Feykir


Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 1

Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 9 Níundi kafli í ferðasögu Kristrúnar Kristjánsdóttur Með penna í farteskinu BLS. 9 Hildur og Hrund eru verk- efnisstjórar Elds í Húnaþingi Mikið fjör í Húnaþingi Páll Sigurður Björnsson tjáir sig um tón-lystina Sextíu og sjötíu tímabilið í uppáhaldi Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 29 TBL 26. júlí 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Bíða eftir að eldur kvikni í Húnaþingi Knáir knattspyrnudrengir á Hvammstanga Þeir voru áhugasamir fótboltadrengirnir á Hvammstanga þegar blaðamaður ræddi við þá sl. mánudag í norðan- nepjunni. En þeir létu veðrið ekki á sig fá og skutu af kappi á markið svo nóg var að gera fyrir markmanninn. Allir ætluðu þeir að fara á Eld í Húnaþingi og svöruðu spurningu vikunnar um það efni sem sjá má á bls. 11. Á myndinni eru fremst Björn Gabríel og Emil Óli, þá Draupnir, Ólafur og Stefán. Fyrir aftan þá stendur Benjamín þjálfari. /PF BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska - Gæði - Gott verð Steinsmiðja Akureyrar Glerárgötu 36 Akureyri Sími 466 2800 sala@minnismerki.is www.minnismerki.is Rannsóknir á fornleifum í Málmey Norðurland vestra Starfsmenn Fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga og Byggðasögu Skagafjarðar unnu að rannsóknum á búsetuminjum í Málmey 25. júní og aftur dagana 10. og 11. júlí. Markmið rannsóknarinnar var að mæla upp sýnilegar minjar á yfirborði eyjunnar og aldursgreina valdar minjar með borkjörnum og könnunar- skurðum. Einnig var ætlunin að kanna hvort hægt væri að staðfesta þar forna kirkju og kirkjugarð. Á vef Byggðasafns Skagfirðinga segir að rannsóknirnar hafi leitt í ljós að í eynni væru margar fornar minjar, bæði garðlög og tóftir. „Ljóst er að eyjan hefur verið byggð þegar á 10. öld og voru vísbendingar um töluverðar byggðaleifar áður en gjóskan mikla úr Heklu féll 1104. Bæjarstæðið virðist í fyrstu hafa legið austanvert á eynni en það hefur verið flutt , þegar á 11. öld, ofar þar sem bærinn stóð allt þar til eyjan fór í eyði“. Umfangsmesta rannsóknin fór fram við bæjarstæðið þar sem grafnir voru þrír könnunarskurðir en grafið var í garðlag sem liggur í boga suðaustan undir bæjarhólnum sunnanverðum. Grunsemdir voru um að þar kynni að vera kirkjugarðsveggur en heimild eru um kirkju í Málmey í Auðunarmáldaga frá 1318. Engar grafir komu þó fram í skurð- unum og bíða þær staðfestingar, en umfangsmeiri uppgraftar mun vera þörf til að fá úr því skorið. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.