Feykir


Feykir - 21.06.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 21.06.2012, Blaðsíða 9
24/2012 Feykir 9 ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Þórólfur Stefánsson Zepparnir eru líka alltaf æði Þórólfur Stefánsson er brottfluttur Skagfirðingur sem nú býr í Jönköping í Svíþjóð og kennir þarlendum gítarslátt. Hann fæddist árið 1961 og ólst upp á Öldustíg 3 á Sauðárkróki og svo náttúrlega í sveitinni hjá afa og ömmu. Þórólfur fékk snemma áhuga á gítarleik og lék í nokkrum hljómsveitum áður en hann flutti búferlum til sænskra frænda vorra. En nú er komið að hinum árlegu V.S.O.T. tónleikum í Bifröst sem fyrst voru settir upp fyrir gamla kunningja sem langaði að djamma eina kvöldstund með Þórólfi. Það verður engin undantekning þetta árið og verða tónleikarnir haldnir nk. laugardagskvöld og er liður í Lummudögum. Helstu tónlistarafrek? Eru að eigin mati að hafa haldið 90 mín. langa klassíska gítartónleika í Hvammskirkju í Laxárdal á sama tíma og Ísbirnir voru á vappi á Skaganum og sloppið lifandi. Kirkjan var troðfull af Skagabændum og öðru góðu fólki. Svo hef ég spilað alveg fullt við allskonar aðstæður en er alltaf stoltur yfir því að hafa fengið að frumflytja gítarverkið "Dulcinea" f. gítar og strengjasveit e. Þorkel Sigurbjörnsson í Dómkirkjunni í Linköping.... Uppáhalds tónlistartímabil? Er líklega árin uppúr 67...til 72, annars hefur alltaf verið fullt af góðri tónlist á öllum tímabilum, að mínu mati. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Gítarleikararnir Vicente Amigo og Gerardo Nunez og grúppan Quadro Nuevo. Zepparnir eru líka alltaf æði. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Ragga Bjarna, Ellý Vilhjálms, Óskalög sjúklinga, Karlakóra og einsöngslög...... (mamma söng rosalega mikið við heimilisstörfin). Hvað var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Bítlarnir, lítil LP Love me do, keypt í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur í skólaferðalaginu m. 6. bekk til Reykjavíkur árið 1972. Hvaða græjur varstu þá með? -Þá voru allir með Dual Stereo græjur (sem ég tengdi fyrsta rafgítarinn minn í seinna meir og sprengdi í tætlur, og útvarpið heima líka). Hvað syngur þú helst í sturtunni?-„...Yfir löööönd, yfir hööööf....hvert sem liiiigja mín spor......" Wham! eða Duran? -NEI TAKK!! Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? -http://www.youtube.com/ watch?v=OLg7TtPE6ag - UHHHHHHHHH YEAH...........= Led Zeppelin Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -http://www.youtube.com/ watch?v=mWW3zQttNsc = Pedro Almodóvar - Hable con ella Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Ég færi nokkur ár afturábak í tímann með Skafta bróður á tónleikana með Led Zeppelin í Royal Albert hall 9. jan 1970 Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? -Engan...bara þá mig sjálfan :D Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -LED ZEPPELIN I, II, III og IV /PF Nýr rekstraraðili tekinn við ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Rakel Runólfsdóttir skrifar frá Hvammstanga Hvað er að frétta? Ég hitti gamlan vin úr grunnskóla fyrir skemmstu, hafði ekki hitt hann í um það bil 10 ár. Þetta voru fagnaðarfundir og þegar ég hafði heilsað honum með kossi og faðmlagi spurði ég hann hvað væri að frétta. „Allt gott bara“ – já, frábært sagði ég, þá mundi ég eftir því að ég sá á facebook að hann var búinn að eignast barn. Ég óskaði honum aftur til hamingju með barnið (var búin að gera það á facebook). Gengur ekki vel með pjakkinn? - var næsta spurning, ég vissi það reyndar líka af því að ég sá myndir af því á facebook að barnið var farið að skríða og búið að jafna sig á kvefinu sem það var með í síðustu viku. „Jú hann er frískur og hress“. Heyrðu já, og þú varst að útskrifast úr háskóla, til hamingju með það sagði ég aftur (ég var líka búin að óska honum til hamingju á facebook). „Já, takk“. Á þessum tímapunkti var ég að átta mig á því að ég vissi nákvæmlega hvað var að frétta af gamla vininum. Ég vissi meira að segja hvað hann gerði kvöldið áður, hvað hann borðaði í hádeginu og að hann væri að fara til Spánar eftir tvær vikur með vinnufélögunum. Við tók frekar vandræðaleg en sem betur fer stutt þögn. ... hvað er annars að frétta af mömmu þinni ??! (hún er ekki með facebook) Ég fékk töluverðar fréttir af mömmunni, vininum fannst gaman að segja frá og sérstaklega þær óvæntu fréttir að hún væri komin í sambúð eftir að hafa búið ein um áratuga skeið. Ég hef ekki fengið óvæntar fréttir síðan fyrir facebook. Næst þegar ég hitti gamlan vin úr grunnskóla er sennilega bara best að koma sér beint að efninu: „Hvað er að frétta af mömmu þinni?“. - - - - - Rakel skorar á Erlu Ísafold Sigurðardóttur á Blönduósi að taka við pennanum. Ferðaþjónustan á Hólum Þann 1. júní sl. tók Valgerður Björg Stefánsdóttir við rekstri Ferðaþjónustunnar á Hólum af Hildi Þóru Magnúsdóttur sem hefur snúið sér að tjaldstæðarekstri í Skagafirði. Valgerður sem er nemi á ferðamálabraut á Hólum mun hún sjá um reksturinn í sumar og halda svo áfram í skólanum þegar haustar. Meðal þess sem Ferðaþjónustan býður upp á í sumar eru gönguferðir á laugardögum sem kallast „Í fótspor Guðmundar góða“ en þá verður farið upp í Gvendarskál með leiðsögn. Einnig verða farnar tvær lengri gönguferðir í sumar og verður þá gengið í þrjá daga í nágrenni Hóla og í Þórðarhöfða en með bækistöð á Hólum. Áhugasamt göngufólk er hvatt til að kynna og nýta sér þessa nýjung Ferðaþjónustunnar á Hólum. /PF Þórólfur með fyrsta gítarinn sinn sem hann keypti af sjómanni fyrir eina brennivínsflösku. Söngnámskeið, Barokkmessa og Lokatónleikar Jón Þorsteinsson dósent við tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi, heldur meist- aranámskeið í barokksöng á Barokk-hátíðinni og eru tímarnir opnir þeim sem vilja fylgjast með. Barokkmessa verður haldin sunnudaginn 24. júní kl 11, sem er jafnframt lokadagur hátíðarinnar. Þann dag verða einnig lokatónleikar hátíðarinnar kl. 14 og verður aðgangur ókeypis. Barokkhátíðin á Hólum er kjörið tækifæri fyrir alla þá sem vilja kynna sér betur barokktímabilið og tilvalið að fá sér bíltúr heim að Hólum og njóta þess sem hátíðin hefur uppá að bjóða. Ekki er nauðsynlegt að vera alla dagana heldur er hægt að sækja einstakan viðburð, allt eftir því hvað hentar. Nánar um hátíðina má finna á www.barokksmidjan. com eða hjá Kristínu Höllu g ut t i k r i s t i n @ s i m n e t . i s . Menningarráð Norðurlands vestra styrkir verkefnið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.