Feykir


Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 4 Fyrirtæki vikunnar er Markvert ehf. Gott teymi hjá Markvert BLS. 9 Barnalán á Brandsstöðum í Blöndudal Ekkert jafn mikilvægt og góð samheldin fjölskylda Grunnskólinn austan Vatna Vann að umhverfis- málum í vetur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 23 TBL 14. júní 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Golfklúbbur Sauðárkróks Mikið um að vera hjá unga fólkinu Barna og unglingastarf Golfklúbbs Sauðárkróks er nú komið á fulla ferð. Golfskólinn er starfræktur alla daga vikunnar frá kl. 10 á morgnana. Klúbburinn hefur ráðið til sín danskan golfkennara, Thomas Olsen og hóf hann störf í lok maí. Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga var haldið á Dalvík sunnudaginn 10. júní sl. Frá Golf- klúbbi Sauðárkróks mættu á þetta mót; Arnar Geir Hjartarson, Þröstur Kárason, Atli Freyr Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Jónas Már Kristjáns- son, Elvar Ingi Hjartarson, Pálmi Þórsson, Hákon Freyr Rafnsson og Viktor Kárason. Hluti af hópnum hafði síðan tekið þátt í golfævintýri þeirra Dalvíkinga frá föstudeginum. Að venju stóðu keppendur frá klúbbn- um sig með ágætum. Þröstur Kárason fékk nándarverðlaun í flokki 17-18 ára og Arnar Geir varð í öðru sæti í vipp- keppni í sama flokki. Viktor Kárason varð í 2. sæti vippkeppni í flokki byrjenda. Í golfmótinu sjálfu í 17-18 ára flokknum varð Arnar Geir í öðru sæti á 78 höggum. Í 15-16 ára flokknum varð Hlynur Freyr í 3. sæti ásamt tveimur öðrum keppendum á 81 höggi en tapaði í bráðabana. Í flokki 14 ára og yngri varð Elvar Ingi í 2. sæti á 79 höggum og að lokum varð Viktor Kárason í 2. sæti í flokki byrjenda á 48 höggum (9 holur). Það voru skemmti- legir dagar sem keppendur áttu í tengslum við golfævintýrið og mótið og hópurinn hélt glaður heim að því loknu. Myndir frá mótinu er hægt að sjá á bloggsíðunni www.gss.blog.is. Á morgun föstudaginn 15. júní ætla börn og unglingar í klúbbnum að vera með golfmaraþon þar sem þau ætla að spila a.m.k. 1000 holur á Hlíðarendavelli. Allir eru velkomnir til að fylgjast með þessum viðburði. /PF KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air BenQ RÉTTI SKJÁRINN FYRIR ÞIG Glæsilegir FULL HD skjáir frá BenQ með 1920x1080 upplausn ásamt SensEye tækni sem tryggir ótrúlega skerpu og litadýpt. Jónas Már Kristjánsson, Elvar Ingi Hjartarson, Þröstur Kárason, Arnar Geir Hjartarson, Thomas Olsen, Atli Freyr Rafnsson, Rafn Ingi Rafnsson og Hlynur Freyr Einarsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.