Feykir


Feykir - 05.07.2012, Qupperneq 4

Feykir - 05.07.2012, Qupperneq 4
4 Feykir 26/2012 Þann 27. júní síðastliðinn komu heim til Hóla galvaskir „ungir sveinar“ sem voru að fagna þeim merka áfanga að liðin eru sextíu ár frá útskrift þeirra frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal en það mun hafa verið árið 1952. Nutu þeir, ásamt mökum, velgjörða Ferðaþjónustunnar á Hólum. Valgerður B. Stefánsdóttir rekstrarstjóri Ferðaþjónust- unnar fannst merkileg hversu mörg ár væru liðin og hversu margir komu á Hóla til þess að taka þátt í endurfundunum. „Menn og makar gistu hjá okkur í tvær nætur og borðuðu góðan mat og skoðuðu svæði og rifjuðu upp gamlar minningar um veru sína hér. Sveinarnir buðu í kvöldverð nýja rektornum á Hólum henni Erlu Björk Örnólfsdóttur og óskuðu henni heilla í nýju starfi. Skemmst er frá því að segja að allir fóru þeir glaðir og ánægðir heim eftir yndislega dvöl á Hólum og þökkuðu fyrir sig með virktum“, sagði Val- gerður. /PF Góð mæting var við endurfundi Hólanemanna. ( ÁSKORENDAPENNINN ) berglindth@feykir.is Indriði Þór Einarsson er brottfluttur Skagfirðingur Ómetanleg lífsgæði Ég get ekki verið annað en sammála síðasta pistlahöfundi um að fjarlægðin geri fjöllin blá [í 23. tbl.innsk. blm.]. Nú höfum við fjölskyldan búið erlendis í nokkur ár og erum farin að velta því fyrir okkur hvert stefnan verður tekin þegar við komum heim aftur. Þá kemur oft upp sú spurning hvort við ættum að flytja til höfuðborgarinnar, þar sem við höfum eytt nokkrum góðum árum við nám og störf, eða norður í land á gamlar heimaslóðir. Í þessum vangaveltum fer maður að hugsa hversu frábært það var sem barn og unglingur að alast upp á stað eins og Króknum. Það eru mikil forréttindi falin í því að alast upp við það frelsi og áhyggjuleysi sem mér finnst einkenna minn uppvöxt á Króknum. Þegar maður hugsar til baka eru það einmitt þessir þættir sem lita æskuminningarnar. Að hjóla eða hlaupa á fótboltaæfingu og kæla sig í Sauðánni á leiðinni heim á góðviðrisdögum. Að skreppa niður í fjöru að veiða þegar manni datt í hug. Að koma við í smávegis spjall og hressingu hjá ömmu og afa. Að fara í 5 mínútna bíltúr og vera kominn út í sveit. Að renna sér á snjóþotu eða sleða í Grænuklaufinni heilu og hálfu dagana. Að eyða hluta úr sumrinu í sumarbústaðnum með ömmu og afa í ævintýralega fallegu umhverfi. Allt eru þetta ógleymanlegar minningar sem ég myndi sannarlega óska börnunum mínum í þeirra uppvexti. Í einfaldleikanum, nálægðinni við náttúruna og samverunni með fjölskyldu og vinum eru falin ómetanleg lífsgæði sem maður kann sífellt betur að meta eftir því sem árunum fjölgar. Búandi í erlendri stórborg eru þetta líka hlutir sem maður að vissu leyti fer á mis við. Kannski er það þess vegna sem hugurinn leitar sífellt meira á æskuslóðirnar í Skagafirði þegar maður hugsar heim til Íslands. Hvort við endum í Reykjavík, Kópavogi, á Króknum eða einhversstaðar allt annarsstaðar verður svo bara að koma í ljós. - - - - - Sá sem tekur við pennanum er Brynjar Elefsen. Útskriftarafmæli Hólasveina Hittust eftir 60 ár Erla Björk, rektor Hólaskóla, þáði velgjörðir af gömlu útskriftarnemunum. 5 silfur og 2 brons til UMSS MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum Gunnar Freyr Þórarinsson (13) varð í 3. sæti í kúluvarpi. /Tindastóll Fríða með þrenn verðlaun. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram í Reykjavík um síðustu helgi. Keppendur voru 268, þar af 10 Skagfirðingar, sem stóðu sig vel að venju. Uppskeran í verð- launum talin, var 5 silfur og 2 brons. Þau sem verðlaun hlutu voru: Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14) varð í 2. sæti í 80m grindahlaupi og langstökki, og í 3. sæti í hástökki. Ari Óskar Víkingsson (11) varð í 2. sæti í 60m og 800m hlaupum. Vala Rún Stefánsdóttir (13) varð í 2. sæti í kúluvarpi. Styrkir til náms Íþróttalýðháskólar í Danmörku Ungmennafélags Íslands styrkir ungt fólk til náms í Lýðháskólum í Danmörku, líkt og undanfarin ár, en UMFÍ hefur gert samning við tíu skóla víðs vegar í Danmörku og er styrkurinn háður því að sótt sé um viðkomandi skóla. Samkvæmt heimasíðu UMSS er umsóknarfrestur fyrir styrk á haustsmisseri til 15. ágúst og senda skal umsóknina á netfangið sabina@umfi.is. Fyrir nám á vorönn skal sækja um fyrir 1. september. Nánari upplýsingar um skól- ana er að finna á heimasíðu UMFÍ . Frekari upplýsingar fást á Þjónustumiðstöð UMFÍ Sig- túni 42 í síma 568-2929. /BÞ Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með!

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.