Feykir


Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 26.07.2012, Blaðsíða 11
29/2012 Feykir 11 FE Y K IL EG A F LO TT A A FÞ R EY IN G A R H O R N IÐ Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina ætti skilið tveggja vikna sumarfrí! Spakmæli vikunnar Banki er staður sem lánar þér peninga ef þú getur sannað að þú hafir ekki þörf fyrir þá. – Bob Hope Ótrúlegt en kannski satt Sudoku Þórlaugur Gunnbrandur járnabindingamaður var lengi vel veikur fyrir konum af asískum uppruna. Hann hefur í seinni tíð hallað sér æ meira að íslenskum því honum finnst bara hrísgrjón ekki góð. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Feykir spyr... Hvað á að gera á Eldi í Húnaþingi [ Spurt á Hvammstanga ] ÓLAFUR -Fara í sápuboltann og rennibrautina. Lunga kallast svampkennt öndunarfæri í brjóstholi spendýra sem hjálpar til við loftskipti blóðs. Lungun eru tvö en hægra lunga mannsins innbyrðir meira loft en það vinstra. Krossgáta ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Sindri og Birna kokka Heit sænsk súkkulaði- terta í eftirrétt -Við verðum auðvitað við áskorun Ragnheiðar og Marinós og komum hér með einn af okkar uppáhaldsréttum. Við erum ekki mikið forréttafólk þannig að við vindum okkur bara beint í aðalréttinn, segja þau Birna Ágústsdóttir og Sindri Páll Bjarnason á Neðri-Mýrum í Austur-Húnavatns- sýslu. -Við þökkum fyrir okkur og skorum á Erlu og Jóhann í Kambakoti, Skagabyggð, að koma með næstu uppskrift! AÐALRÉTTUR Mangó-kókos kjúklingur 4-6 kjúklingabringur 1 krukka mango chutney 1 dós kókosmjólk 1 tsk turmeric (má vera karrý) 2-3 hvítlauksrif ef vill Skerið bringurnar í bita og snöggsteikið á pönnu (lokið). Hrærið mangó chutney og kókosmjólk saman í skál og bætið turmeric og pressuðum hvítlauksrifjum saman við. Raðið kjúklingabitum í eldfast mót, sáldrið yfir örlitlu af salti og pipar ef vill og hellið blöndunni yfir. Eldað í ofni við 200° í ca. 10 mínútur. Til að fá þykkari sósu má bæta í hana maizena mjöli áður en henni er hellt yfir kjúllann. Berið fram með hrísgrjón- um, góðu salati og naan-brauði. MEÐLÆTI Naan-brauð 2 dl mjólk 2 msk sykur 1 poki þurrger 600 gr. hveiti 1 tsk salt 2 tsk lyftiduft 4 msk ólífuolía 2 dl jógúrt eða súrmjólk Hnoðið deigið vel saman og látið hefa sig í ca. 30 mínútur. Skiptið deiginu í ca. 10 hluta, hnoðið hvern hluta í kúlu og fletjið þunnt út. Blanda má turmeric eða garam masala kryddi saman við matarolíu og pensla kökurnar, einnig getur verið gott að pressa smá hvítlauk út á olíuna eða strá ögn af grófu salti á útflatt deigið – allt eftir smekk! Brauðin má baka við 275° í 5-7 mínútur eða steikja á pönnu í stuttan tíma á hvorri hlið. Um að gera að leika sér aðeins með þessi brauð og finna með tímanum sín uppáhaldskrydd og eldunaraðferð þannig að brauðin verði sem gómsætust! EFTIRRÉTTUR Sænsk súkkulaðikaka Hvað er svo betra en smá sætmeti á eftir? Þessi kaka er tilvalin ef mann langar í heita súkkulaðiköku í eftirrétt án mikillar fyrirhafnar. 3 dl. sykur 3 egg 1 1/2 dl hveiti 1 tsk vanillusykur 1/4 tsk salt 4 msk kakó 100 gr. brætt smjörlíki Öllu blandað saman í skál og hrært. Smyrjið hringlaga form (ekki stórt, helst með lausum botni eða smelluform), hellið deiginu í formið og bakið neðarlega í ofni við 200°C undir/yfirhita í u.þ.b. 15 mínútur. Kakan á að vera aðeins blaut, hve mikið fer eftir smekk. Gott er að rífa niður dálítið suðusúkkulaði og strá yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum. Berið kökuna fram heita með þeyttum rjóma eða góðum ís! Verði ykkur að góðu! DRAUPNIR -Sápuboltinn og svo ætla ég að renna mér í sápurennibraut. STEFÁN -Ég ætla að fara í fótboltann og fara á böllin. BJÖRN GABRÍEL -Ég ætla að fara í sápuboltann, það er skemmtilegast. EMIL ÓLI -Fara í sápurennibrautina og kannski í sápufótboltann.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.