Feykir


Feykir - 12.07.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 12.07.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 27/2012 Gærurnar - Nytjamarkaður á Hvammstanga Gærurnar - Nytjamarkaður var opnaður á Jónsmessunni en þetta er fimmta sumarið sem markaðurinn er starfræktur. „Það er alltaf góð stemmning á markaðnum en aldrei eins mikil og fyrsta opnunardag. Þó að allir laugardagar séu skemmtilegir þá ríkir smá spenna og extra gleði fyrsta daginn. Þá myndast alltaf biðröð fyrir utan um 20 mínútum fyrir opnun og svo flykkist fólkið inn,“ segir Helga Hinriksdóttir, ein þeirra níu kvenna sem standa að markaðnum. Nytjamarkaðnum var fyrst komið á fyrir fimm árum þegar starfsfólk sjúkrahússins var að fara í helgarferð til Danmerkur og Svíþjóðar og var markaðurinn liður í fjáröflun fyrir ferðina. „Ákveðið var að auglýsa eftir dóti frá fólki og komu viðbrögðin á óvart. Nokkrar af konunum ákváðu því að halda áfram með markað sumarið á eftir og gefa ágóðan í góðgerðamál,“ segir Helga um tilurð nytjamarkaðsins. Markaðurinn var staðsettur í gamla sláturhúsi KVH fyrstu þrjú árin, nánar tiltekið í gærukjallaranum og þaðan segir Helga nafnið Gærurnar komið. „Eftir hvert sumar var öllum afganginum af dótinu pakkað niður og geymt í kjallaranum. En svo kom að því að Selasetur Íslands keypti gærukjallarann og því þurftum við að flytja og fengum að vera í iðnaðarhúsi gegnt Bardúsu í eitt sumar,“ segir Helga en nú er markaðurinn staðsettur í gömlu sláturhúsi, í endanum á Meleyarhúsinu, rétt við Landsbankann. „Okkur líst mjög vel á þetta húsnæði, það er mjög bjart og stórt,“ segir Helga. „Það er alkyns góss sem við fáum, enda eru einkennisorð markaðarins „Eins mans rusl, er annars gull“ og eru það orð að sönnu. Oft sér maður líka fólk verða að „kaupa minningar“, þá sér það kannski einhvern hlut sem hafði verið til á heimilinu fyrir mörgum árum síðan,“ segir Helga. Eins manns rusl er annars gull Helga segir það vera gott hve margar þær eru sem sjá um markaðinn því hver þeirra hefur sitt sérsvið. „Ein er t.d. alltaf beðin um að raða barnadótinu, hún er sú sem á yngstu börnin og finnst okkur því hún hljóti að hafa þetta í fingrunum! Önnur er best af okkur í fötunum, ein best í antíkinni og svo framvegis,“ útskýrir hún. „Við tökum á móti öllu svo framarlega sem það er heillegt. En við grisjum svo t.d. í gegnum fötin og aðeins þau sem við teljum vera söluvænleg fara upp, önnur fara strax í Rauða Krossinn. Við erum t.d. með búsáhaldadeild, rafeindadeild, fatadeild, barnadeild, bóka- deild, húsgagnadeild og svo uppáhald okkar allra „raritets-borðin“, þau eru með verðmeiri hlutum svo sem antík-munum,“ segir Helga og bætir við: „Já, helmingurinn af allri skemmtuninni er að raða upp hlutum.“ Allur ágóðinn fer í góð- gerðamál í sveitafélaginu og hafa Gærurnar m.a. styrkt Ungliðadeild Björgunarsveit- arinnar Húna, Grunnskóla Húnaþings vestra, leikskólann Ásgarð, Tangahús á Borðeyri Sambýlið ofl. Þá keyptu þær m.a. vatnsvél og boccia sett í Íþróttamiðstöðina og hafa styrkt einstaklinga og smærri verkefni, s.s. Eld í Húnaþingi. Nytjamarkaðurinn er opinn alla laugardaga frá kl. 11 – 16 og verður fram yfir verslunarmannahelgi. „Við tökum á móti dóti alla miðvikudaga milli kl. 17 og 19 og því er alltaf eitthvað nýtt að sjá hvern laugardag,“ segir Helga í lokin. /BÞ Fiskisæluhópurinn úthlutar afrakstri Fiskisælu Höfðingleg gjöf Á dögunum barst þjónustuþegum Iðju- Hæfingar á Sauðárkróki höfðingleg gjöf frá Fiskisæluhópnum en það voru iPad og Kindle tölva ásamt sjö þúsund krónum í peningum. Þarna var um afrakstur Fiskisælu sem sem haldið var sl. vor. Að sögn Jónínu G. Gunnarsdóttur, forstöðumanns Iðju- Hæfingar kemur gjöfin sér vel. „Þjónustuþegar Iðju-Hæfingar þakka kærlega fyrir höfðinglega gjöf, fiskisæluhópurinn lengi lifi.“ Það var árið 2010 sem sú hug- mynd varð til hjá tveimur konum að bjóða upp á hlað- borð með sjávarréttum í Sæluviku og láta ágóðann renna til Þuríðar Hörpu. Fengu þær til liðs við sig vinkonur sínar og hrintu þessu í framkvæmd. „Þetta tókst mjög vel og var mjög gaman. Þá var strax ákveðið að þetta væri þess virði að endurtaka að ári. Það var gert og Tómstundahópur RKÍ naut afrakstursins. Í ár var semsagt þriðja árið sem boðið var upp á Sjávarréttahlaðborð í Ljósheimum í Sæluviku og nú nutu góðs þjónustuþegar Iðju-Hæfingar á Sauðárkróki. Alltaf er verði stillt í hóf og reynt að gera þetta fjölskylduvænt og fjölbreytt. Jón Hallur og Gunnar Rögnvalds lögðu okkur lið í ár með glensi og gaman,“ segir Fiskisælu-hópurinn sem nú telja fjórar konur og njóta aðstoðar vina og vandamanna eftir því sem þær þurfa. Með aðföng, auglýsingar og aðstöðu hefur verk- efnið verið styrkt af: Skag- firðingabúð, Fisk Seafood, Dögum, Nýprent og fjölda einstaklinga sem gerir þetta kleift, eins sá fjöldi Skag- firðinga og annarra gesta sem alltaf verða fleiri og fleiri sem koma og njóta. „Við þökkum þessar frábæru viðtökur og stuðning en með þessu framtaki okkar viljum við láta gott af okkur leiða og gera gott samfélag betra.“ /PF Gjafirnar féllu í góðan jarðveg. Mikið fjör var við opnun nytjamarkaðsins á Jónsmessunni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.