Feykir


Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 5
29/2012 Feykir 5 HESTAÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/hestar Íslandsmót í hestaíþróttum Góð þátttaka var á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á Vindheima- melum um helgina en skráningar urðu tæplega 250 talsins. Hart var barist um Íslandsmeistaratitlana en margir þekktir knapar og hestar voru skráðir til leiks. -Mótið gekk býsna vel, frábærir hestar í blíðskaparveðri og dagskráin gekk snurðulaust fyrir sig og stemningin góð. Mæting áhorfenda var ágæt á sunnudag, en í heildina þá hefði verið gaman að fá fleiri gesti, segir Eyþór Einarsson mótsstjóri. Hann telur þó að ekki hafi verið færra en verið hefur á Íslands- mótum síðustu ára en til við- miðunar þá var fjöldi þátt- takenda heldur fleiri í ár en í fyrra á Selfossi. Þeir Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II voru sigursælir á mótinu því auk þess að sigra í slaktaumatöltinu gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu einnig í fimmgangi með einkunnina 7,76. Haukur Baldvinsson og Falur frá Þingeyrum urðu í öðru sæti með 7,55. Í tölti T2 eða slaktaumatölti stóðu þeir Jakob og Alur efstir með nokkrum yfirburðum en einkunn þeirra var 8,58. Að baki þeim kom Valdimar Bergstað og Týr frá Litla-Dal með einkunnina 7,92. Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi gerðu vel Jakob Svavar og Alur sigursælir Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli sigurvegarar í tölti T1. Rásnr. # Ökumaður: Aðstoðarökumaður: Bifreið: Flokkun 1 1 Hilmar B Þráinsson Dagbjört Rún Guðmundsdóttir MMC Lancer Evo VII N 2 41 Sigurður Bragi Guðmundsson Ísak Guðjónsson Mitsubishi Lancer X 3 22 Guðmundur Snorri Sigurðsson Guðni Freyr Ómarsson Subaru Impreza 22b N 4 29 Kristinn V Sveinsson Brimrún Björgólfsdóttir Jeep LACY ONE J 5 34 Jón B Hrólfsson Halldór Vilberg JEEP CHEROKEE J 6 13 Guðmundur Höskuldsson Ólafur Þór Ólafsson Subaru Impreza NT 7 5 Baldur Haraldsson Aðalsteinn Símonarson Subaru Impreza NT 8 27 Bragi Þórðarson Lejon Þór Pattison Subaru Impreza NT 9 24 Henning Ólafsson Árni Gunnlaugsson Peugeot 306 E 10 25 Katarínus Jón Jónsson Ívar Örn Smárason Mazda 323 NT 11 15 Baldur Arnar Hlöðversson Hjalti Snær Kristjánsson Subaru Impreza NT 12 8 Þórður Ingvason Björn Ingi Björnsson Subaru Impreza NT 13 32 Gunnar Ásgeirsson Elvar Smári Jónsson Toyota Toyota Corolla GTI E 14 26 Magnús Þórðarson Hafdís Ósk Árnadóttir Mitsubishi Lancer NT 15 28 Þórður Bragason Einar Sveinn Kristjánsson Subaru Impreza NT 16 35 Sigurður Arnar Pálsson Brynjar Sverrir Gudmundsson Subaru impreza NT 17 Sigurjón Árni Pálsson Páll Kristberg Pálsson Subaru Legacy NT Rásnúmer gefur til kynna í hvaða röð keppendur hefja keppni. # er það númer sem keppendur líma á bíla sína og ræðst m.a. af árangri keppandans í fyrri keppnum. Rásröð: Lokun leiða fyrir almennri umferð: Sérleiðir föstudags 27. júlí 2012 Fyrsti bíll Vegi lokað Vegur opnast Sérleið 1 Þverárfjall vestur 19:30 19:10 19:50 Sérleið 2 Laxárdalur suður 20:10 19:40 21:20 Sérleið 3 Laxárdalur norður 20:50 19:40 21:30 Sérleið 4 Þverárfjall austur 21:30 21:10 21:50 Sérleið 5 Sauðárkrókshöfn l 22:30 22:00 23:30 Sérleið 6 Sauðárkrókshöfn ll 22:50 22:00 23:30 Sérleiðir laugardags 28. júlí 2012 Sérleið 7 Mælifellsdalur I 09:50 09:20 12:00 