Feykir


Feykir - 28.06.2012, Side 4

Feykir - 28.06.2012, Side 4
4 Feykir 25/2012 Skógrækt í Skagafirði Umhverfishópur Landsvirkjunar, Blöndustöð ásamt sjálfboðaliðum luku nýlega við að gróðursetja 18.000 kynbættar birki- plöntur sem upprunnar eru úr Geirmundarhólaskógi í Hrollleifsdal í verkefni um endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði. Eingöngu eru notaðar upprunalegar skagfirskar trjáplöntur í verkefnið. Alls tóku um 25 manns þátt í gróðursetningunni að þessu sinni. „Gera má ráð fyrir að milli 500 og 600 vinnustundir liggi hér að baki og milli þrjú og fjögurþúsund eknir kílómetrar, svo geta má nærri um verðmæti þess sem lagt er til samfélagsins í Skagafirði. Nú er lokið við að gróðursetja í ríflega tvo þriðju þess lands sem félagið hefur til afnota, en það er á þriðja tug hektara,“ segir Steinn Kárason framkvæmdastjóra Brimnes- skóga og bætir við að um langstærstu gróðursetninguna er að ræða fram til þessa, við endurheimt Brimnesskóga. Eins og áður eru plönturnar framleiddar hjá Barra hf á Egilsstöðum og er það nýmæli að plönturnar voru afhentar frosnar í pappakössum, 80 stykki í hverjum kassa. „Þetta þýðir í raun að hjá plöntunum er árstíminn eins og í mars – apríl, og eru þær lauflausar eins og að vetri þegar þær eru gróðursettar, nú um miðjan júní. Þetta dvalarástand plantnanna hefur þann kost að rótarhnausinn er gegndrepa af næringarríku vatni og plantan tekur sáralítið vatn til sín í þessu ástandi miðað við fulllaufgaða plöntu, sem annars væri raunin undir venjulegum kringumstæðum,“ segir Steinn. Undanfarin tvö til þrjú vor hefur jarðvegur á ræktunar- svæðinu verið mjög þurr, samkvæmt Steini, svo til vand- ræða hefur horft, en nú í vor segir hann ástandið vera betra en verið hefur og er það væntanlega vísbending um enn betri árangur af ræktunar- starfinu. Stefán S Guðjónsson og Steinn Kárason við afhendingu umhverfisstyrks Landsbankans í Listasafni Íslands fyrir skömmu. Margir hafa lagt verkefninu lið orðið lið í gegnum árin og í liðinni viku bættist Lands- bankinn í hóp styrktaraðila. „Þá átti félag um endurheimt Brimnesskóga því láni að fagna að hljóta umhverfisstyrk Lands- bankans. Jón Bjarnason fyrr- verandi landbúnaðarráðherra og Landbúnaðarráðuneytið hafa lagt verkefninu lið, ásamt Pokasjóði og mörgum fleirum,“ segir Steinn og útskýrir að vonir standa til að á næstu vikum verði gengið frá samstarfs- samningi, fyrir tilstuðlan Innanríkisráðuneytsisins með milligöngu Skógræktarfélags Íslands, milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Brimnesskóga verkefnisins um fjárframlag. „Ýmsir aðrir hafa lagt verk- efninu lið, bæði beint og óbeint og mætti í því sambandi nefna t.d. Skagfirðingabúð og KS á Eyri og síðan en ekki síst Helgu Gunnlaugsdóttur garðyrkju- stjóra Skagafjarðar. Steinn Kárason framkvæmda- stjóri Brimnesskóga og Stefán S. Guðjónsson stjórnarfor- maður höfðu umsjón með framkvæmdunum. Starf stjórnarmanna Brimnesskóga félags er sjálfboðavinna. Auk Steins og Stefáns skipa stjórnina þeir Sölvi Sveinsson, Jón Ásbergsson og Vilhjálmur Egilsson. „Stjórnarmenn vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg til að gera endurheimt Brimnesskóga að veruleika,“ segir Steinn að endingu. /BÞ Endurheimt Brimnes- skóga hinna fornu Ungmenni úr umhverfishópi Landsvirkjunar í Blöndustöð unnu við gróðursetningu í Brimnesskóga. Mikil hamingja og lítið um slagsmál Skagfirska brugghúsið Gæðingur Öl hefur fært út kvíarnar og opnað ölstofu í Reykjavík. Feykir sendi Árna Hafstað, eiganda brugghússins, nokkrar spurningar um Microbar. Hvernig kom upp sú hugmynd að opna Micro- bar í Reykjavík? -Í svefni þann 20. mars sl. Ástæðan fyrir því liggur sennilega í því að þá var nýbúið að henda Gæðingi og Kalda af krana á eina barnum í Reykjavík sem við vorum á. Þá varð mér ljóst að nánast vonlaust væri að koma bjórnum inn á venjulegu barina. Þá væri ráðið að opna óvenjulegan bar sem ég tel að hafi nú tekist. Hvernig gekk að koma barnum á laggirnar? -Hratt og vel. Húsnæðið fann ég sama dag og ég fékk hugmyndina. Orðaði þetta strax við hönnuði og Hug- leik, sem myndskreytti staðinn (eins og alla flösku- miðana). Ingunn systir mín, arkitekt, sá svo um hönnun með góðra vina hjálp. Skag- firskir smiðir (Óli Begga og Helgi Þorleifs) tóku fram tjöldin og pokana og dvöldu syðra til síðasta hamars- höggs. Leyfaumsögn fór sína leið í kerfinu og allt kom heim og saman um síðir. Hver er sérstaða barsins? -Það sem á honum fæst. Þar fást 8 tegundir af bjór á krana, allar frá þessum 3 örbrugghúsum sem finnast í landinu; Gæðingi, Kalda og Ölvisholti. Einnig er mikið úrval sérbjóra á flöskum, sem sumar hverjar fást t.d. ekki í Vínbúðinni. Þið opnuðu barinn þann 1. júní, hvernig var stemn- ingin? -Jákvæð. Frábærar undirtektir, mikil hamingja og lítið um slagsmál. Fullt af fólki; konur og menn, ungir og gamlir, ættingjar og vinir, Íslendingar, útlendingar og jafnvel einhverjir aðrir:) Semsagt, næstum allir og í góðu skapi. Ég sá að það er kominn nýr Micro bjór, væntanlega í tilefni opnunar barsins. Viltu segja aðeins frá honum? -Frískandi lager- bjór með sumarlegum Ný- sjálenskum humlatónum. Jói bruggari skáldaði, sullaði saman og sauð. GÓÐUR bjór Eitthvað að lokum? -Nei, allt í þessu fína. Bara muna að þeir sem gleyma að fara í ríkið og kaupa Gæðing, geta skellt sér á skeið á Microbar. /BÞ Gæðingur Öl opnar bar í Reykjavík Norðurland vestra Framlag úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga 428 milljónir Áætlað framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra á árinu 2012 nemur um 428 milljónum króna. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfn- unarsjóðs um endurskoðaða áætlun á úthlutun framlaganna. Samkvæmt frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytisins er út- gjaldaþörf Norðurlands vestra tæpar 509 milljónir króna en rúm 81 milljón er áætluð í útsvarstekjur. Sem fyrr segir er framlag Jöfnunarsjóðs til Norðurlands vestra um 428 milljónir króna en heildarupphæð framlaganna eru rúmir 9,6 milljarðar króna, og hlutur Norðurlands vestra því um 4,4% af heildar- upphæðinni. /BÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.