Feykir


Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 23/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Lögreglunni á Sauðárkróki var snemma á laugardags- morgun tilkynnt um nauðgun fyrr um nóttina sem átti að hafa átt sér stað í heimahúsi í bænum. Samkvæmt Rúv.is fór Lögreglan á staðinn, fékk frásögn konunnar af atburðum og upplýsingar um meintan geranda fór svo í húsið þar sem meint atviki átti sér stað og fann þar manninn sofandi og tók af honum skýrslu. Konan og maðurinn, sem eru bæði um tvítugt, höfðu hist í sam- kvæmi fyrr um kvöldið. Konan var færð á Heil- rigðisstofnunina á Sauðár- króki þar sem hún fékk fyrstu hjálp og í framhaldinu var farið með hana á neyðar- móttöku á Akureyri. /BÞ Sauðárkrókur Nauðgun í heimahúsi LEIÐARI Allir á vaktinni Nú er sumarið mætt með sínar uppákomur og hátíðir og mikið um að vera á norðvestursvæðinu öllu. Hjá Feyki eru sumarfrí starfsmanna að hefjast og skiptumst við Berglind á að vera á vaktinni við að skrifa í blaðið og á netið og tökum fagnandi við öllu efni frá lesendum sem heima á í miðlunum tveimur. Ef þú ert með frétt, hugmynd að frétt eða umfjöllun af einhverju tagi, myndir frá því sem er að gerast eða var að gerast þá værum við fegin að fá símtal eða póst og við reynum að gera efninu skil. Feykir sjálfur mun svo fara í frí vikuna fyrir og vikuna eftir verslunarmannahelgi. Njótið sumarsins. Páll Friðriksson ritstjóri Afskipti höfð af hrossabónda Skagafjörður Fulltrúar Matvælastofnunar og Leiðbeiningarmiðstöðvar- innar í Skagafirði þurftu að hafa afskipti af bónda í Skagafirði sem sakaður hefur verið um að veita hrossum sínum ekki nægilega góðan aðbúnað. Hafði embættinu borist ábendingar um að ekki væri gætt nægilega vel að velferð hrossanna á bænum sem einkum lýsti sér í því að nokkur þeirra voru illa bitin, hölt og bólgin. Mátti þar ætla að graðhestur sem gengur með stóðinu sé meintur orsaka- valdur en það eru einkum ung hross sem hafa lent fyrir barðinu á honum. Myndband af einu hrossinu var sett á netið og vakti það mikil viðbrögð í netheimum. Það sýndi hross sem hafði verið bitið það illa í vinstri síðu eða nára með þeim afleiðingum að það átti erfitt með gang. Samkvæmt heimildum Feykis voru gerðar ákveðnar kröfur af hálfu Matvælastofnun- ar, sem fer með málefni dýra- heilbrigðis, og þess krafist að strax yrði kallaður til dýralæknir til að sinna því tryppi sem sést á myndbandinu. Einnig var bóndanum gert að aðskilja eldri og yngri hross til að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endur- taki sig. /PF Sá eini sem skilaði hagnaði 2011 Aðalfundur Sparisjóðsins Afls Aðalfundur Sparisjóðsins Afls (Siglufjarðar og Skagafjarðar) var haldinn heim að Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 23. maí sl. Formaður Sparisjóðs- stjórnar Þórbergur Guðjóns- son flutti skýrslu stjórnar og Sparisjóðsstjóri Ólafur Jónsson fór yfir rekstur Sparisjóðsins á síðasta ári. Reksturinn á síðasta ári skilaði niðurstöðu upp á tæpa 2,125 milljarða í hagnað en þá er búið að tekjufæra leið- réttingar vegna erlendra lána á móti gjaldfærslu 2010 sem skilaði 2,052 milljarði í tap þá, þannig að raunverulegur hagn- aður af hefðbundinni starfsemi skilaði ríflega 70 milljónum króna. Í máli formanns og Spari- sjóðsstjóra kom fram hve mikil óvissa ríkir á íslenskum fjár- málamarkaði og ber brýna nauðsyn til að hraða afgreiðslu dóma í gengismálum og hraða afgreiðslu annarra mála svo sem umræðu um verðtrygg- ingu svo hægt sé að gera áætlanir um rekstur með meiri vissu en nú er. Reikningurinn var samþykktur samhljóða en um það bil 20 stofnfjáreigend- ur voru mættir á fundinn. Nokkrar umræður urðu um tilboð Arion banka sem er langstærsti eigandi stofnfjár- bréfa, til stofnfjárhafa fyrir síðustu jól á genginu einum að