Feykir


Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 29/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Sveitarfélagið Skagafjörður Starfssviðum verður fækkað úr sjö í þrjú Á öðrum fundi núverandi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sumarið 2010 var rædd brýn þörf á að fara í heildarendurskipulagningu og markvissa endurskoðun á rekstri Sveitarfélagsins. Í árs- byrjun 2011 hófst vinna við skoðun á rekstri Sveitarfél- agsins og haustið 2011 var samið við rekstrarráðgjafann Harald Líndal Haraldsson um heildstæða rekstrarúttekt sem hann hefur nú skilað af sér. Í framhaldi af þeirri úttekt og vegna 64.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um að samanlögð heildarútgjöld vegna A og B-hluta í reikningsskilum sveitarfélaga megi ekki vera hærri á hverju þriggja ára tímabili en sem nemur saman- lögðum reglulegum tekjum. Bæði er um almennar að- gerðir að ræða sem og breyt- ingar á skipuriti sveitarfél- agsins. Einn liður í þessum aðgerðum er að ná niður launakostnaði og er eitt af markmiðunum að hann verði orðinn um 57% af heildar- tekjum árið 2014 en er í dag um 65,9% af heildartekjum, sem er óviðunandi. Helstu breytingar eru þær að sviðum verður fækkað úr sjö í þrjú, en þau verða fjármála- og stjórn- sýslusvið, veitu- og fram- Það linnir ekki stórmót- unum á Vindheimamelunum því Fákaflug 2012 verður haldið þar dagana 3.- 5. ágúst nk. Keppt verður í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki, 100m, 150m og 250m skeiði (rafrænar tímatökur í öllum greinum) og tölti. Sérstök forkeppni, 2-3 inná í einu. Mótið hefst seinnipart föstudagsins á forkeppni í tölti og keppni í skeiði. /PF Skagafjörður Fákaflug um versl- unarmannhelgina Friðrik og Bjarnhildur gætu þurft að dvelja í Kólumbíu í nokkra mánuði í viðbót áður en úrskurður hæstaréttar liggur fyrir. kvæmdasvið og fjölskyldusvið. Rekstrarformi Skagafjarðar- veitna ehf. verður breytt og verður það með sama hætti og aðrar B-hluta stofnanir sveit- arfélagsins. Sameining verður á Skagafjarðarveitum, þjón- ustumiðstöð (áhaldahúsi) og eignasjóði. Einnig mun mark- aðs- og þróunarsvið verða sameinað fjármála- og stjórn- sýslusviði. Atvinnu- og ferða- málanefnd og menningar-og kynningarnefnd verða sam- einaðar í eina nefnd. Nýtt stjórnskipulag mun taka gildi 1. september nk. og kallar hluti þessara breytinga á breytingar á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við lög. Stefnt er að kynningafundi fyrir íbúa sveitarfélagsins í byrjun september nk. þegar sem flestir verða komnir úr sumarleyfum. Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðarráðs segir að ekki verði farið í beinar uppsagnir hjá sveitarfélaginu, heldur farin sú leið að lækka fasta- og óreglulega yfirvinnu og að ráða ekki í þær stöður sem losna sé það möguleiki. Sú leið hafi þótt mildust. „Þetta er það sem lagt var upp með og er verkefni sem þarf að leysa, að ná niður launakostnaði Sveit- arfélagsins. Þegar er farið að vinna eftir tillögunum t.d. með sameiningu bekkjadeilda í skólum héraðsins sem og að unnið er að því að leikskólar á Hofsósi og Varmahlíð munu deila sama húsnæði og grunn- skólar staðanna,“ segir Stefán. /PF Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur ákveðið í umboði sveitarstjórnar, að fara í hagræðingaraðgerðir og stjórnskipulagsbreytingar sem kynntar voru á fundi ráðsins í síðustu viku. Tillögurnar hafa verið kynntar öðrum