Feykir


Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 11 BLS. 5 Forsetaslagurinn á enda Draumur sem lifir ennþá BLS. 10 Ragnheiður og Marinó Ingi eru matgæðingar vikunnar Færeyskur kjúklingur Þórarinn Eymundsson var á Landsmóti hestamanna Fín stemning á Landsmóti Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 26 TBL 5. júlí 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Draumaferðin sem tók óvænta stefnu Föst í Kólumbíu Hjónakornin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níels- dóttir fóru til Kólumbíu fyrir síðustu jól til að hitta og sækja dætur sínar sem þau hugðust ættleiða. Ferðalagið átti að taka um sex vikur en hefur dregist á langinn og ekki útséð með það hvenær þau komist öll til Íslands. /Sjá viðtal á bls. 6-8 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska - Gæði - Gott verð Steinsmiðja Akureyrar Glerárgötu 36 Akureyri Sími 466 2800 sala@minnismerki.is www.minnismerki.is BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Þriðjungur banaslysa varð á Norðvesturlandi Norðurland vestra Við skoðun á umferðarslysum á Norðurlandi vestra á síðasta ári kemur í ljós að þriðjungur allra banaslysa á landinu varð þar en þau urðu alls tólf talsins. Eitt þeirra varð í þéttbýli, en hin þrjú á þjóðvegum. Til samanburðar varð eitt banaslys árið 2010 í þessum landshluta. Hafa ber í huga að þessi fjöldi er þrátt fyrir allt það lítill að varast skal að draga einhverjar ályktanir út frá þessu um versnandi stöðu umferðaröryggis í þessum landshluta. Í því sambandi þarf að meta þróunina til langs tíma á heildarfjölda látinna og alvarlega slasaðra. Færri slösuðust alvarlega í fyrra heldur en árið á undan eða 8 manns samtals, en voru 10 árið 2010. Fimm slösuðust alvarlega í akstri á þjóðvegum, en þrír í þéttbýli. Þar af var einn á Siglu- firði og tveir á Sauðárkróki. Umtalsverð fækkun varð á þeim sem skilgreindir eru lítið slasaðir eða úr 81 árið 2010 í 50 á síðasta ári. 43 slösuðust utanbæjar á svæðinu og 5 innanbæjar á Sauðárkróki. Alvarlegu slysin urðu með þeim hætti að í tveimur tilvikum var um að ræða árekstur bíls og bifhjóls, einu sinni féll maður af bifhjóli, einn ók útaf, einn lenti í reiðhjólaslysi og um var að ræða árekstur í eitt skiptið. Átta slösuðust alvarlega á svæðinu. Eðli umferðar í Húnavatnssýslum og Skagafirði hefur án efa talsverð áhrif á slys og slysahættu. Þar er mikil umferð gegnum sýslurnar milli Akureyrar og höfuðborgarsvæð- isins og margir ökumenn sem þekkja aðstæður ekki vel. Umferðarstofa vekur athygli á slysakorti sem er á vefnum www.us.is og á forsíðunni er borði sem á stendur Slysakort. Þar geta allir skoða slysastaði í sínu nærumhverfi. /Umferðarstofa

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.