Feykir


Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 25/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans Austan vatna hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Hvalfjarð- arsveitar, frá 26. júní sl., var það einróma álit Fræðslu- og skólanefndar að væri hæfasti umsækjandinn um stöðu skólastjóra. /BÞ Hofsós Fékk skóla- stjórastöðu í Hvalfjarðar- sveit LEIÐARI Íslendingar setjast að kjörborðinu Næstkomandi laugardag setjast Íslendingar að kjörborðinu og kjósa sér forseta. Landsmenn hafa ekki farið varhluta af kosningaherferðum frambjóðenda í fjölmiðlum en þeir hafa keppst við að vekja athygli á sinni persónu og fyrir hvað þeir standa, sumir eru óneitanlega meira áberandi en aðrir. Margir hverjir fyllast eflaust valkvíða því aldrei fyrr hafa jafn margir frambjóðendur verið í boði. Í Stjórnarskrá Íslands segir að „sá, sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, er rétt kjörinn forseti.“ Þykir þetta kosningakerfi afar ófullkomið og löngum verið gagnrýnt enda er það eitt af þeim atriðum sem hafa verið til endurskoðunar hjá stjórn- lagaþingi. Samkvæmt tillögum stjórnlagaþings myndu kjósendur raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti en þetta fyrirkomulag hefur verið notað um hundrað ára skeið víða um heim með góðum árangri. Allar líkur eru á því að Íslendingar séu nú að kjósa í hinsta sinn samkvæmt núverandi kosningakerfi og sú staða getur komið upp að verðandi forseti sitji í embætti í umboði mikils minnihluta þjóðarinnar, hvorki kjósendum né fram- bjóðendum til farsældar. Berglind Þorsteinsdóttir blaðamaður Heimildir: Gunnar Helgi Kristinsson, „Stefnir í merkilegar forsetakosningar“, Mbl.is, Skoðað: 27.6.2012. „Frumvarp“, Stjórnlagaráð.is. Skoðað: 27.6.2012 Stjórnarskrá Íslands. Snerpa.is. Skoðað: 27.6.2012 Hertz hefur opnað nýtt umboð á Sauðárkróki í samstarfi við KS, Kaupfélag Skagfirðinga, og er það liður í að efla þjónustunet bílaleigunnar á landsvísu. „Á Sauðárkróki verður boðið uppá gott úrval nýrra bílaleigubíla, allt frá Yaris til öflugra Land Cruiser jeppa,“ segir í fréttatilkynningu frá bílaleigunni. Hertz bílaleiga rekur nú 11 starfstöðvar víðsvegar um landið og eykur þannig við þéttriðið þjónustunet sitt. Umboðið er staðsett við þjónustuverkstæði Kaupfél- agsins í Kjarnanum, Hesteyri 2, þar mun bílaleigan þjón- usta m.a. fyrirtæki, einstakl- inga, verkstæði og trygging- arfélög. „Það er von Hertz að þessi opnun uppfylli þarfir viðskiptavina á svæðinu,“ segir loks í tilkynningu. /BÞ Sauðárkrókur Veiðifréttir Hertz bíla- leiga opnar Stórlaxar Hólar í Hjaltadal Stemmningin góð á Þórudeginum á Hólum Stuðningsfólk Þóru Arnórsdóttur um land allt tók höndum saman sl. sunnudag og haldnir voru ríflega 90 viðburðir á svokölluðum Þórudegi. Norðurland vestra var þar ekki undanskilið því haldin var grillveisla fyrir utan Bjórsetrið á Hólum í Hjaltadal. Samkvæmt Guðmundi Birni Eyþórssyni, hjá Bjórsetri Íslands, var stemmningin góð á Þórudeginum á Hólum og áætlar hann að um 25-30 manns hafi komið þar saman, „sem telst nú bara allgott á sunnudagseftirmiðdegi þegar sumarfrí eru byrjuð,“ segir hann. Það voru Bjarni Kristó- fer Kristjánsson og Guðrún Helgadóttir sem sáu um að skipuleggja Þórudaginn og þar var boðið upp á pylsur og með því. „Það er nú ávallt góð stemmning þegar fólk tekur sig saman hér heima að Hólum og grillar fyrir utan Bjórsetrið, tala nú ekki um af heimabjórinn Vesturfari er tengdur í dæl- urnar,“ segir Guðmundur í lokin. /BÞ frh. Sveitarfélögin áttu þegar í miklu samstarfi sem hefur auðveldað samrunan til muna og ferlið hefur því ekki verið eins flókið og ætla mætti. Sumt segir Skúli þegar vera komið til framkvæmda og annað er í vinnslu. „Unnið hefur verið að því að breyta fyrirkomulagi skólamála og mun sú breyting taka gildi frá og með næsta skóla ári, þ.e. í haust. Nú verður börnum í 1.