 mílna hraða á klukkustund út úr munni þínum en það samsvarar 966 km/klst. Sudoku ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) b rglindth@feykir.is Margrét og Jón Aðalsteinn kokka Kryddvöndurinn er aðalatriðið Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru biskups- hjónin á Hólum, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Margrét Sigtryggsdóttir. Þau skora á Sigurbjörgu B. Ólafsdóttur og Gunnar Óskarsson, starfsmenn Hólaskóla, að koma með næstu uppskrift. „Þessi réttur er úr mikið notaðri matreiðslubók frá 1978, keyptri í Skotlandi á námsárinu þar, og heitir The Slimming Cook Book. Hún gerir ráð fyrir að magnið nægi fyrir fjóra enda er þetta megrunarréttur! Hinsvegar er eftirmaturinn engin megrunarfæða en kosturinn er að engum sykri er bætt í.“ AÐALRÉTTUR Kjúklingapottréttur með kryddjurtum 1.5 kg kjúklingur, tekinn í 4 parta (eða kjúklingabitar með beini) 15 g smjör 100 g beikon, skorið í bita 100 g sveppir, skornir í 2-4 bita eftir stærð 12 litlir skarlottulaukar 300 ml kjúklingasoð safi úr hálfri sítrónu kryddvöndur (bouquet garni) AÐFERÐ Brúnið kjúklinga- bitana vel í smjörinu á pönnu og setjið í eldfast mót. Afhýðið laukinn (best er að láta hann liggja í sjóðheitu vatni smástund fyrst). Steikið sveppi, lauk og beikon 4-5 mín. og setjið í mótið. Hellið kjúklingasoði og sítrónusafa á pönnuna og látið sjóða smástund til að ná öllu bragðinu með og bætið í mótið, ásamt kryddvendi og lokið. Látið malla í 160°C heitum ofni í 1 klst. Kryddvöndur: 1 lárviðarlauf 3 greinar steinselja 3 greinar timian 2 greinar rósmarín AÐFERÐ Kryddvöndurinn er aðalatriðið. Bindið saman eða setjið í grisju sem auðvelt er að fjarlægja áður en rétturinn er borinn á borð. Sumar verslanir selja þurrkaðan Bouquet garni í grisjum (yfirleitt í litlum pökkum undir því nafni). Mæli með 2 stk í eina uppskrift. Berið fram með hrís- grjónum og / eða brauði. EFTIRRÉTTUR Auðveld súkkulaðimús 150 gr 70% suðusúkkulaði ¼ l rjóma, linþeyttur AÐFERÐ Bætið bráðnuðu suðusúkkulaði saman við linþeytta rjómann og látið stífna í litlum glösum eða skálum. Skreytt að vild. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.