Feykir


Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 19.07.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 28/2012 Halla hefur verið búsett á Blönduósi í 5 ár en áður bjó áður hún bænum Efri-Mýrum í Austur-Húnavatnssýslu í þrjá áratugi, ásamt eiginmanni sínum Gísla Grímssyni og börnunum þeirra fimm. Söfnun Höllu segir hún hafa í raun og veru byrjað upp úr 1. mars 1986, þegar sala og innflutningur á bjór hófst og lýsir hún því hvernig söfnunin byrjað með fikti í fyrstu og vatt síðan upp á sig. „Þá fékk ég fyrstu glösin merkt Egils, frá Ölgerðinni þegar fyrirtækið hóf bjórgerð “ segir Halla en á sama tíma byrjuðu nokkur fyrirtæki að flytja inn bjór og fluttu þá glös inn samhliða, sem sum hver tíndust smátt og smátt í safn Höllu. „Fyrst voru þetta örfá glös og svo bættist fleira sífellt við; dósaopnarar, lyklakippur, pennar, tappar og margt fleira,“ útskýrir Halla. Í kjölfarið varð þetta að einskonar sameiginlegu fjölskyldu- áhugamáli þar sem að á tímabili safnaði hver fjölskyldu- meðlimur einhverju og önnuðust þau söfn sín af mikilli kostgæfni. „Já, þetta varð að miklu heimilisáhugamáli. Árný dóttir mín safnaði barmmerkjum og nælum á tímabili og Jökull Snær sonur minn safnaði merktum lyklakippum og pennum. Þá safnaði önnur dóttir mín, hún Rannveig Lena, tómum áfengisflöskum og einnota merktum kveikjurum um skeið,“ útskýrir Halla en í kringum söfnunina urðu mikil bréfaskrif heimilisfólksins út í heim. Þá var gaman að deila áhugamálum sínum með öðrum söfnurum utan landsteinana og við það skapaðist einnig tækifæri til að skiptast á hlutum sem annars hefði verið erfiðara að nálgast. „Ég komst í samband við erlendan safnara í gegnum Moggann á sínum tíma. Hann var belgískur myntsafnari og ég sendi honum íslenska mynt í mörg ár. Hann sendi mér glös og sitt hvað annað,“ segir Halla og rifjar upp þegar hann sendi henni eitt sinn 100 glös. Þegar glösin bárust til Höllu voru ekki nema tvö þeirra brotin. Halla segir frá því að hún fékk gjarnan glös gefins frá veitingastöðum í Reykjavík og jafnvel þegar hún var stödd erlendis. „Ég gekk með litla myndamöppu af safni mínu í veskinu og fólk vildi gjarnan gefa glös í safnið eftir að hafa skoðað möppuna,“ segir Halla. Eftir að internetið kom til sögunnar segir Halla að umhverfi safnarans hafi gjörbreyst en með tilkomu þess stækkaði flóran til muna. Gramsað eftir gersemum Halla safnar einnig gömlum kaffibollum og segir hún að sú árátta sé eldri en glasasöfnunin. „Fyrst var það bolli sem amma mín fékk í brúðargjöf 1929, svo fóru þeir að tínast einn og einn frá fólki sem ég þekkti og gladdi mig með því að gefa mér gamla kaffibolla,“ segir Halla. Þá fann hún margan gamlan bollann í Kolaportinu og fleiri flóamörkuðum. Hún rifjar upp þegar hún var stödd í Namibíu að heimsækja bróður sinn fyrir 11 eða 12 árum VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Halla Jökulsdóttir opnar safn sitt á Húnavöku Halla Jökulsdóttir hefur safnað glösum og öðrum hlutum tengdum áfengi og bjór frá því að sala á bjór var lögleidd á Íslandi árið 1986, að sama skapi safnar hún gömlum kaffibollum með sál ef svo má segja. Á Húnavökunni gefst fólki nú í fyrsta sinn kostur á að berja augum þetta tilkomumikla safn sem Halla hefur viðað að sér síðastliðin 26 ár. Á hundruð glasa og bolla

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.