Feykir


Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 26/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum María Ómarsdóttir og Erna Hreinsdóttir sendu erindi til sveitarstjórnar Skaga- strandar þar sem þær beina þeirri hugmynd að aflétta gæludýrabanni af einhverjum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með það í huga að fólk vilji fremur flytja til staðarins ef slíkur búsetuvalkostur sé til staðar. Sveitarstjórn ræddi erindið á síðasta fundi sínum og þakkaði bréfriturum áhuga þeirra og góðan hug en taldi ekki fært að verða við erindinu þar sem rök gegn gæludýrahaldi í íbúðum sveitarfélagsins hefðu ekki breyst og mismunun sem af slíku leiddi myndu leiða til þess að regla um bann við gæludýrahaldi verði í raun óvirk. /PF Skagaströnd Vilja aflétta gæludýra- banni LEIÐARI Sigurvegarar Ísland hefur löngum alið af sér sigurvegara þótt þeir vinni ekki alltaf né lendi í fyrsta sæti. Þetta höfum við séð í íþróttum þegar við fögnum þeim sem ná að komast í úrslit eða vinna sig upp í þriðja sæti á Ólympíuleikum nú eða lenda í öðru sæti í Júróvisjón. Stjórnmálamenn kunna þennan leik líka þar sem allir vinna og þetta fengum við að heyra eftir forsetakosningarnar. Þótt Ólafur Ragnar hafi staðið uppi sem ótvíræður sigurvegari með rúm helming greiddra atkvæða voru samt stuðningsmenn Þóru glaðir og sögðu að hún væri sigurvegari kosninganna. Það er svipað og segja að Ítalir væru sigurvegarar EM í fótbolta ef þeir hefðu náð að skora tvö mörk eða svo. En árangur Þóru var samt glæsilegur þó hún sé ekki sigurvegari kosninganna að mínu mati né nokkurt hinna. Mér sýndist flestir frambjóðendurnir vera ánægðir með sitt nema þá helst Hannes sem líklega hefur verið full lengi í burtu frá löndum sínum á landinu bláa og skilur þá ekki til fulls því þó þeir heimti „nýtt Ísland“ er ekki endilega víst að þeir vilji „nýtt Ísland“ þegar tækifærin bjóðast. Páll Friðriksson ritstjóri 3.deid karla Stig í sarp Skagaströnd Bátur strandar Björgunarsveitin Strönd var kölluð út sl. mánudag vegna báts sem strandað hafði norðan við Höfðann á móts við bæinn Réttarholt. Einn var um borð í bátnum og var hann lítillega meiddur á hendi en að öðru leiti í lagi. Var farið á léttabátnum Aðalbjörgu og maðurinn sóttur og honum ekið á sjúkrahúsið á Blönduósi þar sem gert var að sárum hans. Á vef Björgunarsveitarinnar Strandar segir að báturinn sem er rétt tæplega 8 tonna plastbátur virðist við fyrstu sýn hafa sloppið við skemmdir og var ekki mjög fastur þar sem hann lá. Nánast háfjara var þegar óhappið átti sér stað og losnaði báturinn um leið og fór að falla að aftur. Aðalbjörgin dró bátinn út fyrir mestu grynningarnar og þar tók Húnabjörg hann í tog og dró hann til hafnar. /PF Vinir Gunnars Heiðars Bjarnasonar hafa stofnað styrktarreikning fyrir hann og fjölskyldu hans en hann greindist með sykursýki þegar hann var 5 ára gamall. Gunnar Heiðar er fæddur árið 1985 og býr á Sólvöllum í Skagafirði. Árið 2009 fór Gunnar að missa sjón og fór í kjölfarið í 11 skurðaðgerðir á augum. Lík- aminn hafnaði aðgerðunum vegna sjálfsofnæmis sem varð til þess að í febrúar 2011 var Gunnar orðinn alveg blindur. Í kjölfarið fór nýrnastarfsemin að skerðast og er Gunnar nú á biðlista fyrir nýrna- og brisígræðslu í Svíþjóð. Gunnar þarf að fara í blóðskilun annan hvern dag sem einungis er hægt að framkvæma í Reykjavík. Þar af leiðandi þarf hann að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi og halda til í Reykjavík ásamt móður sinni sem er hans stoð og stytta. Þessu fylgir mikill kostnaður ásamt vinnuskerð- ingu fjölskyldunnar. Þeir sem vilja leggja Gunnari og fjölskyldu hans lið geta lagt inn á reikning nr. 0310-13- 300785, kt: 160785-3579. Það voru bekkjasystur Gunnars þær Sara Katrín og Edda Hlíf sem hrintu söfn- uninni af stað. „Hann var með okkur í bekk alla okkar grunn- skólagöngu í Varmahlíð og því ákváðum við að stofna reikning til þess að hægt sé að styðja við bakið á fjölskyldunni í þessum erfiðleikum.“ /PF Drangeyjarmenn spiluðu á Leiknisvelli sl. laugardag gegn hinu umdeilda liði Afríku en úrslit leiksins urðu 1-1. Afríka er í neðsta sæti deildarinnar en með sigri hefði Drangey komist í annað sæti B-riðils. Stefán Hafsteinsson skoraði mark Drangeyjar en því miður náðu Drang- eyjarmenn ekki að halda markinu hreinu því Afríka jafnaði leikinn og þannig urðu lokatölur. Á Tindastóll. is segir að þetta hafi verið skelfilegur leikur hjá Drangeyjarmönnum, sem hafa verið að spila flottan bolta í sumar. Slæm úrslit hjá strákunum sem eru þó ennþá í þriðja sæti deild- arinnar. /PF Skagafjörður Safnað fyrir Gunnar Hámenning í sveitinni Chalumeaux tríóið í Hofsstaðakirkju Chalumeaux tríóið ásamt sópransöngkonunni Margréti Bóasdóttur heldur tónleika í Hofsstaðakirkju í Skagafirði föstudagskvöldið 6. júlí 2012 kl. 21.00. Efnisskráin sem er tæplega klukkustundar löng saman- stendur af verkum eftir Pál Ísólfsson, Karl Ottó Runólfs- son, Wolfgang Amadeus Mozart og fleiri höfunda. Chalumeaux trióið er klarínettutríó sem skipað er klarínettuleikurunum Sigurði Ingva Snorrasyni, Kjartani Óskarssyni og Ármanni Helga- syni sem allir hafa tengst Sinfóníuhljómsveit Íslands um áratuga skeið. Chalumeaux er heiti hljóðfæris sem er for- móðir klarínettunnar en tónar klarínettuhljóðfæranna eru mjög keimlík tónum kirkju- orgelsins. Heimafólk og gestir eru hvattir til að njóta fagurra tóna í þessari einstöku íslensku kirkju á fögrum stað í Skaga- firði. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis. /PF Rennur út 11. júlí Umsóknarfrestur í Húnasjóð Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvamms- tanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju. Skriflegar umsóknir um styrk vegna ársins 2012 ásamt lýsingu á námi skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 11. júlí nk. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu sveitarfél- agsins eða á heimasíðunni www. hunathing.is undir liðnum eyðublöð. /PF Veðrið um helgina Væta í kortunum Það er talsverð væta í kortunum. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands þykknar upp á föstudaginn og síðan er gert ráð fyrir sæmilega hlýju veðri en rigningu um helgina en á mánudag lækkar hitinn um leið og snýst í norðanátt.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.