Feykir


Feykir - 07.06.2012, Side 1

Feykir - 07.06.2012, Side 1
fff BLS. 5 BLS. 6-7 Sumarsýning Heimilis- iðnaðarsafnsins á Blönduósi Fínlegir og fagrir bútar úr fortíð BLS. 10 Körfuboltakonan Helga Einarsdóttir er íþróttagarpur Væri til í vítakeppni við Alla Munda Hannes Bjarnason og baráttan um Bessastaði Fylgdi minni réttlætiskennd Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 22 TBL 7. júní 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 BílamálunRéttingar Tjónaskoðun Bílamálun & réttingar *Bílamálun *Réttingar *Tjónaskoðun Borgarröst 5, Sauðárkrókur - S: 453 6760 / 698 4342 Fax: 453 6761 - Netfang: malverk550@simnet.is Bessastaðahjónin á hringferð um landið Ætlar að tryggja að vilji fólks- ins ráði um inngöngu í ESB Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff gerðu stans í Skagafirði á ferð sinni um landið sl. mánudagskvöld og héldu fund í Ljósheimum. Heimamenn fjölmenntu á fundinn og hlýddu á málflutning forsetans og hugleiðingar hans um framboð sitt til embættisins sem hann sækist eftir að gegna áfram næstu fjögur árin. Ólafur flutti ræðu og fjallaði um ýmis mál er varða forsetaembættið og stjórnartíð hans þau sextán ár sem hann hefur gegnt því. Talaði hann um þá tíma er eldar loguðu við Alþingis- húsið þegar óvíst var í upphafi dags hvernig honum lyki að kveldi. Bornar voru fram fyrirspurnir sem hann svaraði skilmerkilega, m.a. hvort nauðsynlegt væri að skipta um stjórnarskrá lýðveldisins. Svaraði hann því til að ekki þyrfti þess endilega en vel mætti breyta þeirri sem nú er við lýði sem hefði staðið af sér þá eldraun sem kom í kjölfar hrunsins. Benti hann á að norska stjórnarskráin myndi ekki þolað þá raun. Íslenska stjórnarskráin hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og enn er hægt að bæta hana og vildi Ólafur helst sjá breytingar í sambandi við dómskerfið. Þær myndu styrkja það og bæta. Þá var Ólafur spurður að því hvernig hann hygðist beita áhrifum sínum varðandi umsókn Íslands í ESB. Þar vildi hann meina að hann teldi það eðlilegt að hann segði sína skoðun á því máli svo þjóðin velktist ekki í vafa um hvað forsetanum finnist um það mál. Þá ætlaði hann sér að tryggja það að vilji fólksins í landinu fengi að ráða. Benti hann á að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB yrði einungis ráðgefandi fyrir Alþingi en ekki bindandi og þannig ræður ríkisstjórnin hvort gengið verði til samninga hvernig sem þjóðar- atkvæðagreiðsla færi. Ætlaði hann að beita málsskotsréttinum færi Alþingi ekki að vilja fólksins í landinu. /PF KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air BenQ RÉTTI SKJÁRINN FYRIR ÞIG Glæsilegir FULL HD skjáir frá BenQ með 1920x1080 upplausn ásamt SensEye tækni sem tryggir ótrúlega skerpu og litadýpt.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.