Feykir


Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 28/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Meira malbik „Ég hef víða farið en aldrei austur á firði né heldur á Vestfirðina,“ sagði vinur minn eitt sinn og uppskar hlátur áheyrenda. En þetta gæti átt við marga og m.a. var undirritaður að ferðast í fyrsta skipti um Vestfirðina í síðustu viku þó hann hafi komið á Ísafjörð og Bolungarvík fyrir margt löngu. Eins og vænta mátti var dvölin á Vestfjörðum afar góð og veðrið lék við ferðalanga. Leiðarahöfundi varð oft hugsað um forgangsverkefni í vegamálum landsins er heiðarnar voru lagðar undir dekkin en í þeim málum er þó nokkuð langt í land til að geta sagt að séu sæmileg. Gangnagerð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur annars vegar og til Önundar- og Súgandafjarðar hins vegar hafa verið geysileg samgöngubót og nú er hægt að aka á malbiki frá þessum stöðum að þjóðvegi eitt. Hins vegar eru vegirnir frá Dýrafirði til Bíldudals gamlir malarvegir og yfir háa heiðarvegi að fara og Barðaströndin er ekki til að hrópa húrra fyrir þó þar séu góðir kaflar inn á milli. Mér var hugsað til þeirra háværu radda á Norðurlandi sem vilja svokallaða Svínavatnsleið og Vaðlaheiðargöng og styttir leiðina um þjóðveg eitt um örfáa kílómetra en þar eru fyrir góðir akvegir. Sjálfsagt eru skiptar skoðanir á þessu en ég mæli með aukinni vegagerð á Vestfjörðum. Páll Friðriksson ritstjóri Fornleifar við Kolkuós í Skagafirði Mikil spjöll vegna ágangs sjávar Fornleifafræðingar hafa undir stjórn Ragnheiðar Traustadóttur, stjórnanda Hólarannsóknarinnar, unnið í kappi við tímann og óblíð náttúruöflin frá árinu 2003 við Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2012 hefst í kvöld á Vindheimamelum og stendur fram á sunnudag. Á mótinu má búast við að sjá allra glæsilegustu gæðinga landsins etja kappi í hinum ýmsu keppnisgreinum hestamennskunnar og er tilvalið fyrir áhugasama að mæta á Melana en ókeypis er inn á svæðið. Í kvöld, fimmtudaginn 19. júlí, verður keppt í 150 m og 250 m skeiði en föstudagurinn fer í fjórgangs- og fimmgangs- keppnir. Laugardagurinn hefst með töltkeppni sem stendur fram að kaffihléi en þá hefst úrslit fjór- og fimmgangs. Gæðingaskeið mun fylgja í kjölfarið og eftir matarhlé verður farið í fluguskeið og svo B úrslit í tölti. Þá verður gert hlé á keppni og fólki boðið á ball í Skálanum þar sem hljómsveitin Þúfnapex spilar til 12:00 en þeir sem vilja skemmta sér meira geta skroppið á hestamannaball í Miðgarði með Hljómsveitinni Spútnik. Á sunnudaginn hefst dagskrá kl. 11:00 á 150 m og 250 m skeiði og eftir hádegið verður keppt í tölti, fjór- og fimmgangi en mótsslit eru áætluð kl. 15:30. /PF Skagafjörður Spennandi dagskrá Íslandsmóts Á Fésbókarsíðu sem stofnuð var til styrktar fjölskyldu Friðriks og Bjarnhildar sem sitja föst í Kólumbíu með ættleiddar dætur sínar, er ný færsla sem heitir Lífið heldur áfram. Þar segir að nýliðinn júnímánuður hafi verið þeim sá erfiðasti í lífi þeirra, en hann sé sem betur fer búinn og vonandi bjart framundan. Dómarinn sem haldið hefur máli þeirra í gíslingu þar ytra hefur loksins látið það til „hæstaréttar“ í Medellin. - Núna erum við að bíða eftir því hvort „hæstiréttur“ taki við málinu eða ekki. Við vitum ekki hvað það tekur langan tíma, en okkur hefur verið sagt að málið geti tekið 4 – 5 mánuði í þessum rétti. Einnig hefur okkur verið sagt að málið okkar geti auðveldlega tekið 1 ár hérna úti í viðbót. Þetta verður víst bara að koma í ljós, segir á síðunni. -Við erum óendanlega þakklát ykkur öllum kæra fjölskylda og vinir fyrir allan stuðninginn. Það sem skiptir okkur öllu máli er að geta verið hérna úti með litlu stelpunum okkar og ætlum við að gera allt sem við getum til að vera hérna úti með þeim jafnvel þótt það kosti okkur aleiguna því án þeirra eigum við hvort sem er ekki neitt sem skiptir máli. Allar líkur eru á því að þau Friðrik og Bjarnhildur fái að vera með stelpurnar hjá sér meðan málið fer í gegnum allt ferlið en í landinu er prógram sem kallast „friendly home“ og gengur út á það að börn fái að vera hjá þeim sem þeim líður best hjá og er hægt að fara fram á þetta ef þau þurfum að fara fyrir fleiri dómsstóla. -Við reynum að vera flesta daga í rútínunni okkar og erum við að reyna að byrja að njóta okkar aftur, það þýðir víst lítið annað því við yrðum sturluð að hugsa alla daginn um það versta sem gæti gerst. En ef það er til Guð þá á þetta eftir að enda allt saman vel og förum við öll saman heim til Íslands að lokum. Sjá Facebooksíðu Föst í Kólumbíu. /PF Birna Salóme og Helga Karólína á góðri stund. Föst í Kólumbíu Lífið heldur áfram að bjarga ómetanlegum forn- gripum og merkilegum menn- ingarsögulegum upplýsingum á tanganum, sem skagar út í ósinn, frá því að skolast út á haf. Ragnheiður Traustadóttir segir að efnahagsörðugleikar nú um stundir hafi augljós áhrif á opinber framlög til fornleifarannsókna og gildi þá einu þótt svæði séu í stórhættu. „Minjavarslan þyrfti að búa yfir sjóði til að stunda björg- unarrannsóknir eins og gert er ráð fyrir í lögum að ráðist sé í þegar minjar eru í hættu. Minjar frá ýmsum tímaskeið- um í sögu þjóðarinnar eru víða að fara í sjóinn,“ segir Ragn- heiður. /BÞ Landbrot af völdum sjávar lék uppgraftarsvæði fornleifa- fræðinga við Kolkuós í Skagafirði afar illa síðastliðinn vetur og verður þess freistað nú í sumar að ljúka rannsókn á vettvangi. Ljósmynd af uppgraftarsvæðinu í sumar. Mynd: Hólarannsóknin/Jennica Einebrant Svensson Blönduós Barn féll milli hæða Sjö ára gömul stúlka féll á milli tveggja hæða í heimahúsi á Blönduósi sl. sunnudag og var hún flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Samkvæmt vefmiðlinum Húna.is fór betur á en horfðist því stúlkan slapp með skrekkinn en hún reyndist óbrotin og meiðsl hennar einungis minniháttar. Stúlkan var að leika sér á annarri hæð heima hjá ömmu sinni og afa þegar hún féll í stiga og á næstu hæð fyrir neðan. Henni skrikaði fótur efst í stiga, féll niður á hlera yfir stigaopi á fyrstu hæðinni en hlerinn gaf eftir svo hún féll alla leið niður í kjallara. Að sögn lögreglu var fallið um fimm til sex metrar. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.