Feykir


Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 9
25/2012 Feykir 9 Ekki aftur snúið ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Svanhildur Guðmundsdóttir skrifar frá Sauðárkróki Upplifunin endurraðar tilverunni Ólýsanleg vellíðunartil- finning greip um sig inni í mér í fyrir nokkrum vikum þegar ég, sem stödd var í geymslunni minni í allt öðrum erindagjörðum, kom auga á svörtu talnalása flugtöskuna... töskuna, sem ég í eina tíð skildi aldrei við mig, töskuna sem ég ýtti aftur upp í hillu með þjósti fyrir nokkrum vikum, eftir margítrekaðar árangurslausar, verulega pirringskveikjandi tilraunir á bölvuðum talnalásnum. „Allt gott bara“ – já, frábært Já en... hva... auðvitað... hugsaði ég um leið og breitt bros breiddist út yfir varir mínar og tók sér varanlega stöðu þar. Ég gleymdi um leið öllum öðrum erindum í geymsluna, henti frá mér kassanum sem ég var ný búin að taka upp og horfði með andakt á töskuna í hillunni. Hún birtist mér allt í einu í einhverjum sérkennilegum ljóma - skyldi vera eitthvað merkilegt í henni eftir allt saman? Spennan magnaðist inni í mér og allt í einu fór tilveran að hreyfast í „slow motion“ ég sá hvar ég sjálf teygði fram höndina og snerti töskuna, greip þétt utanum ferlíkið og tosaði hana ákveðið út úr fylgsni sínu milli hrörlegs jólaskrautskassa sem hékk saman af gömlum vana og úttroðinnar skærgulrar bangsatösku, sem varð verulega fegin þessari skyndilegu aukningu á andrými og flýtti sér að ná sér í sinn skerf. YESSSSSSSSS - ég var verulega uppi með mér, hreykin og hróðug þegar ég byrjaði að rúlla tölunum á fyrri lásnum - klikk, klikk, klikk - hjartað tók smá auka kipp þegar ég bjó mig undir að smella... og viti menn - þetta virkaði - hehehehehe já maður! að sjálfsögðu virkaði þetta - hvernig gat ég svo sem mögulega nokkurn tíma hafa valið einhverjar aðrar tölur :) :) :) Ég fann sæluvímuna færast yfir mig og hríslast frá tám, í gegnum hnén, upp lærin, eftir hryggjarsúlunni og alla leið upp í gagnaugu á sama tíma og ég með talsverðri ákefð byrjaði að rúlla tölunum á seinni lásnum - klikk, klikk, klikk mmmmm hraðinn var mun meiri núna - OHHH ja! - ó já snillinn þú - það er ekki að spyrja að því - auðvitað small þetta allt saman. Ég þrykkti upp lokinu, opnaði töskuna og var eldsnögg að kíkja, áður en ég skoðaði hvort þarna væru geymdir gleymdir leyndardómar lífs míns - en svo reyndist að sjálfsögðu ekki vera - skynsama ég hafði að sjálfsögðu tæmt hana áður en henni var lokað síðast, svona ef... og bara sko EF svo ólíklega skyldi vilja til að lykilorðið myndi gleymast... sem eiginlega aftur er orðin raunveruleiki! Úbs! - - - - - Ég skora á hina frábæru Sigrúnu Heiðu Pétursdóttur Seastrand að leyfa okkur að njóta skrifa sinna. Guðný lifir og hrærist í Rallýinu Starf keppnisstjóra er fjölþætt en Guðný ber ábyrgð á allri keppninni frá upphafi til enda. „Keppnisstjóri sér um að finna leiðir, að leyfi fáist fyrir þeim hjá veghöldurum og lögreglu, fá starfsfólk, tryggingar, keppnisskoðun, leiðalokanir og fleira. Hann finnur fólk til að starfa með sér því umfang svona keppni er mjög mikið og nauðsynlegt að margir hjálpist að við framkvæmdina,“ útskýrir Guðný. „Miðsumarrallý BÍKR verður keyrt í Borgarfirði, nánar tiltekið um Kaldadal, inn að Surtshelli og Uxahrygg. Við munum hefja keppni klukkan 22:00 í Reykjavík og áætlað er að enda í Borgarnesi um 03:00 um nóttina,“ segir Guðný en þar munu tvær skagfirskar áhafnir þreyta keppni, þær eru Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson annars vegar og Þórður Ingvason og Björn Ingi Björnsson hins vegar. Rallý hefur löngum verið talin hættuleg íþrótt þar sem þátttakendur þeytast áfram á ógnarhraða í kappi við hvorn annan. Samkvæmt Guðnýju er Rallý í raun mun öruggari íþrótt en margir halda en vissulega geti orðið óhöpp eins og allstaðar annarstaðar. „Keppnisbílarnir er sérstaklega byggðir til að verja ökumenn ef óhöpp verða, það er í þeim veltibúr og mjög öflug öryggisbelti og keppendur eru með öryggishjálma,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Við þurfum að fara eftir mjög ströngum kröfum frá lögreglu og ekki síður frá samtökum í akstursíþróttum en rallý allstaðar í heiminum er haldið eftir reglum Alþjóða akstursíþróttasambandsins FIA, sem eru sömu samtök og sjá m.a. um Formúla 1 keppnirnar.“ Fann ástina í Rallýinu Guðný býr nú á Borgarnesi með eiginmanni sínum Aðalsteini Símonarsyni, en hún flutti þangað af Króknum sumarið 2010 eftir sjö ára búsetu í Skagafirðinum. Hún segir frá því hvernig hún kynntist Rallýinu og í kjölfarið ástinni í lífi sínu. „Einn góðan sumarmorgun í júlí 2009 hringdi góð kona í mig, Katrín María og plataði mig í tímavörslu. Það var ekki aftur snúið, þetta sport er mjög heppilegt fyrir adrenalínsfíkil eins og mig,“ segir hún og hlær. „Um haustið fórum við nokkrar skvísur úr Skagafirði að aðstoða við BÍKR-rallý á Snæfellsnesi en þar fann ég manninn minn, Aðalstein, hann keppti þar. Síðan þá hef ég unnið við flestar keppnir, bæði sem skipuleggjandi og tímavörður. Einnig keyptum við hjónin okkur rallýbíl sl. vor og höfum keppt saman á honum,“ segir hún. Aðspurð um hvort margar konur stundi íþróttina segir hún þær ekki vera margar. „Þó er kona efst að stigum í íslandsmótinu hjá aðstoðarökumönnum, Dagbjört Guðmundsdóttir. Nokkrar konur eru tímaverðir í hverri keppni en aðkoma kvenna að þessu sporti er að mínu mati of lítið ef litið er á heildina,“ segir Guðný. „Næsta keppni verður svo haldin af BS í Skagafirði, helgi- na 27.-29. júlí en sú keppni er alltaf mjög skemmtileg, fólk mætir á föstudegi með alla fjölskylduna í útilegu og góð tengsl myndast á milli fólks,“ segir hún í lokin. /BÞ Guðný Guðmarsdóttir er keppnisstjóri Miðsumarrallýs BÍKR, sem er þriðja umferð í Íslandsmótinu í Rallý og fer það fram nk. föstudagskvöld, 29. júní í Borgarfirðinum. Næsta keppni verður svo haldin af BS í Skagafirði, helgina 27. – 29. júlí. Feykir ræddi við Guðnýju og spurði hana út í Rallýið og hvernig áhugi hennar kviknaði á sportinu. Guðný ásamt eiginmanni sínum, Aðalsteini.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.