Feykir


Feykir - 12.07.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 12.07.2012, Blaðsíða 7
27/2012 Feykir 7 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is AÐALRÉTTUR Beef and Guinness – Nautakjöt í Guinness bjór 500 - 700 g nautagúllas olía 2 msk hveiti salt og pipar smá cayenne pipar 2 stórir laukar, smátt saxaðir 1 stór hvítlauksgeiri, marinn 2 msk tómat púrre 4 msk vatn (fyrir púrre-ið) 1 og ¼ bolli Guinness (eða bara nánast allt úr stórri dós, ég mæli þetta aldrei.) 1 bolli gulrætur, saxaðar smá af timjan (ég nota alltaf þurrkað) AÐFERÐ Setjið hveiti, salt, pipar og cayenne skál og veltið kjötinu upp úr. Olía sett á pönnu.... úpps... muna að kveikja á ofninum! Stilla hann á ca 170°c... jæja, olían sett á pönnuna og kjötið látið brúnast. Svo setur maður lauk, hvítlauk, tómatpúrre og vatn saman við og blandar öllu vel saman. Næst er bjórinn og gulræturnar sett útí og blandað vel saman við. Hægt að smakka til með salti og pipar. Munið að hræra vel upp úr botninum því hveitiblandan á það til að festast þar. Næst er lok sett á pönnuna og öllu draslinu er skellt inn í ofn og látið malla þar í 2 tíma. Gott að bera fram með þessu bakað grænmeti, t.d. sætar kartöflur og lauk og svo auðvitað kartöflustöppu. Við notum bara kartöflur, smá smjör, mjólk og pínu salt og pipar. ALLS ENGAN sykur. Ég er mikið fyrir að prófa eitthvað nýtt og nota google óspart. Til að muna svo uppskriftirnar set ég þær á blogg: www.hveiti.blogspot.com. Verði ykkur að góðu! FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti skilið pínu rosalega gott popp! Spakmæli vikunnar Það er miklu auðveldara að líta til hægri og vinstri en að líta í eigin barm. – Sören Kirkegaard Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Feykir spyr... Hvaða útvarpsstöð hlustar þú helst á? [ Spurt á Sauðárkróki ] FRIÐRIK PÁLMASON -Rás 2, hún er fjölbreyttust. SIGURÐUR ÁGÚST MATTHÍASSON -Bylgjuna, þar er lagavalið gott. STEINN ÁSTVALDSSON -Rás 1, þar er allt besta efnið. EGGERT ÖRN KRISTJÁNSSON -Bylgjan er skemmtileg útvarpsstöð. Helga og Páll kokka Sushi og Nauta- kjöt í Guinness FORRÉTTUR Sushi hrísgrjón hrísgrjónaediki sykur wasabi Philadelphia smurostur með hvítlauksbragði reykt hrefna rucola salat rifsberjahlaup AÐFERÐ Við erum mjög frjálsleg í sushigerð, setjum allskonar fyllingar í og myndum eflaust mæta vanþóknun í Japan fyrir vikið! Hér kemur uppáhalds bitinn okkar: Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum og bætið við hrísgrjónaediki og sykri (ágætar leiðbeiningar aftan á Blue Dragon grjónapökkum). Inn í þessar Maki rúllur setjum við örlítið wasabi, smyrjum svo yfir hrísgrjónin með smurosti, reykt hrefna eftir smekk), rucola salat og smá rifsberjahlaup. Öllu svo rúllað upp og skorið niður í passlegar stærðir. Árið 1980 var aðeins eitt land í heiminum sem ekki hafði síma – Það var konungsríkið Bútan, lítið land í Himalajafjöllunum á milli Indlands og Kínverska alþýðulýð- veldisins. Helga Hinriksdóttir og Páll Sigurður Björnsson frá Hvammstanga eru matgæðingar vikunnar að þessu sinni en þau skora á Þorbjörgu og Hannes í Helguhvammi til að koma með næstu uppskrift. „Það er nokkuð skýr verkaskipting í eldhúsinu okkar, Helga eldar og Palli gengur frá! Ágætis skipti. Við borðum aldrei forrétt en hér er mikið æði fyrir sushi og það er vel hægt að borða það sem forrétt. Við borðum það samt alltaf sem aðalrétt - og eftirrétt því maður getur endalaust nartað í einn bita í viðbót! Ef maður borðar sushi sem aðalrétt þá hef ég miðað við að einn poki af hrísgrjónum (500 gr) dugi fyrir u.þ.b. 5 manns. Við erum heldur ekki oft með eftirrétti, en ef að það er þá er það oftast ís, Royal búðingur með rjóma eða bara góð ostakaka.“ Krossgáta Bolludagurinn hefur alltaf verið uppáhaldsdagur Loftveigar Botnínu en hún er sadómasókona. Þá getur hún stundað áhugamál sitt eins og enginn sé morgundagurinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.