Feykir


Feykir - 19.07.2012, Side 1

Feykir - 19.07.2012, Side 1
fff BLS. 9 BLS. 5 Halla Jökulsdóttir opnar safn sitt á Húnavöku Á hundruð glasa og bolla BLS. 6-7 Sigrún Heiða Pétursdóttir Seastrand heldur um áskorendapennann Minningar og þakkarorð Bergljót Ásta Pétursdóttir er efnileg fótboltastelpa Valin í landslið Símamótsins Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 28 TBL 19. júlí 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Sauðárkrókur Vel gert hjá tombólukrökkum Þær vinkonurnar Alma Karen Sigurðardóttir Snæland og Svava Dís Jóhannesdóttir á Sauðárkróki stóðu í ströngu á fimmtudaginn í síðustu viku og héldu tombólu við Skagfirðingabúð. Vel gekk að koma varningnum út og alls safnaðist 8331 króna og ákváðu þær stöllur að láta afraksturinn renna í styrktarsjóð Magnúsar Jóhannessonar. Að þeirra sögn gekk vel að safna hlutum á tombóluna og til dæmis hefði ein kona gefið þeim „rosa“ mikið dót. /PF Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska - Gæði - Gott verð Steinsmiðja Akureyrar Glerárgötu 36 Akureyri Sími 466 2800 sala@minnismerki.is www.minnismerki.is BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Eyrarlandi 1 530 Hvammstanga Sími: 451 2230 / 894 0969 Fax: 451 2890 Netfang: bilbu@simnet.is BÍLA- & BÚVÉLASALAN Ástand túna misjafnt á milli svæða Norðurland vestra Útlit er fyrir betri heyuppskeru í Skagafirði þetta sumarið en í fyrra samkvæmt Eiríki Loftssyni ráðunauti hjá Leiðbeiningarmiðstöðinni í Skagafirði. „Það sem af er hefur uppskeran verið þokkaleg og eru það ný tún og mýrlendi sem hafa verið að koma best út,“ segir Eiríkur en það eru fyrst og fremst kúabændur sem hafa verið í heybúskap. Ólíkt og í fyrra þá segir Eiríkur hlýindin í sumar hafa gert gæfumuninn. „Túnin eru auðvitað í misjöfnu ásig- komulagi, meira hefur rignt til fjalla en þurrara er í útsveitum, t.d. út á Skaga, Fljótum, Viðvíkursveit og Hegranesi, en útlitið er almennt þokkalegt,“ segir Eiríkur. Ekki er sömu söguna að segja úr Húnaþingi en þar hefur rignt jafnvel minna en í Skagafirði. Samkvæmt Eiríki hefur jarðvegurinn þar mikið að segja, t.d. í Hrútafirði er hann mjög þunnur en þar er ástandið sérlega slæmt. Rúv.is greindi frá því að miklir þurrkar valda bændum í Húnaþingi áhyggjum en þar hefur lítil grasspretta verið og sláttur því ekki kominn á fullt, eins og annars væri á þessum árstíma. Að sögn Gunnars Ríkharðssonar, fram- kvæmdastjóra Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, eru tún víða orðin brún og ljót. Stór hluti Hrútafjarð- ar sé einn gulur fláki yfir að líta. Gunnar segir að á sumum bæjum er stærsti hluti túnanna illa farinn vegna þurrkanna og útlit því ekki gott með heyfeng þar í ár. Þrátt fyrir að vor síð- ustu ára hafi verið óvenju þurr hafi ástandið aldrei verið svo slæmt, segir Gunnar. Nokkrar áhyggjur eru því af heyforða á svæðinu fyrir næsta vetur vegna þessa. /BÞ

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.