Feykir


Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 25/2012 „Hópurinn hittist einu sinni í viku með það að markmiði að fylgja eftir viðburðum sem þátttakendur hafa áhuga á að taka þátt í eða framkvæma. Þátttakendur eru hvattir til að sækja viðburðina og aðstoða sjálfboðaliðar við skipulagn- ingu og framkvæmd,“ útskýrir Auðbjörg og bætir við að fundirnir stuðla að auknum og innihaldsríkari samskiptum þátttakenda og styrkir félags- færni þeirra sem þá sækja. Síðast liðin ár hefur hópurinn notið góðs af styrkjum frá ýmsum félagasamtökum og fyrirtækjum sem hefur gert þeim mögulegt að fara í lengri og styttri ferðir án þess að þurfa sjálf að standa straum af kostnaði við að hafa með sér aðstoðarfólk. Auðbjörg segir Kaupfélag Skagfirðinga hafa skipt sköpum fyrir starfsemi hópsins og færir miklar þakkir fyrir þá styrki sem það hefur gefið til tómstunda fyrir fatlað fólk. Hópurinn hefur notið góðs af þessum styrkjum bæði beint frá Kaupfélagi Skagfirðinga og í gegnum ferðasjóð fatlaðra í Skagafirði, sem var stofnaður árið 2007. „Sjóðnum hefur verið haldið við þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu og er það von okkar að svo verði áfram því hann hefur gert hópnum kleift að ferðast til útlanda, auk minni ferða innanlands. Farið var í ferð til Mývatns fyrir jólin fyrir styrk úr sjóðnum,“ segir hún. Þá færir Tómstundahópurinn einnig Sveitarfélaginu Skagafirði þakkir fyrir gera því fólki sem býr yfir sérþekkingu, og starfar hjá sveitarfélaginu, kleift að fara með þegar hópurinn fer á flakk en samkvæmt Auðbjörgu hefur það reynst afskaplega vel. Hér koma nokkrar færslur úr ferðadagbók Tómstundahóps Rauða krossins. Usli og fjaðrafok Aðventuferðin til Mývatns var farin þann 19. nóvember, áður en allt fór á fullt fyrir jólin. Gist var á Sel Hótel Mývatn í eina nótt. Þegar við komum á hótelið og vorum að týna inn farangurinn, þá var allt í einu kominn jólasveinn í hópinn og olli hann miklum usla og fjaðrafoki á svæðinu. Um kvöldið var risa- hlaðborð á sérstyrktum borð- um til að bera þungann af kræsingunum, þetta kvöld fór enginn svangur í rekkju. Um morguninn örlaði varla á svengd og hungur var víðsfjarri. Eftir morgunhressingu var raðað í langferðabílinn og ekið hringinn í kringum Mývatn með smá stoppi í Dimmu- borgum, þar sáust engir jóla- sveinar þrátt fyrir gott skyggni, kannski of langt til jóla og þeir flestir ennþá heima í helli sínum. Á leiðinni heim var farið í gegnum Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og skoð- aðar jólaskreytingar. Blíðviðri, keyrsla og snæðingur Þann 1. júní síðastliðinn lagði Tómstundahópurinn upp í sumarferð. Ferðin lá suður yfir heiðar, á suður undir- lendið. Sólin kom upp með meðfylgjandi hita og gaf forsmekkinn af því sem beið hópsins yfir helgina. Fyrsti dagur ferðarinnar einkenndist af áframhaldandi blíðviðri, keyrslu og snæðingi. Fyrsta stopp var tekið við Egilsgarð í Borganesi þar sem sá gamli góði siður var tekinn að borða heimalagað nesti. Við verðum reyndar að viðurkenna að Svalinn fékk að sigra vatnið að þessu sinni. Leiðin lá svo á Selfoss þar sem fallega uppábúin rúm biðu okkar í aðgengileg- um og rúmgóðum herbergjum. Eina vandamál ferðarinnar kom upp strax þegar verið var að koma ferðatöskunum, og öðru dóti sem við þurfum á að halda, inn á hótelið. Þegar persónulyftarinn rúllaði inn á hótelið þá uppgötvaðist að seglið hefði gleymst. Lyftarinn gerir lítið gagn án seglsins þar sem hann er notaður til að aðstoða þá sem þurfa að komast úr hjólastól sínum yfir í rúm eða aðra stóla og myndar sæti fyrir þann sem þarf að hefja á loft. Næturvörður Hótel Selfoss tók sig þá til og hringdi stanslaust fyrir okkur þar til hann fann segl sem við gátum nálgast. Hann er með sama mottó og Tómstundahópur Rauða kross Íslands: Það er allt hægt, hið ómögulega tekur bara örlítið lengri tíma og það eru enginn vandamál, bara lausnir. Á meðan að næturvörður Hótel Selfoss var að finna lausn á vandamálinu okkar kom hópurinn sér fyrir á fyrstu hæð hótelsins og rölti svo í mat þar sem beið þeirra dýrindis súpa og kjúklingabringur. Þar sem hópurinn var frekar seint á ferð, og matur ekki snæddur fyrr en kl. 20:30, þá lá leiðinn í rúmið fljótlega eftir að kvöldverður hafði verið snæddur. Kynjóttar kerlingar, ljúfir tónar og fataleppar Laugardagurinn 2. júní var tekin passlega snemma. Eftir glæsilegt morgunverðarhlað- borð, sem bar engin ummerki af niðurskurði síðustu ára, rölti hópurinn út í rútu þar sem leiðinn lá að Sólheimum í Grímsnesi. Þegar mætt var í rútuna var veðurblíðan svo mikil að miðstöðin í rútunni var stillt næstum á alkul. Bílstjórinn okkar, Steinn Sigurðsson, var beðin um að íhuga þessháttar búnað í bílinn, því enn var mjög heitt í bílnum þrátt fyrir að topplúgur bifreiðarinnar væru einnig opnar. Á Sólheimum var opnunar- hátíð Menningarveislu Sól- heima og verður hún í gangi í allt sumar. Áður en opnunar- hátíðin hófst keyrðum við um svæðið eins og aðstæður leyfðu og skoðuðum okkur um. Næst á dagskrá var að næra hópinn á dýrindis steiktum fiski, ásamt meðlæti. Eftir matinn rölti hópurinn um svæðið með öðrum gestum hátíðarinnar. Þá skoðuðum við sýningarnar: Svona gerum við og Svona erum við, auk þess að hlýða á tónlistarflutning í VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Ferðasaga Tómstundahóps Rauða kross Íslands Skagafjarðardeild Rauða krossins starfrækir verkefni sem kallast Tómstundahópur Rauða kross Íslands. Markmið hans er að fjölga tómstunda tækifærum fyrir fatlað fólk en hópurinn fór í tvær ferðir á starfsárinu 2011 til 2012, annars vegar aðventuferð til Mývatns og hins vegar sumarferð á suðurlandið. Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, sjálfboðaliði hjá RKÍ, sagði Feyki frá starfsemi Tómstundahópsins og deilir ferðasögu hans með lesendum. Góðar stundir á ferð um landið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.