Feykir


Feykir - 05.07.2012, Síða 5

Feykir - 05.07.2012, Síða 5
26/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Flemming Open 2012 Golf Púttmótið Flemming open var haldið á nýja púttvellinum á flötinni sunnan heilsugæslunnar á Hvammstanga miðvikudaginn 20. júní. Mótshaldari og gefandi verðlauna er Flemming Jessen fyrrverandi skólastjóri á Hvammstanga. Samkvæmt fréttatilkynningu tóku alls 23 keppendur þátt í mótinu, nú 16 karlar og 7 konur. Leiknir voru 2 hringir 2 x 9 holur en völlurinn er par 21. Þær konur sem stóðu upp sem sigur- vegarar voru Margrét Guð- mundsdóttir (44 högg), Linda Þorleifsdóttir (45 högg) og Tanja Ennigarð (46 högg). Í karlaflokki sigruðu Þorleifur Karl Eggerts- son (42 högg eftir bráðabana), Marteinn Reinarsson (42 högg), Páll Sigurðsson(43 högg eftir bráðabana) og Helgi Kristjáns- son (43 högg). Fyrsta mótið með þessu nafni var haldið síðasta sumar að loknu Landsmóti 50+ en völlurinn var útbúinn af því tilefni. Flemming hefur heitið því að halda samskonar mót seinnipartinn í júní ár hvert, á meðan hann er uppistandandi. /BÞ Knattspyrna karla : Leiknir - Tindastóll 1-1 Tindastóll sótti Leikni heim í Breiðholtið í 1. deild karla á laugardag. Leikurinn var kaflaskiptur en heimamenn þó sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru yfir í hálfleik. Stólarnir jöfnuðu hins vegar undir lok leiksins og liðin skiptu því stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1. Ólafur Hrannar Kristjánsson gerði mark Leiknis á 41. mínútu en samkvæmt frásögn á vef Tindastóls notaði hann hendina til að skora eftir hornspyrnu en forystan var verðskulduð. Leikmönnum Tindastóls hafði gengið illa að halda boltanum innan liðsins en leikur liðsins skánaði í síðari hálfleik. Sebastian Furness markvörður Tindastóls sá engu að síður til þess að Leiknismenn næðu ekki að auka forskotið en það var ekki fyrr en á 90. mínútu sem Stólarnir jöfnuðu leikinn en þá skoraði Ben Everson úr víti eftir að leikmaður Leiknis hafði handleikið knöttinn. Stólarnir vildu fá annað víti skömmu síðar en dómarinn taldi að brotið hefði verið á Dominic Furness utan teigs og aukaspyrnuna náðu strákarnir ekki að nýta og lokatölur því 1-1. Næsti leikur Tindastóls er á Sauðárkróksvelli laugardaginn 7. júlí en þá koma leikmenn Hattar frá Egilsstöðum í heimsókn. /ÓAB Stig í Breiðholtinu Þá er Landsmóti hestamanna lokið að þessu sinni en það var haldið um síðustu helgi í Reykjavík. Fjöldi knapa og hesta frá Norðurlandi vestra tók þátt og almennt má segja að allir hafi staðið sig vel. Nokkrir náðu langt en aðrir skemur en þegar uppi er staðið er það stemningin að vera á Landsmóti sem stendur upp úr. - Þetta var virkilega gott mót, vel að öllu staðið, umgjörðin góð og aðbúnaður hjá fólki, knöpum og hestum ekki síst góður, segir Þórarinn Ey- mundsson hestamaður með meiru um nýliðið Landsmót. Aðspurður um hvað helst hefði komið á óvart nefnir Þórarinn Fróða frá Staðar- tungu sem sigraði A-flokkinn. -Hann var virkilega góður og átti þetta svo sannarlega skilið eins og aðrir hestar sem voru að vinna þarna. Virkilega góður hestur sem vann 5 vetra flokkinn, kom þarna nýr upp, Arion frá Eystra-Fróðholti. Ég þekkti folann sem vann 6 vetra flokkinn og vissi að hann var góður, segir Þórarinn Eru hestar alltaf að verða betri og betri? -Þetta á eftir að Þórarinn Eymundsson var á Landsmóti hestamanna Fín stemning á Landsmóti Þórarinn með hringeygðan gæðing. batna lengi en fyrst og fremst er breiddin að aukast. Ég held að þessir bestu hestar undanfarinna Landsmóta, þó við förum 10 – 20 ár aftur í tímann, þá væru þeir að standa sig mjög vel í dag líka, ég er alveg viss um það. Allur aðbúnaður, uppeldi og tamning hefur fleygt fram og breiddin er alltaf að aukast. Þórarinn var sjálfur að keppa og sagði hann að gengið hefði nokkuð eftir væntingum. -Að vísu lá Brúnki minn ekki í skeiðinu en það var annað hvort allt eða ekkert. Það var allt lagt undir. Stóð mótið undir sér sem Landsmót hvað stemningu varðar? -Já. Mér fannst stemningin fín en það sem mér finnst umhugsunarefni á þessu móti er að það var frekar fámennt og mjög mikið af Íslendingum sem ekki komu, en margir útlendingar voru á staðnum, líklega aldrei mætt betur. Það var tiltölulega fámennt og maður fann fyrir því og ég held í framtíðinni verði menn að hugsa öðruvísi. Það alla vega tókst ekki með Landsmót í Reykjavík að fá fleiri inn, eða stækka kökuna, verandi í höfuðborginni og örsökin fyrst og fremst gríðarlega hátt miðaverði að mínu mati. /PF Þórir fór holu í höggi Hlíðarendavöllur Þórir Vilhjálmur Þórisson úr Golfklúbbi Akureyrar gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag en þá var haldið mót í Norðurlands- mótaröð láforgjafarkylfinga. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að drauma- högg allra kylfinga hafi Þórir slegið á þriðju braut vallarins, sem er 151 metri af gulum teigum. GSS óskar Þóri kærlega til hamingju með afrekið og tekur Feykir heilshugar undir það. /PF Þórir kampakátur fyrir miðju og meðspilarar. Mynd: gss.is Sanngjarn sigur gestanna Knattspyrna kvenna : Tindastóll - BÍ/Bolungarvík 0-3 leiknum. Varla er hægt að segja að heimastúlkum hafi tekist að skapa sér almennilegt færi í síðari hálfleik og lokatölur 0-3 og sigur gestanna sanngjarn. Í liði Tindastóls átti Kristín Halla Eiríksdóttir markvörður ágætan leik og kom sannarlega í veg fyrir að sigur gestanna yrði stærri. /ÓAB Hárlist. Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur höfðu oftar en ekki betur í leiknum á laugardaginn. Lið BÍ/Bolungarvíkur kom, sá og sigraði á Sauðárkróksvelli á laugardag þegar vestfirsku stúlkurnar sóttu Tindastól heim í 1. deild kvenna. Gestirnir gerðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og þar sem hvorugu liði tókst að skora í síðari hálfleik þá lauk leiknum 0-3. Gestirnir léku undan nokkuð snörpum norðanvindi í fyrri hálfleik og höfðu öll völd í leiknum. Tindastólsstúlkur reyndu hvað þær gátu að koma sér inn í leikinn í síðari hálfleik en gekk illa að ráða við vindinn og þá voru gestirnir stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Sérstak- lega átti Talita B. Pereira flottan leik fyrir BÍ/Bolungarvík, eld- snögg og teknísk og lék varnarmenn Tindastóls oft grátt þó henni tækist ekki að skora í

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.