Feykir


Feykir - 28.06.2012, Qupperneq 10

Feykir - 28.06.2012, Qupperneq 10
10 Feykir 25/2012 Lummudagar í Skagafirði og Villtir svanir og tófa Lummudögum lauk í Skagafirði á sunnudag og heppnuðust þeir alveg lummandi vel. Veðrið lék við Skagfirðinga og gesti alla dagana og nóg um að vera, fólk var duglegt við að skreyta hús og hýbýli í sínum litum. Það voru íbúar Hólmagrundar sem báru sigur úr bítum í skreytinga- keppninni í ár og fögnuðu innilega þegar þeim var afhentur glæsilegur bikar á sunnudagskvöldið. Framkvæmd Lummudaga tókst með miklum ágætum og þrátt fyrir að margir gestir hafi heimsótt Skagafjörðinn var líkt og um venjulega helgi væri að ræða, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar hjá lögreglunni. Sigríður Inga Viggósdóttir, fram- kvæmdastýra Lummudaga, sagðist í samtali við Feyki vera hæstánægð með hvernig til tókst og vildi koma á framfæri þökkum fyrir frábæra helgi. Allir í gúddí fílíng á VSOT Tónleikar Villtra svana og tófu voru haldnir í Bifröst á Sauðárkróki sl. laugardagkvöld, sem hluti af dag- skrá Lummudaga. Þuríður Harpa Sigurðardóttir var á tónleikunum og sagði hún þá hafa verið einstaka en þar voru samankomnir ýmsir tónlistarmenn sem flestir áttu það sameiginlegt að vera Skagfirðingar. „Einkennandi var afslappað og gleðiskotið andrúmsloft, allir í „gúddí fílíng“ ef svo má að orði komast sem svo sannarlega smitaðist út til áhorfenda. Það er alveg hægt að taka undir orð kynnisins sem taldi að áhorfendur fengju skemmtun fyrir allan peninginn,“ segir Þuríður Harpa. Fram komu hljómsveitirnar Dætur satans, Hvítur hestur, Funk That Shit!, Contalgen Funeral, Stórsveit Pilla Prakkó, Feðginabandið, Skottuband Árna Gunn að ógleymdum Gilloni. „Villtir svanir og tófa lokuðu svo frábæru kvöldi. Forsprakkanum, Þórólfi Stefánssyni, má sannarlega færa þakkir fyrir framtakið sem virðist vera að festa sig í sessi sem heilmikil tónlistarveisla, en hann hefur staðið fyrir þessum samtíningi skagfirskra tónlistarmanna undanfarin ár, með dyggri aðstoð frá Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni,“ segir Þuríður Harpa í lokin. Hjalti Árnason var staddur á tón- leikunum og hér til hliðar má sjá nokkrar myndir sem hann náði í bland við aðrar myndir frá Lummudögum úr forum Feykisfólks. Sigríður Inga tók þó myndina af Hólmagrundar- hópnum. /BÞ & ÓAB Ljómandi lukkaðir Lummudagar

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.