Feykir


Feykir - 21.06.2012, Qupperneq 1

Feykir - 21.06.2012, Qupperneq 1
fff BLS. 6 BLS. 2 Elín Ása Ólafsdóttir frá Hvammstanga Lumar á girnilegum uppskriftum BLS. 11 Spjallað við Evelyn á Lýtingsstöðum Hestar og menn- ingararfleifð Tónleikar til styrktar Stefáni Jökli Opinn faðmur og útréttar hendur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 24 TBL 21. júní 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Sumarhátíðir og Lummudagar 2012 Áframhaldandi gleði og gaman Sumarið er gengið í garð og þá er tími hinna ýmissa hátíða og skemmtana en nú þegar er Þjóðhátíðardagurinn og Jónsmessuhátíðin á Hofsósi að baki. Þó er óþarfi að örvænta því að framundan er áframhaldandi gleði og gaman. Um helgina verða Smábæjarleikarnir og Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi, Sumarhátíðin Bjartar nætur í Hamarsbúð á Vatnsnesi, Landsmót hestamanna í Reykjavík og síðast en ekki síst bæjarhátíðin Lummudagar á Sauðárkróki. „Við byrjum á fimmtudegi með setningarathöfn upp í litla skógi sem er nýbreytni í ár,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir, einn skipuleggjandi Lummudaga. „Þar ætlum við að fara í leiki kl. 18 og svo mun FISK bjóða upp á fiskisúpu kl. 19. Síðan njótum við þess að vera saman og syngjum nokkur lög,“ segir hún. „Föstudagurinn einkennist svo af leikjum og skemmtilegheitum. Sápufótbolti verður í Ártúninu og Skátarnir standa fyrir ratleik. Svo má ekki gleyma götugrillinu,“ segir Sigríður Inga. „Á laugardaginn verður steikjandi hiti og sól og þvílík götumarkaðsstemming á Skagfirðingabrautinni og Aðalgötunni. Bílaklúbbur Skagafjarðar verður með kassabílarallý við Ráðhúsið og það er um að gera ef fólk lumar á kassabíl að taka hann með sér þangað,“ segir hún „Svo verður fullt af skemmtilegum mörkuðum, flottir Skagfirskir tónlistakrakkar láta í sér heyra, tísku- sýning frá Jóhönnu Ey, Kaffihús á Kirkjutorginu, Maddömmurnar verða á sýnum stað að gefa lummur og í Gúttó verður lummulegur markaður með Zumba dans og tónlist,“ segir Sigríður Inga. „Ég vona ég að allir finni eitthvað við sitt hæfi og njóti þess að vera saman, skemmta sér og öðrum. Lummudagar eru kannski svolítið frábrugðnir öðrum bæjarhátíðum þar sem við erum ekki að eyða neinum peningum í hana heldur notum við það bráðskemmtilega fólk sem við eigum hér til þess að skemmta okkur,“ segir hún og að lokum óskar öllum gleðilegra Lummudaga 2012 og vonar að allir skemmti sér vel. Upplýsingar um dagskrána má sjá í blaðinu á bls. 3 og á FEYKIR.IS /BÞ KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air BenQ RÉTTI SKJÁRINN FYRIR ÞIG Glæsilegir FULL HD skjáir frá BenQ með 1920x1080 upplausn ásamt SensEye tækni sem tryggir ótrúlega skerpu og litadýpt. Eyrarlandi 1, 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 / Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.