Feykir


Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 9
22/2012 Feykir 9 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Sigurbjörg og Gunnar kokka Smáréttir úr Hólableikju í garðveisluna Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir og Gunnar Óskarsson eru starfsmenn Hólaskóla. Þau skora á Hrönn Jónsdóttur og Einar Svavarsson, sem eru einnig búsett á Hólum í Hjaltadal. „Okkur finnst tilvalið nota hráefni úr héraði og bjóða upp á þrjár uppskriftir af Hólableikju til að njóta nú þegar sumarið er komið. Þessa bleikjurétti má nota sem forrétti eða smárétti í garðveislunni. Hver réttur er fyrir 4-6.“ FORRÉTTUR Grafin Hólableikja borin fram með dillsinnepssósu, grænum aspas og ristuðu brauði Kryddblanda: 2 msk salt 5 msk sykur 2 msk dillfræ 1 msk fennil ½ msk hvítur pipar 5 msk grænt dill 2 flök bleikja Sósa: 1 bolli majones ½ bolli Slotts original sinnep 1 msk grænt dill ½ msk brúnt dill (möluð dillfræ) ½ msk hunang ½ msk síróp AÐFERÐ Beinhreinsið flökin og leggið á fat með roðið niður. Hyljið vel með kryddblöndunni og látið standa í kæli í einn sólahring. Blandið hráefni í sósu vel saman og látið standa í nokkrar mínútur. Skerið bleikjuna í þunnar sneiðar og berið fram með sósunni og niðursoðnum grænum aspas. AÐALRÉTTUR 1 Appelsínubleikja (úr veislubók Hagkaupa) Appelsínublanda (marinering): 1 ½ dl sítrónusafi 1 dl appelsínuþykkni 1 appelsína, rífið börkinn og kreistið safann úr henni ½ dl ólívuolía 1 msk sykur 1 msk graslaukur 20 korn grænpipar ½ tsk salt AÐFERÐ Þrjú bleikjuflök bein- hreinsuð og roðflett, (einnig er hægt að sneiða flökin niður fyrir marineringu). Blandið öllu hráefninu saman. Fersk sítrónumelissa til skrauts. Leggið flökin með roðið upp í eldfast mót og hellið blöndunni yfir þau og látið standa í sólarhring eða setjið niðursneiddu bleikjuna út í blönduna og látið standa í 6-12 klst. í ísskáp. Borið fram með káli, tómötum og ristuðu brauði eða eitt og sér. AÐALRÉTTUR 2 Bleikjutartar 1 bleikju flak, roðlaust og beinlaust, saxað smátt. 1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt 1 msk capers, kramið og saxað smátt 1 msk ólífuolía salt og pipar AÐFERÐ Öllu blandað saman og látið standa í 30 mínútur. Borið fram á steiktu brauði, gott er að hafa með þessu hráa eggjarauðu. EFTIRRÉTTUR Auðveldur heimalagaður ís með bragði að eigin vali 5 heil egg 200 gr sykur ½ l rjómi vanilla AÐFERÐ Hálfþeytið rjómann. Stífþeytið saman egg og sykur og bætið vanillu í. Blandið varlega saman eggjahræru og rjóma með sleif. Setjið í blönduna bragðefni að eigin vali, t.d. jarðarber, súkku- laðispæni, rommkúlur eða hvað- eina sem ykkur dettur í hug. Blandið varlega saman við með sleif. Hellið blöndunni í form og frystið. Verði ykkur að góðu! Börnin vilja skemmtilegri Litlaskóg Gott svæði til útivistar Það er af sem áður var þegar leikvellir voru víða staðsettir fyrir börn á Sauðárkróki og leiktækin mörg og mismunandi. Flest þeirra voru smíðuð á heimavelli og dugðu vel meðan þeim var haldið við. Nú eru aðrir tímar, tímar reglugerða og ofurgæslu, og svo virðist sem nú megi ekki setja niður leiktæki nema þau séu vottuð í bak og fyrir og kosta þau sitt. Nemendur 6. bekkjar Árskóla fóru fyrir stuttu í skólaferðalag í Kjarnaskóg við Akureyri og sáu þar skemmtileg leiktæki og sáu fyrir sér að samskonar tæki gætu risið í Litlaskógi á Sauðárkróki. Settust þau niður er heim var komið, hönnuðu og teiknuðu leiksvæði og -tæki og settu saman bréf þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að að ráðast í að gera Litlaskóg enn skemmtilegri. Bréfið afhentu þau staðgengli sveitarstjóra í síðustu viku og er það eftirfarandi: Kæru sveitarstjórnendur. Við krakkarnir í 6. bekk Árskóla fórum í skólaferðalag til Akureyrar og sáum skemmtileg leiktæki í Kjarnaskógi. Okkur langar endilega að fá svoleiðis tæki í Litlaskóg. Við unnum verkefni þar sem við fórum í Litlaskóg og mældum fyrir leiktækjum þannig að þetta ætti ekki að vera mjög erfitt. Okkur finnst að Litliskógur sé nýttur allt of lítið og viljum við nýta hann betur fyrir fólkið á svæðinu og ferðamenn. Þarna getur fólkið farið og grillað, leikið sér, vaðið og margt fleira. Á Sauðárkróki er lítið um leikvelli og við eigum oft erfitt með að finna staði til að leika okkur á. Þegar ferðafólk kemur á Sauðárkrók er svona svæði mjög gott til útivistar. Einnig getur skólinn nýtt svæðið fyrir okkur nemendurna. Við teljum að þetta kosti ekki mikla peninga. Það er hægt að nota ódýrt efni. Við erum tilbúin að vera með í ráðum og hjálpa til. Og munið hreyfing skiptir máli fyrir krakka. Með vinsemd og virðingu, nemendur í 6. bekk Árskóla.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.