Feykir


Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 14.06.2012, Blaðsíða 11
23/2012 Feykir 11 Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina er þrautakóngur eða -drottning! Spakmæli vikunnar Maður á að elska lífið meira en tilgang þess. - Fjodor Dostojevskíj Ótrúlegt en kannski satt Ef einhver er að spá í hvað heili mannsins er magnaður upplýsist það hér með að heili Neanderdalsmannsins var stærri en í nútímamanninum. Enginn veit þó hvað Neanderdalsmaðurinn var að hugsa. Sudoku Geirhalla Aðalmunda var óvenju slæm af skammdegisþunglyndinu á nýárinu. En þá sá hún ljós í myrkrinu; Vínartónleika Karla- kórsins Heimis í Miðgarði 14. janúar. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Feykir spyr... Hvað hlakkar þú mest til að gera í Danmörku? [ Spurt við kökubasar Umf. Kormáks á Hvammstanga - sjá bls. 8 ] ÁSDÍS HELGA MÁSDÓTTIR - Að keppa í körfubolta. Ég hef farið þangað einu sinni áður þegar ég var 6 ára. TELMA RÚN MAGNÚSDÓTTIR: - Að keppa í körfu. Ég hef líka farið áður, þegar ég var 2 ára. DRAUPNIR ÖRN SONJUSON: - Ég hlakka mest til að fara í Legoland og öll tækin þar. MARÍA LILJA TRYGGVADÓTTIR: - Spila körfubolta og sjá hvernig Danmörk er, ég hef aldrei farið áður. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Kristjana og Steingrímur kokka Í miklu uppáhaldi hjá okkur Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru þau Kristjana Björk Gestsdóttir og Steingrímur Kristinsson frá Blönduósi. Þau skora á Ragnheiði Kristjánsdóttir og Marinó Inga Eyþórsson sem búa einnig á Blönduósi. Kristjana og Steingrímur bjóða upp á pastarétt og tvær kökur sem eru í miklu uppáhaldi þeim. AÐALRÉTTUR Pastaréttur pasta skinka papriku pylsur beikon rjómi Aðferð: Sjóða pastað í 10 mín. Skera niður skinku, papriku, pylsur og beikon. Setja saman á pönnu pastað, skinkuna, pylsurnar, beikonið og paprikuna. Svo hella rjóma saman við, hræra vel og leyfa þessu að malla í 5 mín. og þá er þetta tilbúið. Lækka hitann þegar rjóminn er komin saman við. EFTIRRÉTTUR 1 Piparmyntuterta 4 egg 1 bolli sykur 1 ½ bollar kókosmjöl ½ bolli döðlur ½ bolli hveiti 1 tsk lyftiduft 100 gr suðusúkkulaði piparmyntusúkkulaði peli rjómi Aðferð: Blandið öllu saman og setjið í tvö form. Kakan er bökuð í 20 mín. á 180°C. Þeytið pela af rjóma brytjið piparmyntusúkkulaði og blandið við rjómann og setjið á botninn daginn áður en tertan er borin fram. Setjið súkkulaði yfir að endingu. EFTIRRÉTTUR 2 Döðlu, hnetu og súkkulaðiterta 4 egg 1 bolli sykur 1 ½ bolli möndlur 1 ½ bolli döðlur 1 stk suðusúkkulaði ½ bolli hveiti 1 tsk lyftiduft Aðferð: Eggin og sykurinn eru þeytt vel saman og svo hinu blandað saman, smábrytjuðu. Sett í tvö form. Bakað í 20 mín. á 175°C. Þeyttur rjómi og bananar sett á milli. Verði ykkur að góðu!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.