Feykir


Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 28.06.2012, Blaðsíða 11
25/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina er meistari! Spakmæli vikunnar Það er góð gáfa að geta séð sjálfan sig með augum hinna. – Gunnar Dal Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Ragngrími Sveinólfi fannst eins og hann hefði keypt köttinn í sekknum þegar hann uppgötvaði að Loftveig Barmfríður kona hans væri með sílikonpúða. En þegar púðarnir fóru að leka gat Ragngrímur notað gumsið í gluggaþéttingar. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Feykir spyr... Fylgist þú með EM 2012? [ Spurt í Þreksport á Sauðárkróki ] FRIÐRIK HREINN HREINSSON Já, ég held með Spáni. HILDUR ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR Nei, ég hef ekki haft tíma til þess. PÉTUR BJÖRNSSON Já. Þjóðverjar vinna! STEFÁN VAGN STEFÁNSSON Já. Ég spái Spánverjum sigri, þeir eru bestir í dag. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Hrönn og Einar kokka Sesamhjúpuð bleikja og Finnsk eplakaka AÐALRÉTTUR Hvítkálsbaka bökuskel 100 gr hveiti 100 gr heilhveiti 1 tsk salt 150 gr smjör ½ dl ískalt vatn Aðferð: Hitið ofn í 180 °C. Setjið hveiti, heilhveiti og salt saman í skál og myljið smjörið saman við þar til það verður eins og smáar baunir. Gerið laut í hveitiblönduna og hellið vatni þar í og hnoðið létt saman þar til deigið er samlagað og sprungulaust. Pakkið í plastfilmu og geymið í ísskáp í 15 mín. Fletjið deigið út og þekið botn á eldföstu formi með því að láta deigið ná næstum upp á brún á forminu. Pikkið botninn með gaffli og forbakið í 10-15 mín. Fylling: 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksgeirar, saxaðir 200 gr hvítkál, skorið í bita 2 msk smjör/olía ½ dl vatn 1 tsk kumminfræ (ekki kúmen) 3 dl matreiðslurjómi 2 stk egg 1 stk eggjarauða 120-130 gr skinka, söxuð 100 gr ostur salt og pipar Aðferð: Steikið lauk, hvítlauk og hvítkál í smjöri/olíu á pönnu þar til það fer að mýkjast. Stráið kumminfræjum yfir og steikið með í smá stund. Hellið vatni á pönnuna, leggið lok yfir og látið sjóða í 4-5 mín. Þeytið egg, eggjarauðu og matreiðslurjóma létt saman, bætið skinku, osti og hvítkálsblöndunni út í og hellið í forbakaða skelina. Bakið í 40 mín. Berið fram með salati. Bakan er líka mjög góð köld. AÐALRÉTTUR Sesamhjúpuð bleikja 1200 gr bleikjuflök, beinlaus og í bitum Sesamkryddlögur: ½ dl hvítvín safi úr ½ límónu ½ dl soja sósa 4 msk dijon sinnep 1 tsk engifer (ferskur, smátt saxaður) 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir 1-2 tsk sesamolía 3 msk góð olía Aðferð: Allt sett í skál og blandað vel saman. Leggið bleikjuna í skálina og blandið vel. Geymið við stofuhita í 1 klst. Strjúkið það mesta af kryddleginum af og grillið í 2-4 mín. á hvorri hlið eða bakið í ofni á 180°C í 10-15 mín. Borið fram með salati, bökuðum kartöflum og hvítlaukssósu. Hvítlaukssósa: 1 dós sýrður rjómi 2 msk mayones 1 msk hvítlaukur, saxaður ½ tsk rautt chili aldin, smátt saxað 2 msk kóríander, saxað salt og pipar Aðferð: Blandið öllu saman og kryddið með salti og pipar. Látið standa 2-3 klst. áður en borin fram. EFTIRRÉTTUR Finnsk eplakaka Kakan: 2-3 jona gold epli 4 msk hveiti 120-130 gr sykur 1 stórt egg 250 gr sýrður rjómi Salt á hnífsoddi Ofan á: 50 gr hveiti 30 gr sykur 20 gr púðursykur ½ tsk kanill 80 gr kalt smjör Aðferð: Hitið ofn í 180°C. Flysjið og kjarnhreinsið eplin og skerið í bita. Hrærið saman hveiti, sykur, egg, sýrðan rjóma og salt í skál, bætið eplabitunum út í og blandið vel saman. Hellið blöndunni í fallegt bökuform. Bakið í 40 mín. Blandið hveiti, sykri, púðursykri og kanil saman myljið smjörið út í og blandið vel saman. Blandan verður að vera frekar mjúkur mulningur. Stráið mulningnum yfir eplablönduna í forminu. Bakið áfram í 10-15 mín. Berið fram volga með ís eða rjóma. Verði ykkur að góðu! Eins undarlega og það kann að hljóma þá voru teikni- myndasögurnar um Andrés Önd og félaga bannaðar í Finnlandi vegna þess að hann var ekki í buxum. Matgæðingar vikunnar eru Hrönn Jónsdóttur og Einar Svavarsson á Hólum í Hjaltadal og þau ætla að senda boltann á Krókinn og skora á Rögnu Jóhannsdóttur og Pétur Valdimarsson í Háuhlíðinni að koma með næstu uppskriftir. Krossgáta

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.