- 4. bekk kennt á Borðeyri en börn í eldri bekkjum fara í skóla á Laugarbakka, en áður skiptist það við 1.-7. bekk, og er það helsta breytingin,“ útskýrir Skúli. „Einnig hafa verið gerðar breytingar á skólastjórn en leik- og grunnskólinn hefur verið færður undir forræði leikskóla- stjóra Leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga, Guðrúnar Láru Magnúsdóttur. Ráðinn hefur verið aðstoðarskólastjóri, Þór- unn H. Þorvaldsdóttir, og mun hennar meginstarfstöð vera á Borðeyri,“ segir Skúli. „Hvað stjórnsýslu varðar hefur vinnuhópur verið að yfirfara reglugerðir, samþykktir og gjaldskrár í vetur og skoða hvað þurfi að samræma, því starfi lýkur í haust,“ segir Skúli og bætir við að einnig hafa ráðgjafar frá KPMG verið að gera úttekt á stjórnsýslunni og munu þeir jafnframt skila skýrslu sinni í haust. /BÞ Veiðin byrjaði í Víðidalsá og Fitjá sl. sunnudag og seinni part sama dag var búið að landa níu löxum en samkvæmt heimasíðu Lax-á var þetta allt stórlax, á bilinu 80-93 sm. Það var Veiðiklúbbur Roundtable Íslands sem voru við veiðar. „Flestir hafa veiðst á litlar flugur 12-16 enda lítið vatn og aðstæður frekar erfiðar sól og hiti. Fiskurinn er vel dreifður og eru komnir fiskar upp um alla á,“ segir á heimasíðu Lax-á. /BÞ Húnaþing vestra : framhald af forsíðu Samruninn hefur gengið liðlega fyrir sig Hvammstangi Hefur gefið tæpar 28 milljónir króna til tækjakaupa Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga var haldinn þann 19. júní síðastliðinn. Þar kom fram að samtökin hafa gefið samtals tæpar 28 millj. kr. til tækjakaupa fyrir Heilbrigðisstofnun Vestur- lands Hvammstanga, frá stofnun samtakana árið 2006, þar af á sl. starfsári voru keypt tæki fyrir um 1,5 millj. kr. Á haustmánuðum var enn- fremur tekin sú ákvörðun að hollvinasamtökin kæmu að kaupum á nýju bjöllukerfi fyrir hjúkrunar og sjúkradeild og voru lagðar alls 3,5 milljónir til þess verkefnis á þessu ári, en Velferðarráðuneytið fjármagn- aði hinn hlutann. Alls kostaði bjöllukerfið uppkomið um 8 milljónir króna. /BÞ Skagfirðingur sigrar ljóðasamkeppni Menning Í tilefni af vorhátíð í sveitarfélaginu Árborg efndi Sunnlenska bókakaffið til ljóðasamkeppni þar sem yrkisefnið var Selfoss og var það Skagfirðingur Kristján Runólfsson sem bar þar sigur úr býtum. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Sunnlenska bókakaff- inu var það samdóma álit dóm- nefndarinnar í því áliti að besta ljóðið væri Selfossljóð Æskuláps sem hér fylgir. „Höfundar skiluðu ljóðum sínum inn undir dulnefni og bakvið nafnið Æskulápur leynd- ist hagyrðingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði,“ segir í fréttatilkynningu. Ljóð Kristjáns má sjá hér til hliðar. /BÞ Selfoss Hér er fögur byggð við brúna, á bökkum fljóts sem ásýnd hefur, frjósemd hinna fornu túna, farsælt mannlíf af sér gefur. Áin sem um eilífð streymir, ætíð vökvar rós á bakka, okkar framtíð áfram teymir, öll er byggðin henni að þakka.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.