Feykir


Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 16.05.2012, Blaðsíða 12
HELGARTILBOÐ Cheerios 518gr 579,- Jacob‘s tekex 79,- Doritos flögur blár/orange 179,- Cocoa puffs 625gr 669,- Homeblest 300gr 219,- Royal búðingur súkkul./karam. 179,- Kjúklingur heill frosin 679,-kg Frón mjólkurkex Gróft/fínt 400gr 329,- Síríus konsum 200gr 219,- Kindahakk frosið 699,-kg River hrísgrjón 1kg 199,- Merrild kaffi 500gr 829,- BYRJAR Á FÖSTUDAG Tilboð gilda meðan birgðir endast Fp saltstangir 99,- Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 19 TBL 16. maÍ 2012 32. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Sveitasæla hjá nemendum Varmahlíðarskóli Nú er sauðburður hafinn en þá er hver vinnandi hönd verðmæt í sveitum landsins. Sveitadagar er framlag Varmahlíðarskóla til samfélagsins og njóta allir góðs af. Nemendur skólans eyddu fimm dögum í síðustu viku við störf í sveit, einhverjir heima hjá sér og aðrir hjá vinum, vandamönnum eða einhverjum þeim sem þeir kjósa að vera hjá, segir Ágúst Ólason skólastjóri Varmahlíðaskóla í samtali við Feyki. „Markmiðin með þeim eru m.a. að efla vitund nemenda fyrir náttúrunni og þeim breytingum sem vorið ber með sér, að kynna fjölbreytileika nærsam- félagsins fyrir nemendum, að kynna búskaparhætti og heimabyggð fyrir nemendum. Einnig að laga skólahaldið að óskum og þörfum heimabyggðar í sveit og að kynna verknám fyrir nemendum,“ segir Ágúst. Samkvæmt Ágústi er áralöng hefð fyrir sveitadögum í Varmahlíðarskóla þó þeir hafi ekki ávallt verið eins útfærðir. Upphaflega komu þeir til sögunnar með samstarfi fjögurra skóla um heimabyggðarverkefni. Skólarnir voru Varmalandsskóli í Borgarfirði, Húnavallaskóli, Grunnskólinn á Lauga- bakka í Miðfirði og Varmahlíðarskóli. Nú var ákveðið að þetta væru fimm dagar og að allir nemendur skólans tækju þátt. „Gengið er út frá að þetta fari fram á skólatímanum en sumir nemendur taka mun meiri þátt, t.d. með því að vaka yfir sauðburði,“ segir Ágúst en nemendur eru allir með skólaverkefni með sér, ólík eftir aldri, sem þeir vinna að með umsjón foreldra og eða annarra forráðamanna þessa daga. „Einhverjir kanna búskaparhætti, jarðveg, sáningu og grastegundir, veðurfar, fuglalíf og örnefni svo eitthvað sé nefnt. Auk þessa rita allir nemendur skólans dagbók fyrir hvern dag,“ segir hann. Mikil ánægja ríkir með þetta fyrir- komulag og segir Ágúst að foreldrar séu afar hlynntir þessum þætti í skólastarfinu, sem er mjög mikilvægt til að þetta gangi upp. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.