Feykir


Feykir - 16.08.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 16.08.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 30/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Afreks minnst að 75 árum liðnum Synt yfir Hrútafjörð Þann 24. ágúst nk. eru liðin 75 ár frá því þessi þrjú ung- menni þreyttu sundið yfir Hrútafjörð og af því tilefni ætla afkomendur og fjölskyldur sundfólksins að koma saman á Borðeyri og heiðra minningu þeirra laugardaginn 25. ágúst. „Það er von okkar að þetta verði ánægjuleg samverustund afkomenda Ástu, Baldurs og Huldu, enda eigum við það öll sameiginlegt að í hvert skipti sem við keyrum Hrútafjörðinn segjum við: „Mamma/pabbi, amma/afi synti fyrst yfir Hrútafjörð!!!“ segir Steinunn Hjartardóttir, afkomandi Ástu Jónsdóttur. Athöfn hefst kl. 13 á tangan- Aðstoðarbeiðni barst til björgunarsveita um kl. 21:30 sl. mánudagskvöld til að aðstoða jeppa sem sat fastur uppi á hálendi. Tveir bílar, annar frá Skag- firðingasveit á Sauðárkróki og annar frá Flugbjörgunar- sveitinni í Varmahlíð, með átta mönnum innanborðs brugð- ust við aðstoðarbeiðninni og voru komnir að Hofsjökli, skammt frá Ingólfsskála, um miðnætti þar sem jeppinn sat fastur á kafi í sandbleytu. Samkvæmt Haraldi Ingólfs- syni formanni Skagfirðinga- sveitar var vandasamt fyrir björgunarsveitarmennina að komast að jeppanum þar sem hann sat fastur og þurfti að vaða út í til að ná honum upp. Aðgerð- in tók á bilinu 2-3 klukkustundir og voru þeir komnir til byggða um kl. 5 um morguninn. Að sögn Haraldar er mikil bleyta uppi á hálendi vegna hita sl. daga og þar að leiðandi miklir vatnavextir í ám. Miklar hættur geta skapast þar um þessar mundir og biðlar hann til fólks að fara þar um með gát og að fara ekki út í jökulsárnar. /BÞ Hættur á hálendinu Sátu fastir í sandbleytu um á Borðeyri þar sem komið verður fyrir skildi sem segir frá þessu merkisafreki. Næst verður farið í Tangarhúsið þar sem sundfólkinu frænka verður minnst með orðum og myndum, ásamt því að afhenta Minjasafninu á Borðeyri inn- rammað skjal um afrekið. Þá geta þeir sem hafa áhuga endurtekið afrekið og synt yfir, þeir eru þó vinsamlegast beðnir um að láta vita tíman- lega, sama gildir um þátttöku á mótinu, fyrir 21. ágúst í net- föngin: steinunn@hnv.is (af- komendur Ástu), nannasigga@ simnet.is (afk. Baldurs) og laxmadur@hive.is (afk. Huldu). /BÞ „Síðastliðinn þriðjudag syntu yfir Hrútafjörð frá Gilsstöðum til Borðeyrar Baldur Pálsson 27 ára, Ásta Snæbjörnsson 20 ára og Hulda Pétursdóttir 16 ára, öll frá Borðeyri. Vegalengdin er um 1100 metrar og synti Hulda hana á 23 mínútum og var um 6 mínútum á undan hinum. Sjávarhiti var 8 stig. Ekki er kunnugt um að áður hafi verið synt yfir Hrútafjörð,“ segir í frétt í Morgunblaðinu 27. ágúst 1937. Þessi tignarlegi Fálki var að spóka sig í veðurblíðunni sl. sunnudag skammt frá Hjaltastöðum í Blönduhlíð, Skagafirði og lét ekki á sig fá þótt blaðamaður Feykis myndaði hann í bak og fyrir. Sést hafði til Fálkans í vikunni áður og því ekki ólíklegt að hann hafi gert sig heimakominn á þessum slóðum, enda örugg- lega nóg af girnilegum músum á stangli úti á ökrunum í Blönduhlíðinni. /BÞ Skagafjörður Tignarlegur fálki Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir frá Skagaströnd og Friðrik Kristinsson frá Sauðárkróki hafa setið föst með ættleiddar dætur sínar í kólumbísku borginni Medellin frá því í desember, eins og hefur greint frá áður í Feyki. Ferðin sem átti að taka sex til átta vikur er orðin að átta mánuðum og