Feykir


Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 05.07.2012, Blaðsíða 7
26/2012 Feykir 7 kaupa dót handa börnunum okkar eftir níu ára bið. Svo fengum við upplýsingar um það 2. desember að við myndum fá að hitta stelpurnar okkar fyrir jólin, þann 20. desember. Þá var sko mikil gleði á heimilinu. Þá var farið á fullt í að undirbúa ferðalagið, kaupa farmiðana, fá vegabréfsáritun inn í Kólumbíu, endurnýja ýmsa pappíra hérna heima sem þurfti að senda til Kólumbíu og svo voru ýmsir pappírar sem við þurftum að fylla út sem komu frá ættleiðingarstofnuninni í Kólumbíu. Svo var haldið áfram að versla á litlu prinsessurnar því þær þurftu auðvitað að eiga einhver föt til að vera í og eitthvað dót. Svo þurftum við að klára verkefni í vinnunni svo við kæmumst í frí og ákveða hverju þyrfti að pakka. Þetta var svolítið mikið stress en auðvitað var þetta alveg ofsalega gaman.“ Það segir þó nokkuð um spenningin hjá þeim Friðriki og Bjarnhildi að þegar þau lögðu af stað út á flugvöll kl. 5 um morguninn höfðu þau ekkert sofið um nóttina. Svo var lagt af stað í drauma- ferðina á 33. ára afmælisdegi Bjarnhildar, þann 16. desem- ber. Fyrst var flogið til Kaup- mannahafnar og þaðan beint til Madrid þar sem gist var í eina nótt. Þá var flogið til Bogota þann 17. desember en þar var dvalið í tvær nætur og hittu þau lögfræðinginn þeirra sem fór með þeim yfir næstu skref. Þann 19. desember var flogið til Medellin sem er önnur stærsta borg Kólumbíu og þar voru stelpurnar staðsettar. „Svo rann loksins upp 20. desember og er óhætt að segja að hann hafi verið stærsti dagur í lífi okkar. Það er ekkert sem getur lýst þeirri tilfinningu þegar við fengum loksins dætur okkar í fangið. Stelpurnar okkar eru bara yndislegastar í öllum heiminum og svo innilega litlu stelpurnar okkar. Líf okkar var loksins fullkomið“, og segir Bjarnhildur að fyrstu vikurnar hafi bara farið í að kynnast og knúsast og voru þau bara mest í rólegheitum fjögur saman í íbúðinni, rólóvellinum og í sundlauginni. „Lífið var bara alveg yndislegt, loksins vorum við komin með litlu snúllurnar okkar og okkur leið öllum mjög vel saman“. Aðspurð segja þau sam- einingu fjölskyldunnar hafa gengið mjög vel. Fólk sem er að ættleiða er yfirleitt ráðlagt að vera í „einangrun“ fyrstu mánuðina, það er foreldrarnir séu þeir einu sem sinna öllum þörfum barnsins og halda á þeim o.s.frv. Þetta er gert svo að börnin fái sem mest öryggi í litla kroppinn. „Við erum núna búin að vera með stelpurnar okkar í „einangrun“ í 28 vikur og eru þær orðnar mjög öruggar hjá okkur og líður mjög vel. Þær vissu sko alveg hver við vorum þegar við komum að sækja þær og hafa þær kallað okkur mömmu og pabba frá fyrsta degi. Þær tala eingöngu íslensku og byrjuðu strax að læra hana þar sem við kunnum nánast enga spænsku. Í þau fáu skipti sem þær hitta aðra krakka hér niður í garði þá tala þær íslensku við þau og engin skilur hvað þær eru að segja. Okkur finnst mjög slæmt að Helga Karólína geti ekki byrjað í leiksskóla heima í haust þar sem hún ætti að byrja í skólahóp, en núna vonum við bara að við verðum komin heim áður en hún byrjar í 1 bekk. Þær eru alveg ofsalega duglegar litlu stelpurnar okkar og gætum við ekki verið ánægðri með þeim. Okkur er svo innilega ætlað að verja lífinu saman“. Vopnaðir verðir allan sólarhringinn Litla fjölskyldan býr í 19 hæða