Sérleið 8 Mælifellsdalur II 10:50 09:20 12:00 Sérleið 9 Vesturdalur l 12:10 11:40 13:25 Sérleið 10 Vesturdalur ll 12:55 11:40 13:25 Sérleið 11 Nafir I 14:35 14:10 15:30 Sérleið 12 Nafir II 15:00 14:10 15:30 Akstur í rallkeppni skiptist í tvo hluta, ferjuleiðir og sérleiðir. Á ferjuleiðum aka keppendur í almennri umferð og lúta umferðarreglum. Sérleiðir eru hins vegar valdar leiðir sem lokaðar eru annarri umferð meðan á keppni stendur. Á sérleiðum er ekið með undanþágu frá reglum um hámarkshraða og reyna keppendur að vera sem fljótastir. Það er því á sérleiðum keppninnar sem hin eiginlega keppni fer fram. Sigurvegari er sá sem hefur minnstan samanlagðan tíma á öllum sérleiðum keppninnar en oft skilja ekki nema örfáar sekúndur á milli sæta. Á sérleiðum aka undanfarar leiðina á undan keppnisbílum til tryggja að leiðin sé örugglega lokuð fyrir annarri umferð. Á eftir keppnisbílum fer eftirfari. Áhorf-endum sem eru að horfa á inn á sérleið er stanglega bannað að aka inn á sérleiðina fyrr en eftirfari hefur ekið leiðina. ATH: Eftir lokun sérleiða er öll almenn umferð bönnuð þar til keppni lýkur. Vinsamlega virðið lokanir vega og önnur fyrirmæli starfsmanna keppninnar. Gætið fyllstu varúðar og hafið auga með dýrum og börnunum. Góða skemmtun! Í ár eru 17 áhafnir eru skráðar til leiks í fjórðu umferð Íslandsmótsins og stendur Bílaklúbbur Skagafjarðar að rallinu með aðstoð Vörumiðlunar og Kaffi Króks. Fyrsti bíll verður ræstur frá plani Vörumiðlunar kl. 19.00 á föstudaginn. Fyrsta sérleið verður Þverárfjall sem ekki hefur verið keyrð í fjölda ára, ásamt Laxárdal (ný leið) og svo síðar um kvöldið verður æsispennandi leið um Sauðárkrókshöfn rölluð tvisvar. Við hvetjum fólk til að koma og fylgjast með og bendum á svæðið á Nöfum fyrir ofan olíutankana, þar ættir þú að geta séð vel. Á laugardag verður Mælifellsdalurinn góði reyndur ásamt nýrri leið um Vesturdal. Rallið endar svo að lokum með tveimur umferðum um Nafir, sú leið er einnig áhorfendavæn. Endamark verður á plani Vörumiðlunar um kl. 15.10. BÍLAKLÚBBUR SKAGAFJARÐAR HELDUR SKAGAFJARÐARRALLIÐ 27. - 28. JÚLÍ Frekari upplýsingar um keppnina má finna á bks.is sem er heimasíða Bílaklúbbs Skagafjarðar eða hafa samband við Þórð Ingvason Í síma 698 4342 eða í netfanginu malverk550@simnet.is Rétt er að ítreka á þeim tíma sem lokun sérleiðar varir er almenningi óheimilt að aka um leiðina og er skylt að hlýta fyrirmælum starfsmanna keppninnar þar um. Eins á innarbæjarleiðum biðjum við fólk að virða borða sem loka af sérleið Keppnisstjóri er Fylkir Jónsson þegar þeir tylltu sér í efsta sætið í fjórganginum með einkunnina 7,83. Hekla Katharína Kristins- dóttir og Vígar frá Skarði komu á hæla þeirra með 7,73. Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli sigruðu í tölti T1 með einkunnina 8,83 en Hinrik Bragason og Smyrill frá Hrísum komu næstir með 8,50 Í 150- og 250 metra skeiði sigruðu þeir Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal í 150m á 14,01 sekúndu en Daníel Ingi Smárason og Blængur frá Árbæjarhjáleigu í 250m á 22,34 sekúndum. Þórarinn Eymundsson og Bragur frá Bjarnastöðum voru hins vegar fljótastir að renna 100 metra brautina í flugskeiði á tímanum 7,58 sekúndur. Þórarinn og Bragur gerðu ógilt í fyrri sprettinum. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.