Feykir


Feykir - 16.08.2012, Side 5

Feykir - 16.08.2012, Side 5
30/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir 1. deild : ÍR-Tindastóll 0-4 Eftir lánleysi og erfiðan leikmanna-skipta-glugga í júlí náðu Tindastólsmenn að hrista sig saman og vinna góðan sigur á liði ÍR í Breiðholtinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Bæði lið höfðu átt í brasi í síðustu leikjum, Stólarnir tapað þremur leikjum með eins marks mun á meðan ÍR-ingar höfðu staðið fyrir bílskúrsútsölu í vítateig sínum. Þeir héldu henni áfram þegar þeir mættu Stólunum sem sigruðu 4-0. Fyrri hálfleikur var bragð- daufur en Tindastólsmenn voru líklegri til afreka en ekki tókst liðunum að skora. Í síðari hálfleik hljóp á snærið hjá gestunum. Max Touloute fékk reyndar það sem af lýsingum má dæma var eitthvað besta færi sem sést hefur í fótboltaleik en tókst víst að setja boltann í hliðarnetið. Hann bætti fyrir mistökin á 66. mínútu þegar hann skilaði vítaspyrnu í mark ÍR eftir að markvörður ÍR hafði Stórsigur í Breiðholtinu ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Sigurbjörn Björnsson / rótari Var í tónlistarlegu uppeldi hjá frændum sínum Að þessu sinni er það Sigurbjörn Björnsson, sem svarar spurningum varðandi tón-lyst. Sibbi er fæddur 1963 og alinn upp á Króknum þar sem hann býr enn. Hann segist vera hljóðfæraeigandi en helstu afrek hans á tónlistarsviðinu er þátttaka í Lúðrasveit Tónlistaskóla Sauðárkróks og Lúðrasveit Sauðárkróks auk þess sem hann var rótari hjá Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og hjá Magnúsi Kjartanssyni. Uppáhalds tónlistartímabil? 1960 - 1980. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Gott rokk og góður blús. Hvers konar tónlist var hlustað á þínu heimili? Ég var í tónlistarlegu uppeldi hjá frændum mínum á Hólaveginum, Viðari og Hilmari Sverrissonum. Þar var hlustað á allt það nýjasta. Þetta er árin 1969- 1976. Hvað var fyrsta platan/diskurinn/ kassettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Það var kassetta með Júdas sem heitir Júdas no1. Hvaða græjur varstu þá með? Hitashi kassettutæki sem við bræður áttum [innsk. Sverrir og Pétur]. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Smoke on the Water. Wham! eða Duran? Nei. Deep Purple. Uppáhalds Júróvisjónlagið (erlent eða innlent eða bæði)? Waterloo / Sólarsamba. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Good Time Bad Time með Led Zeppelin. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Climax Blues Band. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég færi til London á Clapton í Royal Albert Hall á. Ætli ég myndi ekki taka hana Báru mína með. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Mig hefur ekki dreymt um að vera neinn tónlistamaður heldur hefur mig langað að vera rótari hjá böndunum. Ég kann það betur en að spila á hljóðfæri. Það hefði til dæmis verið gaman að fara einn túr með Led Zeppeline eða Stones. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Á Íslandi er það Lifun með Trúbroti en erlendis White Album Bítlanna. Sigurbjörn Björnsson og Guðbrandur Guðbrandsson stinga saman nefjum á VSOT í sumar. brotið á Steven Beattie. Mark- manninum var vísað af velli og eftirleikurinn reyndist Stólunum léttur því heimamenn lögðust sjálfviljugir í gras við þetta mótlæti. Annað mark Stólanna gerði nýjasta viðbótin við lið Tinda- stóls, Colin Helmrick, með sinni fyrstu snertingu eftir sendingu frá Max. Atli Arnarsson gerði þriðja markið á 81. mínútu eftir laglegan undirbúning Benjamíns Gunnlaugssonar. Steven Beattie gerði síðan fjórða og síðasta mark Stólanna á 92. mínútu eftir klafs í teig heimamanna. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Tindastólsmenn en liðið hefur í heildina leikið vel í sumar. Stólarnir hafa gert næst flest mörk liðanna í deildinni, 27, og fengið á sig 22 og meðaltalið í leikjum Tindastóls því u.þ.b. þrjú og hálft mark í leik. Næsti leikur er hér heima gegn KA í kvöld. 16. ágúst kl. 19:00. /ÓAB Loftur Páll Eiríksson hefur staðið fyrir sínu í vörninni í sumar. Hér er hann í leik gegn Haukum. Golf : Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks Sveitakeppni Golfsambands Íslands fór fram nú um helgina og sendi Golfklúbbur Sauðárkróks lið til keppni bæði í karla og kvennaflokki. Karlarnir fóru í Hveragerði og enduðu í 6 sæti 4. deildar eftir mikla baráttu við náttúruöflin þar sem ofsarigning og rok setti mjög svip sinn á keppnina. Konurnar voru hins vegar í mun betra veðri á Ólafsfirði, þar sem keppt var í höggleik við 7 aðrar sveitir. Niðurstaðan varð sú að sveit GSS sigraði á 662 höggum. Sveit Golfklúbbsins Odds í Garðabæ varð í öðru sæti á 665 höggum og fylgdi GSS upp í fyrstu deild. í þriðja sæti varð síðan sveit Golfklúbbsins Leynis á Akranesi á 675 höggum. Sveit GSS skipuðu þær Árný Lilja Árnadóttir, Dagbjört Hermundsdóttir, Ragnheiður Matt- híasdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir og Sigríður Eygló Unnarsdóttir. Konurnar spiluðu gott og jafnt golf um helgina sem skilaði þeim þessum frábæra árangri. /UI Sigruðu í 2. deildinni Kvennasveit GSS sigraði í Sveitakeppni Golfsambands Íslands á Ólafsfirði. Unglingaráð körfuknatt- leiksdeildar stendur fyrir körfuboltabúðum dagana 31. ágúst til 2. september nk. Tilgangur búðanna er að hrista hópinn saman fyrir tímabilið og hefja það með stæl. Skráningarfrestur er til 27. ágúst. Samkvæmt heimasíðu Tindastóls verður Bárður Eyþórsson yfirþjálfari búðanna og honum til aðstoðar verða þjálfarar körfuknattleiks- deildar. Nánari upplýsingar verður að finna á Tindastóll.is undir tenglinum “Körfuboltabúðir 2012. /Tindastóll.is Körfuboltabúðir 31. ágúst – 2. september Körfuboltinn af stað Skagafjarðarrallið fór fram síðustu helgina í júlí og voru það Guðmundur Höskulds- son og Ólafur Þór Ólafsson á Subaru Impreza sem komu fyrstir í mark, fóru allar 12 sérleiðarnar á 1:17:26. Mikill afföll urðu í rallinu, sem tókst þó með miklum ágætum, en aðeins 10 af 17 áhöfnum skiluðu sér í mark. Heimamaðurinn Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson urðu í öðru sæti, 47 sekúndum á eftir sigur- vegurunum á tímanum 1:18:13 en þeir óku sömuleiðis Subaru Impreza. Þriðju í mark voru Jón Bjarni Hrólfsson og Halldór Vilberg á 1:19:15 en fararskjóti þeirra var Jeep Cherokee. Hægt er að nálgast úrslit í Skagafjarðarrallinu á heima- síðu Bílaklúbbs Skagafjarðar sem hafði veg og vanda af rallinu en það er sennilega eitt það stærsta sem klúbburinn hefur haldið. /ÓAB Skagafjarðarrallið 2012 Guðmundur og Ólafur Þór fyrstir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.