blokk í Medellin, í mjög vernduðu umhverfi sem er afgirt og eru vopnaðir verðir allan sólarhringinn sem gæta öryggis íbúanna en hverfið telst vera mjög öruggt. „Við búum í tveggja herbergja íbúð sem er ca 45 fm. Íbúðin er nýleg og lítur vel út á íslenskan mælikvarða. Það er fín sundlaug í garðinum og rólóvöllur, segir Friðrik en engir almennings rólóvellir eru á svæðinu og eru flest hús í öruggum hverfum með sundlaug og rólóvelli. „Það eru fáir á ferli í blokkinni og höfum við í gríni kallað sundlaugina „einkasundlaugina okkar“ þar sem við erum yfirleitt ein í henni á virkum dögum. Það er mjög gott loftslagið hér í Medellin og er hitastigið hér á milli 26 - 30 gráður og sól og blíða. Við förum flesta daga í sund og eru stelpurnar orðnar mjög duglegar að synda, Helga Karólína meira segja hætt að nota kúta. Við förum á rólóvöllinn, horfum á teiknimyndir með íslensku tali, leikum okkur saman, syngjum saman, förum í verslunarmiðstöðvar að versla í matinn og reynum bara að hafa það gott saman. Við reyndum að hafa það fyrir reglu að fara ca 1 sinni í viku í einhvern skemmtigarð hér til að fá smá tilbreytingu. Eftir ca þrjá mánuði var okkur farið að langa mikið til að komast heim og tókum við þá ákvörðun að það myndi ekkert þýða að sökkva sér í svoleiðis pælingar, við yrðum bara að bíta á jaxlinn og reyna að vera jákvæð annars myndum við aldrei geta haldið þetta út“. Í maí þurftu þau Friðrik og Bjarnhildur að fara til Bogota til að fá nýja vegabréfsáritun til að geta verið áfram í landinu og eru þau núna komin með áritun til 5. nóvember. Dvöldu þau í Bogota í tvo daga og ákváðu þau svo að fara til Santa Marta sem er strandbær við Karabískahafið. „Það var mjög gott að skipta um umhverfi og fannst stelpunum mjög gaman að leika sér á ströndinni. Við vorum þar í 10 daga og fórum svo aftur „heim“ til Medellin og erum við þar núna, segir Friðrik. Dómurinn var algjört sjokk fyrir okkur Þó svo að fjölskyldan litla sé búin að vera saman allan þennan tíma er eitthvað sem ekki ætlar að ganga upp í kerfinu því búið er að ógilda fyrr dóm um að stelpurnar séu lausar til ættleiðingar og sitja þau föst í Kólumbíu fyrir vikið. Dómurinn var algjört sjokk fyrir alla sem höfðu haldið að allt væri á réttri leið en setur stórt strik í reikninginn og málið á viðkvæmu stigi. „Lögfræðingur okkur vill að við tjáum okkur sem minnst um málið efnislega í fjölmiðlum. Hún segir að málið sé á mjög viðkvæmu stigi í dómskerfinu og öll umræða um dóminn sjálfan eða dómarann í fjölmiðlum getur skaðað mál okkar ef það ratar hingað út til Kólumbíu. Það eru þrír lögfræðingar að vinna í málinu fyrir okkur hérna úti við að reyna að hnekkja dómnum. Það eru nokkrar leiðir sem hægt er að fara í málinu og er verið að vinna í að ákveða hvaða leið sé best. Lögfræðingar okkar segja að málið taki lágmark 4 - 5 mánuði í viðbót hérna úti. En okkur hefur einnig verið sagt að allt ferlið hérna úti geti leikandi tekið eitt ár í viðbót eða meir. Við verðum alla vega hérna áfram og berjumst fyrir framtíð stelpnanna okkar eins lengi og við mögulega getum“. Að sögn þeirra Friðriks og Bjarnhildar er enginn sem gerir tilkall til stelpnanna í Kólumbíu nema þau enda orðin ein fjölskylda og ekkert bíði þeirra í Kólumbíu nema líf á barnaheimili eða hjá fósturfjölskyldu til 18 ára aldurs.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.