Feykir


Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 5
22/2012 Feykir 5 ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@feykir.is Helga Einarsdóttir var valin í kvennalandsliðið í körfubolta sem lék á Norðurlandamótinu í Osló um síðustu helgi. Íslenska landsliðið hafnaði í 3. sæti með 2 sigra og 2 töp. Helga er uppalin í Tindastól en hefur verið leikmaður KR undanfarin misseri. Feykir sendi þessari mögnuðu valkyrju garpaspurningar. Helstu íþróttaafrek: Helga Einarsdóttir - Seltjarnarnesi. Árgangur: ‘88 Hvar ólstu upp? Raftahlíð 32, Sauðárkróki Hverra manna ertu? Faðir minn heitir Einar Sigurjónsson og móðir er Margrét Erna Halldórsdóttir (Lilla) frá Stóru-Seylu Íþróttagrein: Körfubolti Íþróttafélag/félög: Tindastóll & KR, spilaði einnig með Stjörnunni í fótbolta í nokkur ár. Helstu íþróttaafrek: Landsleikir ásamt Íslands-, Deildar- og Bikarmeistaratitlum. Skemmtilegasta augnablikið: Þegar ég sá e-mailið um að ég hefði komist í 12 manna hóp í landsliðinu fyrir 3 vikum, en ég hafði ekki spilað leik frá því í janúar vegna meiðsla og það var búið að vera ansi erfitt. Neyðarlegasta atvikið: Það var grátbroslegt fyrir 2 árum í leik á móti Val. Sigríður Inga Viggós, vinkona mína og Króksari, var að spila með Val og segir við mig í upphitun að nú fái ég að finna fyrir því og við glottum báðar að því. Það endar þannig að við erum að stökkva upp í frákast saman og dettum, hnéð á mér beyglast undir okkur og gefur sig. Það þurfti að kalla á sjúkrabíl og endaði ég þetta kvöld upp á Slysó. Einhver sérviska eða hjátrú? Nei. Uppáhalds íþróttamaður? Helga Einarsdóttir / körfuboltakona í KR Væri til í vítakeppni við Alla Munda Guðjón Valur, með flottari íþrótta- mönnum þjóðarinnar. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? Vítakeppni við Alla Munda. Hvernig myndir þú lýsa rimm- unni? Alli telur sig ósigrandi á vítalínunni og því yrði þetta ansi hörð keppni – yrði örugglega helsta afrek mitt á vellinum til þessa ef ég myndi fara með sigur af hólmi úr þeirri viðureign. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? Það er nú ekki afrek en ég þakka fyrir alla þá góðu vini sem ég á. Stundum er ég hissa að þeir tali ennþá við mig því afgangstími fyrir utan lærdóm og körfubolta er ekki mikill. Lífsmottó: Vera dugleg, fylgja minni sannfæringu og vera trú sjálfri mér. Helsta fyrirmynd í lífinu: (og af hverju). Foreldrar mínir fara þar fremst í flokki en auðvitað er ég ekki alltaf sammála þeim og reyni þá að gera það sem ég tel réttast. Hvað er verið að gera þessa dagana? Ég kom heim á Krókinn í nokkra daga eftir að ég kom frá Noregi, síðan fer ég suður og við tekur sumarvinna og æfingar á fullu. Hvað er framundan? Skemmtilegt sumar, vonandi gott tímabil í körfunni og svo klára ég heilbrigðis- verkfræði á næsta ári frá HR. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Helga Einars í leik með KR. Mynd: Karfan.is Knattspyrna : 1. deildin - Tindastóll - ÍR 2-4 Lukkan með ÍR-ingum Tindastóll fékk ÍR í heimsókn sl. laugardag á Sauðárkróksvöll og var spilað við ágætar aðstæður, glampandi sól en nokkuð spræka hafgolu. Á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Max Touloute pressaði annan miðvörð ÍR leiftursnöggt, stal boltanum og náði að skapa sér færi sem hann kláraði laglega. Aðeins fjórum mínútum síðar unnu Stólarnir boltann á miðjunni