nú er útlit fyrir fjögurra til fimm mánaða bið til viðbótar. Bjarnhildur og Friðrik áfrýjuðu máli sínu til næsta dómsstigs og sagði Bjarnhildur í samtali við Rúv að það hefur samþykkt að taka mál þeirra fyrir og er búist við að sú bið geti tekið fjóra til fimm mánuði til viðbótar. Dvölin í Kólumbíu er orðin mjög fjárhagslega erfið fyrir hjónin sem hafa verið tekjulaus frá því í mars. „Þau hafa selt bílinn, fellihýsið og mótorhjól til þess að fjár- magna dvölina úti því þau segja ekki koma til greina að gefast upp heldur ætla þau sér að komast heim með dæturn- ar,“ segir á Rúv.is. Margir vilja leggja litlu fjölskyldunni lið með ýmsum hætti, t.d. kemur fram á styrkt- arsíðu hjónanna að fjáröfl- unarborð verður til styrkar á Kántrýdögum á Skagaströnd en þeir sem vilja bætast í hópinn, leggja eitthvað til eða aðstoða geta haft samband í s. 868-4925. Þá verður Reykja- víkurmaraþon þreytt um næstu helgi og ætlar hópur fólks, vinir og fjölskyldumeð- limir, að hlaupa maraþonið og safna áheitum fyrir fjölskyld- una (sjá hlaupastyrkur.is). /BÞ Fjáraflanir á Kántrýdögum og Reykjavíkurmaraþoni Fjölskyldan enn föst í Kólumbíu Hvammstangi Sumar- slátrun tekið vel Norðlenskir bændur tóku vel boði Sláturhúss KVH á Hvammstanga um að hefja sumarslátrun viku fyrr en venjulega. Mbl.is greinir frá þessu. Á mánudag var slátrað þar 530 lömbum og verður kjötið sent ófrosið til Bandaríkjanna til að lengja sölutímann í verslunum Whole Foods. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri slátur- hússins, segir hafa rennt blint í sjóinn í samtali við Mbl en undirtektir verið vonum framar. Ætlunin var að slátra 500 lömbum að þessu sinni og skilaði það sér og aðeins meira til. /BÞ Dreifnám á Hvammstanga hefst miðvikudaginn 22. ágúst en að sögn Þorkels Þorsteinssonar aðstoðar- skólameistara FNV hefja 16 nemendur nám að þessu sinni. Rakel Runólfsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður dreifnámsins og að sög Þorkels býður skólinn hana velkomna til starfa. Kennt verður um fjarfundabúnað í kennslu- aðstöðu á neðri hæð sam- komuhússins á Hvammstanga. Nemendur munu sækja námslotur til Sauðárkróks sem verða tímasettar í tengslum við viðburði á vegum nemenda- félagsins. /BÞ Húnaþing vestra Dreifnám hefst 22. ágúst Menning Barrokk- smiðja hlýtur styrk Barokksmiðja Hólastiftis - Barokkhátíð á Hólum hlaut 250 þús.kr. styrk úr Samfélagssjóði Lands- bankans sl. þriðjudag. Alls voru veittir tuttugu styrkir; fimm að upphæð 1 milljón króna hver, fimm að fjárhæð 500 þúsund krónur og tíu að fjárhæð 250 þúsund krónur. Samkvæmt heimasíðu bankans bárust tæplega 500 umsóknir bárust um sam- félagsstyrki að þessu sinni. /BÞ Jóhann Björn Sigurbjörns- son, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS mun keppa með sameiginlegu liði Íslendinga og Dana á Norðurlandamóti 19 ára og yngri í frjálsíþróttum fer fram í Vaxjö í Svíþjóð helgina 18. - 19. ágúst nk. Samkvæmt heimasíðu UMSS hafa Íslendingar og Danir áður sent sameiginlegt lið til mótsins en að þessu sinni eru 16 Íslendingar í liðinu og voru þeir valdir á grundvelli strangra lágmarka sem sett voru. Jóhann Björn mun hlaupa 100m og verður einnig í boðhlaupssveitum í 4x100m og 4x400m boðhlaupum. „Jóhann Björn hefur tekið miklum framförum í sumar og um síðustu helgi hljóp hann 100m á 11,05sek, og er kominn í allra fremstu röð sprett- hlaupara hér á landi,“ segir á heimasíðunni. /BÞ Frjálsar íþróttir Tekið miklum fram- förum í sumar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.