Feykir


Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 3
28/2012 Feykir 3 Hrútur eða ísbjörn MYND vikunnar Hvort er þetta nýjasta kindin á Sporði eða bara ísbjörn með horn? Það var ómögulegt að sjá í fyrstu þegar húsfreyjan á bænum Sporði í Húnaþingi vestra leit út um eldhúsgluggann einn morguninn. Þegar betur var að gáð var þarna á ferðinni plastpoki sem hafði fokið á girðinguna og varð úr þetta listaverk. Ljósmynd: Oddný Jósefsdóttir Laus er til umsóknar 80 % staða í ræstikerfi HS . Staðan er laus frá og með 19. ágúst 2012. Allar nánari upplýsingar veitir Anna Gísladóttir ræstingastjóri í síma 4554038, netfang: anna@hskrokur.is Umsóknarfrestur er til og með 26.júlí. Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu HS: www.hskrokur.is. www.hskrokur.is Laust starf í ræstikerfi HS FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS-bókin er með 2,25% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Ægisbraut 1 Blönduósi Sími 452 4272 www.prima.is Húnabraut 5 Blönduósi Sími 444 7000 www.arionbanki.is Efstubraut 2 Blönduósi Sími 452 7100 Húnabraut 13 Blönduósi Sími 452 4321 www.hunabokhald.is/ SAH AFURÐIR Húnabraut 37-39 Blönduósi Sími 455 2200 www.sahun.is/ Heiðarbraut 10 Blönduósi Sími 452 4428 / 892 8770 Árbraut 29 Blönduósi Sími 452 4067 www.textile.is/ Húnabraut 4 Blönduósi Sími 452 4643 Húnabraut 4 Blönduósi Sími 650 5200 Efstubraut 2 Blönduósi Sími 452 2600 Húnabraut 13 Blönduósi Sími 452 4588 Við óskum blönduósingum gleðilegrar húnavöku Ósverk Húnabraut 4 Blönduósi Sími 452 4040 Smárabær B YG G I N G AVÖ R U V E R S LU N H Á R G R E I Ð S L U S T O F A Bryndísar Braga Bifreiðaverkstæði Blönduós ehf. Bæjarblómið Blóm og gjafavara Sveitabakarí – Kaffitería Kjötsala á landinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri og sláturleyfishafar keppast um að laða til sín kjötfram- leiðendur en nú hafa Sláturhús KVH á Hvamms- tanga og kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga hækkað verð á nautakjöti. Tók nýr verðlisti félaganna gildi á mánudag. Á vef Landssamtaka kúa- bænda kemur fram að Bænda- samtökin hafi tekið saman nýjar framleiðslu- og sölutölur kjöt- greina fyrir júní en þar kemur fram að sala á nautgripakjöti í mán-uðinum var töluvert meiri en hún var í sama mánuði í fyrra og að ársfjórðungssalan hafi verið 4,2% meiri. Árssalan, þ.e. salan sl. 12 mánuði, er nú 4.064 tonn sem er aukning um heil 7,3% miðað við síðustu 12 mánuðina þar á undan. Heildarframleiðsla naut- gripakjöts sl. 12 mánuði var 4.071 tonn, en framleiðslan í mánuðinum var 361 tonn og nam sala nautgripakjöts í mánuðinum 357 tonnum. Sé horft til sundurliðunar á sölu nautgripakjöts í mánuðinum var sem fyrr mest sala í ung- nautakjöti eða 215 tonn og á 12 mánaða grunni nemur ung- nautakjötssalan 2.305 tonnum eða 56,7% af heildarsölunni. Sala á kýrkjöti síðustu 12 mánuði var 1.505 tonn eða sem nemur 37,0 af heildarsölunni. Sjá nánar á Naut.is. /PF SKVH og Kjötafurðastöð KS Hækka verð á nautakjöti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.