og spiluðu honum strax á Ben Everseon sem kom sér laglega í ágætt skotfæri og markvörður gestanna kom engum vörnum við. Staðan 2-0. Eftir þetta voru heimamenn með traustatak á leiknum og áttu nokkra fína möguleika eftir hornspyrnur. Í síðari hálfleik breyttu gestirnir aðeins til og færðu stjörnuleikmanninn sinn, Nigel Quashie, inn á miðjuna. Þetta virtist litlu breyta fyrst um sinn, Stólarnir fengu 2-3 fín færi til að auka við forystuna en fóru illa með færin og náðu aðeins að skjóta Axel Vignisson mark- mann ÍR í stuð. Qusashie gerði fyrsta mark ÍR á 63. mínútu og er skemmst frá því að segja að gestirnir gerðu 4 mörk á 20 mínútna kafla og sigruðu 2-4 og á þeim kafla var lukkan í liði með ÍR-ingum því nánast hvert skot þeirra rataði í bláhornið. Leikurinn var í heildina jafn en óhætt að fullyrða að niður- staðan hafi ekki verið í takti við gang leiksins. /ÓAB Úr leik Tindastóls og ÍR. Erfitt hjá stelpunum 1.deild kvenna Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls hafa staðið í ströngu undanfarið en þær heimsóttu Keflvíkinga á Nettóvöllinn í Íslandsmótinu sl. föstudag en urðu að lúta í lægra haldi fyrir gestgjöf- unum. Síðastliðinn þriðjudag fóru þær á Akranes til að reyna sig við ÍA í bikarkappninni sem ber nafnið Borgunarbikarinn. Þar urðu þær undir svo um munaði því Skagastúlkur unnu leikinn 7 – 0. Næsti leikur Tindastóls verður á móti Fram á útivelli sunnudaginn 10. júní og eru Skagfirðingar sunnan heiða hvattir til að mæta í stúkuna og styðja við bakið á stelpunum. /PF Endurvakning á 2. flokki kvenna Knattspyrna Yngri flokkar Tindastóls spiluðu þrjá leiki um helgina. 3. flokkur kvenna byrjaði á föstudaginn og spilaði gegn Keflavíkurstúlkum suður með sjó. Úrslit leiksins urðu 3-3. Guðný Vaka skoraði 2 mörk og Kolbrún Ósk 1. Á laugardaginn spilaði svo nýendurvakin 2. flokkur kvenna í bikarnum á móti BÍ/Bolungarvík fyrir vestan. Úrslit leiksins urðu 3-2 fyrir BÍ/Bolungarvík og þurfum við því að bíða næsta árs eftir næsta leik þeirra því stelpurnar eru ekki skráðar til leiks í íslandsmótinu í ár. Á sunnudag fengu svo strákarnir í 4. flokki Þór 2 í heimsókn og töpuðu leiknum 0-2. /PF Með sinn fyrsta sigur í 3. deildinni Siglingaklúbburinn Drangey Siglingaklúbburinn Drangey tók á móti lið KB síðastliðinn laugardag og var spilað á Sauðárkróksvelli. Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik reyndust Drangeyjarjarlarnir sterkari og sigldu í höfn 4-2 sigri. KB stendur fyrir Knatt- spyrnufélag Breiðholts en um er að ræða nokkurs konar varalið Leiknis. Þeir náðu forystunni með marki Stefáns Gunnars- sonar á 24. mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Benjamín Gunn- laugarson metin og staðan 1-1 í hálfleik. Aftur kom Stefán KB yfir á 60. mínútu en skallamaskínan Bjarki Már Árnason jafnaði metin stuttu síðar og strax í kjölfarið kom Hilmar Þór Kárason Drangey yfir. Það var síðan Ingvi Rafn Ingvarsson sem gulltryggði sigurinn með marki undir lok venjulegs leiktíma. Drangey hefur nú leikið þrjá leiki; unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað einum. Liðið er í 2.-5. sæti í b-riðli 3. deildar en átta lið eru í riðlinum. Næsti leikur er gegn ÍH á Kapla- krikavelli á morgun en næsti heimaleikur er 16. júní gegn liði SR en það ku vera varalið Þróttar Reykjavík. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.