Feykir


Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 23/2012 AÐSENT SIGURJÓN ÞÓRÐARSON SKRIFAR Rétt upplýsingagjöf er vænlegri Tryggur fjárhagur hvers sveitarfélags er grunnfor- senda þess að hægt sé að veita íbúum lögbundna þjónustu, m.a. í menntun og velferð. Sömuleiðis er tryggur fjár- hagur grunnstoð þess að hægt sé að ráðast í framkvæmdir og tryggja starfsfólki atvinnu- öryggi og þokkaleg kjör. Í greinarkorni í Feyki nýverið gerði ég að umtalsefni niður- stöðu ársreikninga Sveitarfél- agsins Skagafjarðar. Tapið á rekstrinum á síðasta ári nam liðlega 270 milljónum króna og skuldir sveitarfélagsins jukust þrátt fyrir að lítið væri framkvæmt á árinu sem leið. Upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins sem kynntar voru fyrir skömmu í byggðar- ráði benda eindregið til að enn sé að síga á ógæfuhlið í rekstrinum og að tapið fari vaxandi. Í stað þess að meirihlutinn í sveitarstjórn velti nú við hverjum steini til að ná endum saman fer orkan í að undirbúa stórframkvæmdir sem munu augljóslega auka á rekstrar- vandann. Ekki er að sjá að oddviti framsóknarmeirihlutans, Stef- án Vagn Stefánsson, hafi nokkrar áhyggjur af fjár- hagnum. Í svargrein hans við skrifum oddvita sjálfstæðis- manna sem birtist þann 31. maí sl. er látið eins og fjárhags- vandinn sé ekki til staðar. Í stað þess að boða breyt- ingar og þiggja aðstoð allra í sveitarstjórn við að ná fram hagræðingu er farið í karp um hvort skuldastaðan hafi á einhverjum tímapunkti verið óhagstæðari en nú. Ekki ætla ég að halda áfram með þessa þrætu að öðru leyti en því að það er morgunljóst að ef nú- verandi framsóknarmeirihluti heldur óbreyttum áformum til streitu mun hann slá öll fyrri met í hallarekstri og skulda- söfnun. Andvaraleysi meirihlutans kemur verulega á óvart þar sem fjárhagsvandinn hefur ítrekað verið ræddur í sveitar- Vann að umhverfismálum í vetur Frá Grunnskólanum austan Vatna Grunnskólinn austan Vatna hefur lagt mikið upp úr fjölbreyttri vinnu með nemendum um umhverfismál undanfarin ár. Dagur umhverfis var haldinn hátíðlegur í skólanum með ráðstefnu 25. apríl. Sólrún Harðardóttir var gestafyrir- lesari og ræddi um það hvernig við eigum að njóta náttúr- unnar. Síðan kynntu nemendur verkefni sem þeir hafa verið að vinna í tengslum við Nordplus og grænfánaverkefnið. Skólinn fékk Grænfánann afhentan fyrir tveimur árum og er núna komið að því að sækja um hann aftur, settum markmið- um hefur verið náð og er gert ráð fyrir því að hefja annað tveggja ára tímabil með nýjum markmiðum næsta haust. Eftir ráðstefnuna var farið í útileiki á „út að austan leikunum“ sem er árlegur viðburður skólanna þriggja, m.a. var farið í um- hverfisratleik, risafótboltaleik og hafnarbolta. Skólinn hefur á þessu skólaári tekið þátt í alþjóðlegu skólaverkefni í gegnum Nordplus styrkjakerfið og unnið að umhverfis- og loft- lagsverkefnum sem styðja mjög vel annað starf sem skól- inn er að vinna í þeim efnum, m.a. í gegnum grænfána- verkefnið. Grenndarspilið kom út í vor en það hefur verið í vinnslu hjá nemendum og kennurum skólanna síðustu 5 ár. Um er að ræða spurningaspil með spurningum í nokkrum mismunandi flokkum um Skagafjörð. Allir skólarnir þrír hafa tekið þátt í þessu verkefni. Spilið er til sölu í skólanum, Kaupfélaginu á Hofsósi og Ráðhúsinu á Króknum. Þess má geta að Sáttmálasjóður KS og sveitarfélagsins auk Nátt- úruverndarsjóðs Pálma Jóns- sonar styrktu útgáfu spilsins. Nemendur á Hofsósi að taka stöðuna á veðrinu og mæla vindstyrk. stjórn, byggðaráði og sömu- leiðis af endurskoðanda sveitarfélagsins. Hagræðingar- nefndir hafa verið skipaðar og sérfræðingar bæði innan og utan héraðs fengnir til ráð- gjafarstarfa. Frjálslyndir og óháðir í Skagafirði hafa á kjörtímabil- inu lagt til einföldun á skipu- lagi stjórnsýslu og lagst gegn óþarfa útgjöldum. Það er ábyrgðarhluti að sveitarstjórnarmenn veiti um- bjóðendum sínum villandi upplýsingar um rekstrarstöðu sameiginlegs sjóðs íbúa en það torveldar ekki einungis það verkefni að ráða bót á fjár- hagnum heldur rýrir það einnig alvarlega trúverðug- leika sveitarstjórnarmanna. Villandi hálfsannleikur kastar rýrð á mikilvæg störf sveitar- stjórnarinnar. Engum vafa er undirorpið að fjárhagsvandinn er vel viðráðanlegur ef brugðist verður við honum í tíma og ef sveitarstjórn sameinast um viðráðanleg markmið og leiðir. Samstaða er lykillinn að árangri og er þá ekki einungis átt við samstöðu okkar sem sitjum nú í sveitarstjórn heldur þarf ekki síður að fá hinn almenna íbúa í lið með sér. Það verður ekki gert nema hann fái réttar upplýsingar um stöðu mála. Sigurjón Þórðarson, sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra Sólrún Harðardóttir með fyrirlestur á Umhverfisráðstefnunni. Grenndarspilið „Hvað veistu um Skagafjörð?“ Gestir okkar og samstarfsaðilar í alþjóðlegu skólaverkefni frá Finnlandi, Noregi, Litháen og Lettlandi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.