Feykir


Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 26/2012 Þau Friðrik og Bjarnhildur eru bæði af Norðurlandi vestra, Friðrik frá Sauðárkróki sonur Helgu Friðriksdóttur og Kristins Haukssonar nú búsett í Garðabæ og Bjarnhildur er hins vegar frá Skagaströnd dóttir Birnu Bjarnadóttur og Níelsar Grímssonar nú búsett í Reykjavík. Þau Friðrik og Bjarnhildur hafa sjálf komið sér upp heimili í Reykjavík þar sem þau starfa, hann sem smiður en hún sem viðskiptafræðingur hjá Deloitte. Þau voru fyrst spurð hvenær og hvernig ættleiðingarferlið hafi hafist hjá þeim og hvernig það hafi gengið fyrir sig. „Við ákváðum í brúðkaups- ferðinni okkar í júlí 2006 að við ætluðum að ættleiða barn. Í kjölfarið fórum við að skoða málið og leist okkur best á Kólumbíu.Við fórum síðan í fyrsta viðtalið okkar hjá Íslenskri ættleiðingu í desember 2006, þar var okkur sagt að biðin eftir börnum frá Kólumbíu væri tæplega 2 ár“, segir Bjarnhildur en þau lögðu inn umsókn til að fá forsamþykki þann 15. janúar 2007. Forsamþykki þurfa allir að hafa frá íslenskum stjórnvöldum til að mega ættleiða erlendis frá. Það er mikil félags- og sálfræðilegur pakki sem erfitt er að fara í gegnum og einnig er fjárhagurinn tekinn út og á endanum stóðu þau uppi með stóra skýrslu um það hvað þau væru gott fólk og myndu verða góðir foreldrar. „Þegar forsamþykkið var tilbúið sendum við svo umsókn okkar út til Kólumbíu 29. júní 2007. Síðan var bara beðið og beðið og þurftum við að endurnýja forsamþykkið nokkrum sinn- um í biðinni. Biðin var mjög erfið og gekk mjög nærri okkur en áður en við byrjuðum í ættleiðingarferlinu vorum við búin að reyna að eignast börn í 4 ár“. Fyrstu upplýsingar um stelpurnar fengust þann 18. nóvember 2011. Þá hringdi Kristinn hjá ÍÆ í Bjarnhildi og tilkynnti henni að þau ættu tvær litlar stelpur úti í Kólumbíu. „Það var ótrúlega skrítin tilfinning að það væri loksins komið að okkur, en mjög ánægjuleg. Síðan á 35 ára afmælisdegi Friðriks þann 25. nóvember fengum við svo allar upplýsingar um stelpurnar og sáum í fyrsta sinn mynd af litlu fallegu prinsessunum okkar. Við fengum margra blaðsíðna skýrslu um þær og var alveg dásamlegt að lesa um þær og urðum við bara ástfangnari og ástfangnari af þeim með hverri blaðsíðunni sem við lásum. Eftir að við lásum skýrsluna um þær fengum við svo að sjá myndirnar af þeim og var þá engin vafi í okkar huga að þetta voru stelpurnar okkar“, segir Bjarnhildur enda var það þeirra fyrsta verk að fara og tilkynna ættingjum og vinum að þau ættu tvær litlar prinsessur í Kólumbíu. „Það voru auðvitað allir alveg himinlifandi með fjölgunina í fjölskyldunni“, bætir Friðrik við. „Við ákváðum að nefna stelpurnar okkar eftir mömmum okkar, Helga í höfuðið á móður minni og Birna í höfuðið á móður Bjarnhildar. Karólína og Salóme eru kólumbísku nöfnin þeirra sem við vildum að þær myndu eiga áfram“. Lagt upp í drauma- ferðina sem átti að taka sex vikur Næstu dagar segja þau að hafi farið í það að sitja og horfa á litlu fallegu stelpurnar þeirra enda hugurinn alltaf hjá þeim og auðvitað var byrjað á fullu að undirbúa herbergin þeirra. Það þurfti að kaupa rúm, kommóðu, hillur, allskonar barnadót og auðvitað mikið af bleiku. „Það var rosalega gaman að geta loksins farið að VIÐTAL Páll Friðriksson Draumaferðin sem tók óvænta stefnu Hjónakornin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir fóru til Kólumbíu fyrir síðustu jól til að hitta og sækja dætur sínar sem þau hugðust ættleiða. Ferðalagið átti að taka um sex vikur en hefur dregist á langinn og ekki útséð með það hvenær þau komist öll til Íslands. Málið hefur eðlilega vakið mikla athygli hjá landsmönnum enda um óvenjulegt ferli að ræða sem kemur illa við litlu fjölskylduna. Þau Friðrik og Bjarnhildur voru tilbúin að segja sögu sína í Feyki enda þakklát öllum þeim sem hafa stutt þau með ráðum og dáð. Föst í Kólumbíu Systurnar Helga Karólína og Birna Salóme bíða eftir því að komast til Íslands ásamt þeim sem elska þær mest, Friðriki Kristinssyni og Bjarhildi Hrönn Níelsdóttur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.