sveitarstjórnarfulltrúum sem allir hafi lýst sig fylgjandi breytingunum. Séð yfir Sauðárkrók og inn Skagafjörð. RÚV greindi frá því í síðustu viku að vera kunni að gerð hollenskrar heimildar- myndar um ættleiðingar frá Kólumbíu hafi valdið því að ættleiðingarmáli þeirra Bjarnhildar Hrannar Níelsdóttur og Friðriks Kristinssonar var vísað til hæstaréttar þar í landi. Eins og Feykir hefur greint frá hafa þau Friðrik og Bjarnhildur beðið í hálft ár eftir úrskurði dómara vegna ættleiðingar þeirra Birnu Salóme og Helgu Karólínu. Kristinn Ingvason fram- kvæmdastjóri Íslenskrar ætt- leiðingar sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 að í kjölfar sýningar þessarar myndar hafi öll ættleiðingarmál verið tekin til endurskoðunar og fyrir vikið hafi öll mál tafist. Kristinn sagði að þegar þessi meinta heimildarmynd væri skoðuð þá stendur ekki steinn yfir steini og hún hreinlega fölsuð sem hefur slæm áhrif á þann viðkvæma málaflokk sem ættleiðingar eru. /PF Föst í Kólumbíu Hollensk heimildarmynd truflar ættleiðingu Grettishátíðin 2012 verður haldin dagana 27.-29. júlí nk. í Grettisbóli á Laugar- bakka og að hluta til á Hvammstanga í tengslum við unglistarhátíðina Eldur í Húnaþingi. Bogar og bogfimi verða verða aðalsmerki föstudagsins þar sem meðferð boga verður kennd og hugað að bogasmíði. Dagskrá Grettishátíðar- innar í ár er sem fyrr spenn- andi fyrir alla fjölskyldumeð- limi en hana er hægt að nálgast á Norðanátt.is. /PF Grettishátíðin á Laugarbakka Hefst á föstudaginn Selatalningin mikla var haldin á vegum Selasetur Íslands þann 22. júlí sl. Talningin hefur farið fram árlega síðan árið 2007 og var þetta því sjötta talningin. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Hegg- staðanes, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rann- sóknarstarfsemi Selaseturs Íslands. Selir voru taldir á allri strandlengjunni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, en það eru samtals um 100km. Fjörtíu manns tóku þátt í talningunni og fóru talningarmenn gangandi, ríð- andi eða á báti. Talningin byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða, en með þessu móti gefst færi á að kanna stórt svæði á mjög stuttum tíma. Í ár sáust samtals 614 selir á svæðinu. Það eru mun færri selir en hafa sést undanfarin ár en segir ekki til um ástand landsselsstofns í heild. Stofn- stærðarmat á landsel hefur farið fram reglulega síðan árið 1980 og þá hefur verið talið um land allt úr flugvél. Niðurstöður þeirra talninga benda til þess að landselstofninn hafi staðið í stað síðan árið 2003 og sé tæplega 12 þúsund dýr. /PF Niðurstöður frá Selatalningunni miklu 2012 Mun færri selir en í síðustu talningum Stækkun í Stekkjarvík Tvö tilboð Í vikunni voru opnuð tilboð í stækkun urðunarhólfs í Stekkjarvík en tvö tilboð bárust í verkið. Húni.is segir frá því að Ingileifur Jónsson hafi boðið rúmar 36,6 milljónir króna í verkið og Skagfirskir verktakar ehf. 36,8 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var upp á rúmar 25,8 milljónir króna en bæði tilboðin fóru vel yfir þau mörk eða um 42%. Samkvæmt Húna.is er verkið fólgið í stækkun urðunarhólfs í Stekkjarvík til að gera mögulegt að taka við slátur- úrgangi og öðrum lífrænum úrgangi til urðunar. Um er að ræða gröft og tilfærslu 35.000 rúmmetra jarðefna og mótun á sérstöku urð- unarhólfi ásamt frágangi siturlagna. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.