nafnverði. Fram kom að stofn- fjáreigendur þyrftu að vita betur um áhrif dóma á stöðu sína og hver verðmæti væru í stofnfjárbréfunum til að taka mætti upplýsta afstöðu um sölu eða kaup. Samstaða var á fundinum og enginn bilbugur í stofnfjár- eigendum. Telja þeir mikilvægt að hafa peningastofnun í hér- aði sem sé bakhjarl mennin- gar, íþrótta og lista og geti stutt við grunnþætti nærsamfélags- ins. Ný stjórn var kjörin, en hana skipa: Ágúst Guðmunds- son, Finnur Kristinsson, Gunnar M. Guðmundsson, Hulda Pétursdóttir og Anna Skúladóttir. Stjórnin var kjörin einróma. Þess má geta að Sparisjóð- urinn Afl var eini sparisjóð- urinn á landinu sem skilaði hagnaði rekstrarárið 2011. /PF Byggðarráð Skagafjarðar getur ekki orðið við umsókn Söguseturs íslenska hestsins um rekstrarstyrk á árinu 2012, nema að mótframlag frá ríkinu komi til rekstrarins eins og verið hefur á undangengnum árum. Þetta var ákveðið á fundi Byggðarráðs fyrir skömmu en ráðið vill samt sem áður að Byggðasafns Skagfirðinga tryggi að sýning Sögu- setursins verði opin í sumar með því að leggja verkefninu til starfsmann. /PF Sögusetur íslenska hestsins Fær ekki rekstrar- styrk Skagafjörður Sláttur hafinn Trausti Kristjánsson bóndi á Syðri-Hofdölum í Skagafirði hóf heyskap í þurrkinum á sunnudag er hann sló um þriggja hektara nýrækt frá í fyrra. Ágætt gras var á túninu sem slegið var en Trausti segir að lítið sé að gerast á öðrum stykkjum vegna þurrka. Það eina sem bjargar er að gróður fór vel af stað í vor og segir Trausti að hann hafi náð að bera á fyrir hretið sem skall á landinu fyrir skömmu og þakkar hann því að gróður hefur náð þó þetta langt. Ekkert sé að gerast í flögum frá því í vor þar sem lítið sem ekkert hefur rignt en náttfallið nái þó aðeins að væta rætur á túnum. -Það er kannski að það fari nú að rigna fyrst ég er byrjaður að slá, segir Trausti í gaman- sömum tón. /PF Fyrsta harmónikuhátíð sumarsins Ljúfir tónar í Ásbyrgi Harmónikufélögin Nikkólína og Harmónikuunnendur í Húnavatnssýslum halda fyrstu harmónikuhátíð sumarsins dagana 15. – 17. júní nk., í félagsheim- ilinu Ásbyrgi í Miðfirði. „Þetta er hátíð fyrir alla fjölskylduna. Góð aðstaða er á tjaldsvæðinu við félagsheimilið fyrir gesti hátíðarinnar,“ segir í frétt á Húna.is. Hljómsveit Sveins Sigurjóns- sonar spilar á föstudagskvöld, en Harmónikufélagið Nikkó- lína á laugardagskvöld. „Við viljum hvetja unga fólkið til að koma líka og æfa sig að dansa við pabba og mömmur, afa og ömmur, því hjá Harmóniku- unnendum er alls ekkert kynslóðabil,“ segir á Húna- horninu. Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 5.000 krónur fyrir helgina á mann (dans og aðstaða). 12 ára og yngri fá frítt. Kaffisala verður á staðnum. /BÞ Laxasetur Íslands Opnar á þjóðhátíðardaginn Laxasetur Íslands verður opnað á þjóðhátíðardaginn, sunnudaginn 17. júní nk. „Allir eru velkomnir að koma og sjá lifandi laxfiska og skemmtilega og fræðandi sýningu,“ segir í auglýsingu í nýjasta eintaki Gluggans. Laxasetur Íslands ehf. var stofnað þann 23. júní 2011 og eru hluthafar nú 28 einstakl- ingar, stofnanir og fyrirtæki. Samkvæmt auglýsingu er hægt að gerast hluthafi í félaginu til 23. júní 2012. Laxasetur Íslands ehf. er til húsa að Efstubraut 1, Blönduósi og verður opið frá kl. 11 – 18 á sunnudag, en opnunartími í sumar verður frá kl. 10 – 18 alla daga. /BÞ Það verður nóg um að vera á Norðurlandi vestra nú um helgina. Haldið verður upp á þjóðhátíðardaginn á sunnu- dag. Jónsmessuhátíð er á Hofsósi, harmonikkuunn- endur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Ásbyrgi og Léttfeti verður með félagsmót, tveir fótboltaleikir verða á Króknum og Kvennahlaup víðast hvar. Já, nú er gaman! /ÓAB & BÞ Stemning á Norðurlandi Hæ hó!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.