Feykir


Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 22/2012 Hannes var staddur á Sauðárkróki í síðustu viku og náði Feykir tali af Skagfirðingnum sem ákvað að stinga sér í djúpu laugina og taka þátt í forsetaslagnum á Íslandi en Hannes er búsettur á Bjarnastöðum í Akrahreppi samkvæmt Þjóðskrá. Einnig segir hann frá uppákomunni í Hörpu. Hannes Bjarnason er fæddur á Sauðárkróki þann 25. apríl 1971 er uppalinn í Eyhildar- holti í Skagafirði, sonur hjónanna Bjarna Gíslasonar, fv. skólastjóra og bónda í Eyhildarholti, og Salbjargar Márusdóttur, f. 1945, húsmóð- ur og kennara. Haustið 1998 fluttist Hannes til Noregs þar sem hann nam áfram landafræði við Høgskolen i Telemark og útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS próf í Landafræði 2001. Haustið 2008 hóf Hannes nám við Handelshøgskolen BI í Osló og nam Master of Management. Hannes er kvæntur Charlotte Kvalvik og saman eiga þau eina dóttur en frá fyrra sambandi á Hannes tvö börn og Charlotte eitt barn. Hannes er búinn að þeysast vítt og breitt um landið að safna meðmælendum og náði hann að klára það innan tímamarka. -Þetta er búið að ganga þokkalega en eins og ég vissi og var búinn að sjá fyrir löngu þá er á brattann að sækja sem og það fólk sem ég hafði talað við áður en ég fór út í þetta. Við stílum á það að koma seint inn í baráttuna, ég er gjörsamlega óþekktur, fólk þekkir ekki andlitið en allir hinir hafa þannig lagað forskot. Nú snýst þetta næstu vikurnar um það að vera í fjölmiðlum og kynna sig svolítið. Ríkisútvarpið fer af stað með sína umfjöllun bráðum og þá hugsa ég að hlutirnir breytist svolítið og það er vonandi að hlutirnir breytist og aldrei að vita hvað gerist upp úr því. Að sögn Hannesar er þetta búið að vera geysileg vinna bæði að kynna sig, fjölskylduna framboðið og þau málefni sem hann leggur upp með en hann segir jafnframt að þetta sé búið að vera mjög gefandi og gengið ágætlega að safna undirskriftunum. -Það gekk alveg ljómandi, vonum framar reyndar. Við erum ekki með neitt batterí á bak við okkur það er bara ég og fjölskylda mín og kjósendur. Það eru engin stjórnmálaöfl sem standa á bak við framboð- ið hjá mér né nokkur fjár- málaöfl. Það eru sem sagt engin hagsmunasamtök þannig að við höfum gert mjög mikið sjálf. Það er áhugavert að það datt nánast ekkert út af undir- skriftunum í Vesturfjórðungi, nánast ekkert í Norður-, og Austurfjórðungi. En við misstum í kringum 140 undirskriftir í Suðurfjórðungi. Hvað liggur að baki þar, veit ég ekki. Það gæti hafa komið við flesta frambjóðendurna að undirskriftir voru að detta út eða þær falsaðar hjá einhverjum öðrum en ef nöfnin finnast á öðrum lista detta þau út hvort sem þau eru rétt skrifuð „face to face“ hjá mér eða ekki. Það gæti hafa komið svolítið illa við mig. En við fórum út á seinni part á miðvikudegi og um miðjan dag á fimmtudegi náðum við að safna 200 undirskriftum þannig að það gekk alveg ljómandi vel. Svo skilaði ég þeim seinni part fimmtudags til kjörstjórnar og þetta gekk allt að óskum. Hannes segist finna fyrir því að vera óþekkt andlit að safna undirskriftum. Í Kringlunni var hann t.d. spurður fyrir hvern hann væri að safna og þegar hann svaraði að það væri fyrir þann sem þar stæði hrökk fólk í kút. Fjölmiðlaumræðan hefur að mestu snúist um tvo frambjóðendur og ekki farið framhjá neinum og þá hlýtur baráttan að vera erfiðari. -Það er það náttúrulega. En við vissum það alveg fyrir og reiknuðum með því að það yrði þannig. Ég er svo sem búinn að tala um það við mitt fólk að ef ég fengi yfir 5% fylgi um miðjan júní þá er aldrei að vita hvað gerist. Í mínu tilfelli gæti maður komist frekar að í fjölmiðlum og þá haldið vel áfram. En það er alveg rétt, fjölmiðlar stýra þessu mjög mikið og við sjáum framboðið hjá Jóni Lárussyni á Selfossi þar sem hann stílaði inn á það að komast í fjölmiðla – sjónvarpið - til að kynna sig en hann kom að lokuðum dyrum allsstaðar, segir Hannes. En hvernig skyldi hafa gengið hjá honum að komast í fjölmiðla? -Það hefur ekkert gengið mikið hingað til en hins vegar verður að segjast eins og er að ég hef ekkert verið að berjast í því að komast í fjölmiðlana ennþá. Það voru undirskriftirnar fyrst og fremst og ferðalögin um landið sem þeim fylgdu sem tóku allan tímann og það skipti öllu máli að ná þessum undirskriftum. En núna fer það að skipta máli að koma sér í fjölmiðlana. Tók sveitarstörfin framyfir sjómennskuna Þar sem sjómannadagurinn er nýafstaðinn var Hannes spurður að því hvort hann hafi starfað á sjó. -Það eru líklega þrír atvinnugeirar á Íslandi sem ég hef nánast ekkert verið í og kann lítið um en það er sjómennska og fiskvinnsla, heilsugæsla og svo bankar en annars er ég með einhverja reynslu frá flestum öðrum atvinnugreinum. Þegar ég var stráklingur á Króknum þá voru margir af mínum félögum Fylgdi minni réttlætiskennd VIÐTAL Páll Friðriksson Baráttan um Bessastaði Hannes Bjarnason stimplaði sig rækilega inn í forsetaframboðsumræðuna er hann ásamt Andreu Ólafsdóttur og Ara Trausta Guðmundssyni ákváðu að ganga út úr kappræðum Stöðvar 2 í Hörpu sl. sunnudagskvöld. Sitt sýnist hverjum um aðgerðir þremenninganna en samkvæmt bloggheimum og lesendakönnun DV virðast fleiri fylgjandi því að rétt hafi verið hjá þeim að ganga út.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.