Feykir


Feykir - 28.06.2012, Side 3

Feykir - 28.06.2012, Side 3
25/2012 Feykir 3 DótaDagar fimmtuDag, föstuDag og laugarDag 20% afsláttur af leikföngum og spilum! Smábæjarleikar Arion banka og Landsbankamótið Fótboltafjör beggja vegna Þverárfjalls Krakkar spiluðu fótbolta beggja vegna við Þverárfjallið sl. helgi en Smábæjarleikar Arion banka voru haldnir á Blönduósi og Landsbankamótið var á Sauðárkróki. Veðurguðirnir léku við þátttakendur líkt og aðra íbúa Norðurlands vestra, með sólskini og hlýjum vindum. Á Smábæjarleikunum tóku um 55 lið þátt frá 16 félögum vítt og breytt um landið og keppt var í yngri aldursflokkum, bæði pilta og stúlkna. Talið er að keppendur hafi verið um 500 talsins, auk þjálfara og liðstjóra. „Því er óhætt að segja að íbúa- fjöldi á Blönduósi hafi að minnsta kosti þrefaldast um helgina,“ segir á heimasíðu Hvatar en þar má einnig finna úrslit helgarinnar. Yfir 500 þátttakendur voru á Landsbankamótinu á Króknum um helgina, einnig frá félögum vítt og breytt um landið en mótið er fyrir stelpur í 5. 6. og 7. flokki. Úrslit mótsins má finna á heimasíðu Tindastóls. /BÞ Það var mikið fjör á vel heppnuðu Landsbankamóti á Sauðárkróki um helgina, enda veðrið gott og gaman í fótbolta. Myndir: ÓAB Dómari á Smábæjarleikunum frá Hollandi, 69 ára að aldri. Mynd: Guðmundur Karl Ellertsson Myndir frá Smábæjarleikunum á Blönduósi. Myndir: Húni.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.